Gramsaði í kössum hjá alls konar fólki Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2014 11:00 Hönnun Rakelar er ávallt mjög litrík og skemmtileg. „Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að sjá hvaða karaktera fólk sér úr printinu sem vekja barnið innra með þeim og auðvitað brosið sem fylgir,“ segir fatahönnuðurinn Rakel Blom. Hún sendi nýverið frá sér nýja línu, I Don't Want to Grow Up, sem er innblásin af gömlum leikföngum. „Innblásturinn að mynstrinu kemur upphaflega frá gömlum leikföngum sem ég fékk æði fyrir og fór á flest öll dótasöfn í London og fékk að gramsa í kössum hjá alls konar söfnurum og á mörkuðum. Ég notaði svo gamalt, franskt veggfóður sem ég fann í einum af þessum leiðöngrum sem grunn til að byggja upp printið svo það flæðir í samhverfu yfir flíkina og til að búa til heildarmynd. Þegar rýnt er í mynstrið má finna alls konar skemmtilega karaktera, hluti og munstur,“ segir Rakel. „Karakterarnir í mynstrinu koma alls staðar að úr minni æsku, æsku vina minna og kunningja og barna þeirra. Frá fólki á öllum aldri. Karakterarnir eiga það allir sameiginlegt að kalla fram nostalgíu, gleði og bros,“ bætir Rakel við og segist hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur við línunni.Í línunni eru kjólar, toppar, leggings og buxur.Rakel hefur verið búsett í London síðan hún útskrifaðist sem fatahönnuður árið 2012 og líkar borgin vel. Hún útilokar þó ekki frekari landvinninga. „Ég er alltaf með augun opin fyrir nýjum löndum og tækifærum svo það er aldrei að vita hvert stefnan verður tekin í framtíðinni,“ segir hún brosandi. Varðandi framtíðina er nóg í pípunum hjá fagurkeranum. „Ég er að vinna með öðrum listamönnum og það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því. Svo er ég að fara að selja í nokkrum pop-up-búðum hér í London en hugurinn er auðvitað kominn af stað í að undirbúa næstu línu sem verður spennandi vinna.“Kjóll úr línunni.Skemmtilegur fílíngur. Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að sjá hvaða karaktera fólk sér úr printinu sem vekja barnið innra með þeim og auðvitað brosið sem fylgir,“ segir fatahönnuðurinn Rakel Blom. Hún sendi nýverið frá sér nýja línu, I Don't Want to Grow Up, sem er innblásin af gömlum leikföngum. „Innblásturinn að mynstrinu kemur upphaflega frá gömlum leikföngum sem ég fékk æði fyrir og fór á flest öll dótasöfn í London og fékk að gramsa í kössum hjá alls konar söfnurum og á mörkuðum. Ég notaði svo gamalt, franskt veggfóður sem ég fann í einum af þessum leiðöngrum sem grunn til að byggja upp printið svo það flæðir í samhverfu yfir flíkina og til að búa til heildarmynd. Þegar rýnt er í mynstrið má finna alls konar skemmtilega karaktera, hluti og munstur,“ segir Rakel. „Karakterarnir í mynstrinu koma alls staðar að úr minni æsku, æsku vina minna og kunningja og barna þeirra. Frá fólki á öllum aldri. Karakterarnir eiga það allir sameiginlegt að kalla fram nostalgíu, gleði og bros,“ bætir Rakel við og segist hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur við línunni.Í línunni eru kjólar, toppar, leggings og buxur.Rakel hefur verið búsett í London síðan hún útskrifaðist sem fatahönnuður árið 2012 og líkar borgin vel. Hún útilokar þó ekki frekari landvinninga. „Ég er alltaf með augun opin fyrir nýjum löndum og tækifærum svo það er aldrei að vita hvert stefnan verður tekin í framtíðinni,“ segir hún brosandi. Varðandi framtíðina er nóg í pípunum hjá fagurkeranum. „Ég er að vinna með öðrum listamönnum og það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því. Svo er ég að fara að selja í nokkrum pop-up-búðum hér í London en hugurinn er auðvitað kominn af stað í að undirbúa næstu línu sem verður spennandi vinna.“Kjóll úr línunni.Skemmtilegur fílíngur.
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira