Vonast til þess að hann fái að keppa Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. júlí 2014 09:00 Þjóðverjinn Marcus Rehm er magnaður íþróttamaður sem verðskuldar keppnisrétt á Evrópumótinu í Zürich að mati Helga. Fréttablaðið/Getty „Ég er ekki sammála því að það eigi að banna honum þátttöku. Gervifótur kemur aldrei í stað venjulegs fótar,“ sagði Helgi Sveinsson spjótkastari, sem er einn af nokkrum íþróttamönnum sem nota gervifót frá Össuri, um málefni Marcus Rehm. Langstökkvarinn Marcus Rehm frá Þýskalandi sigraði á þýska meistaramótinu í frjálsum íþróttum þegar hann stökk 8,24 metra um helgina. Með því náði Rehm lágmarki fyrir EM ófatlaðra sem fer fram í Zürich síðar í sumar en hann keppir með gervifót frá Össuri og hefur umræða myndast um hvort hann eigi að fá keppnisrétt á EM. „Ég skil alveg að fólk gæti trúað að hann hefði eitthvert forskot. Ég held að fólk hræðist það sem það þekkir ekki, hlaupafjöður kemur aldrei í stað venjulegs fótar. Hann er framúrskarandi íþróttamaður, þessi strákur. Hann er að ná öllu út úr því sem hægt er með þennan fót,“ sagði Helgi. Helgi sá líkindi með málinu og máli Oscars Pistorius sem vann fyrstur til verðlauna á HM ófatlaðra með gervifót árið 2011. Oscar fékk síðan þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London ári síðar. „Til að byrja með var Oscar rannsakaður í bak og fyrir en á endanum fékk hann að keppa. Ég vonast til þess að fyrst Oscar fékk að keppa fái Marcus að keppa líka. Það er búið að ryðja veginn og það er ekkert því til fyrirstöðu að hann keppi,“ sagði Helgi. „Þó að þú missir fót geturðu alveg komist í fremstu röð. Hann er ungu keppnisfólki góð fyrirmynd,“ sagði Helgi. Íþróttir Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Sjá meira
„Ég er ekki sammála því að það eigi að banna honum þátttöku. Gervifótur kemur aldrei í stað venjulegs fótar,“ sagði Helgi Sveinsson spjótkastari, sem er einn af nokkrum íþróttamönnum sem nota gervifót frá Össuri, um málefni Marcus Rehm. Langstökkvarinn Marcus Rehm frá Þýskalandi sigraði á þýska meistaramótinu í frjálsum íþróttum þegar hann stökk 8,24 metra um helgina. Með því náði Rehm lágmarki fyrir EM ófatlaðra sem fer fram í Zürich síðar í sumar en hann keppir með gervifót frá Össuri og hefur umræða myndast um hvort hann eigi að fá keppnisrétt á EM. „Ég skil alveg að fólk gæti trúað að hann hefði eitthvert forskot. Ég held að fólk hræðist það sem það þekkir ekki, hlaupafjöður kemur aldrei í stað venjulegs fótar. Hann er framúrskarandi íþróttamaður, þessi strákur. Hann er að ná öllu út úr því sem hægt er með þennan fót,“ sagði Helgi. Helgi sá líkindi með málinu og máli Oscars Pistorius sem vann fyrstur til verðlauna á HM ófatlaðra með gervifót árið 2011. Oscar fékk síðan þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London ári síðar. „Til að byrja með var Oscar rannsakaður í bak og fyrir en á endanum fékk hann að keppa. Ég vonast til þess að fyrst Oscar fékk að keppa fái Marcus að keppa líka. Það er búið að ryðja veginn og það er ekkert því til fyrirstöðu að hann keppi,“ sagði Helgi. „Þó að þú missir fót geturðu alveg komist í fremstu röð. Hann er ungu keppnisfólki góð fyrirmynd,“ sagði Helgi.
Íþróttir Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Sjá meira