Gefa út plötu ókeypis á netinu Baldvin Þormóðsson skrifar 26. júlí 2014 13:30 Hugar „Við erum búnir að vera saman í alls konar hljómsveitum í mörg ár,“ segir tónlistarmaðurinn Bergur Þórisson en hann gaf nýverið út plötuna Hugar ásamt vini sínum Pétri Jónssyni. „Við komum úr mjög mismunandi áttum,“ segir hann. „Ég er mjög mikill djassari á meðan Pétur er meira í rokkinu þannig að þetta er smá „fusion“ tónlist.“ Þeir félagar eru ekki óvanir tónlistarstarfi en þeir hafa spilað saman með allt frá fönkhljómsveitum og upp í rokkaðar ballhljómsveitir auk þess sem Bergur hefur verið að vinna með Ólafi Arnalds undanfarin tvö ár. „Síðan langaði okkur að fara að taka eitthvað upp og gera eitthvað af viti,“ segir Bergur.Félagarnir voru smá tíma að finna sinn hljóm saman.„Við fórum eitthvað að fikta með það og vorum smá tíma að finna okkar leið í þessu,“ segir tónlistarmaðurinn en þegar allt fór að smella saman hjá þeim ákváðu þeir í byrjun árs að klára verkefnið og gefa út plötu. „Við erum mjög sáttir við lokaútkomuna,“ segir Bergur. „Það er alltaf flókið að vita hvenær eitthvað er tilbúið að gefa út, manni finnst það aldrei vera nógu fullkomið en ef maður gerir það endalaust þá gefur maður aldrei neitt út.“ Plötuna er hægt að nálgast á hugar.is en þar er hægt að hala hana niður ókeypis. Tónlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við erum búnir að vera saman í alls konar hljómsveitum í mörg ár,“ segir tónlistarmaðurinn Bergur Þórisson en hann gaf nýverið út plötuna Hugar ásamt vini sínum Pétri Jónssyni. „Við komum úr mjög mismunandi áttum,“ segir hann. „Ég er mjög mikill djassari á meðan Pétur er meira í rokkinu þannig að þetta er smá „fusion“ tónlist.“ Þeir félagar eru ekki óvanir tónlistarstarfi en þeir hafa spilað saman með allt frá fönkhljómsveitum og upp í rokkaðar ballhljómsveitir auk þess sem Bergur hefur verið að vinna með Ólafi Arnalds undanfarin tvö ár. „Síðan langaði okkur að fara að taka eitthvað upp og gera eitthvað af viti,“ segir Bergur.Félagarnir voru smá tíma að finna sinn hljóm saman.„Við fórum eitthvað að fikta með það og vorum smá tíma að finna okkar leið í þessu,“ segir tónlistarmaðurinn en þegar allt fór að smella saman hjá þeim ákváðu þeir í byrjun árs að klára verkefnið og gefa út plötu. „Við erum mjög sáttir við lokaútkomuna,“ segir Bergur. „Það er alltaf flókið að vita hvenær eitthvað er tilbúið að gefa út, manni finnst það aldrei vera nógu fullkomið en ef maður gerir það endalaust þá gefur maður aldrei neitt út.“ Plötuna er hægt að nálgast á hugar.is en þar er hægt að hala hana niður ókeypis.
Tónlist Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“