Innlent

Fagna 800 ára afmæli Sturlu

Bjarki Ármannsson skrifar
Einar Kárason rithöfundur hefur oft fjallað um Sturlu í skrifum sínum.
Einar Kárason rithöfundur hefur oft fjallað um Sturlu í skrifum sínum. Vísir/Vilhelm
Sturluhátíð í Dölum verður haldin um næstu helgi í tilefni þess að átta hundruð ár eru liðin frá fæðingu sagnaritarans Sturlu Þórðarsonar.

Heiðursgestur hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti. Einnig munu Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, og Olemic Tomessen, forseti norska stórþingsins, flytja ávörp sem og Einar Kárason rithöfundur og Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar.

Hátíðin verður haldin á sunnudaginn kemur að Tjarnarlundi í Saurbæ í Dalasýslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×