Vonandi mætir sólin líka Friðrika Benónýsdóttir skrifar 19. júlí 2014 10:00 Rósa leggur mikið upp úr flippuðum og skemmtilegum búningum á tónleikum og er alltaf að þróa stíl sinn. Vísir/Anton Mér finnst það mjög skemmtilegur máti til að tjá sig að klæða sig í eitthvað flippað eða skemmtilegt,“ segir Rósa Birgitta Ísfeld, söngkona Sometime sem er ein þeirra hljómsveita sem koma fram á tónleikunum Kexport Block Party í dag. „Það verður líka að vera skemmtilegt fyrir augað að vera á tónleikum. Ég er einmitt á fullu núna að púsla saman átfitti fyrir Kexport-tónleikana.“ Rósa segir þó tímann sem fari í að velja klæðnað á tónleika hafa minnkað með árunum. „Þegar ég var að byrja þá var ég oft í brjáluðu stressi vikuna fyrir tónleika að reyna að redda einhverju til að vera í, fá vini til að hjálpa mér að sauma og svona. Núna er ég komin með góðan grunn af skemmtilegum hlutum og búningum sem ég hef sankað að mér í gegnum árin svo þetta er orðið minna stress. Það má þó alls ekki nota sama búninginn of oft, þá hættir þetta að vera spennandi.“ Rósa er í sumarfríi eins og er en í haust taka við spennandi hlutir sem hana hefur lengi dreymt um að koma í framkvæmd. „Ég ætla að skella mér í flugnám,“ segir hún skælbrosandi. „Ég byrja á að læra einkaflugmanninn og svo tek ég vonandi atvinnuflugmanninn í kjölfarið. Það er gamall draumur sem ég er að láta rætast núna. Kannski verð ég í framtíðinni eins og Bruce Dickinson í Iron Maiden og flýg túrvélinni sjálf þegar ég fer á langa túra.“ Spurð hvað hafi valdið því að hana langaði að fljúga segir Rósa: „Ég er dálítill adrenalínfíkill og ég held að það sé mikið kikk að stjórna flugvél. Ég hlakka æðislega til.“ Sometime vinnur nú að sinni þriðju plötu og á tónleikunum í dag fá áheyrendur að heyra lög af henni. „Við erum nýbúin að gefa út „single“ og erum á fullu í stúdíói að vinna plötuna,“ útskýrir Rósa. Hún segist ekki vita nákvæmlega hvenær Sometime stígur á svið í dag en tónleikarnir standa frá klukkan tólf á hádegi til miðnættis og hljómsveitirnar tólf koma fram með klukkutíma millibili. „Ég held samt að við séum frekar snemma svo ég hvet áhorfendur til að vera ekkert að hangsa við að drífa sig niður í Kexport. Vonandi mætir sólin líka.“ Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Mér finnst það mjög skemmtilegur máti til að tjá sig að klæða sig í eitthvað flippað eða skemmtilegt,“ segir Rósa Birgitta Ísfeld, söngkona Sometime sem er ein þeirra hljómsveita sem koma fram á tónleikunum Kexport Block Party í dag. „Það verður líka að vera skemmtilegt fyrir augað að vera á tónleikum. Ég er einmitt á fullu núna að púsla saman átfitti fyrir Kexport-tónleikana.“ Rósa segir þó tímann sem fari í að velja klæðnað á tónleika hafa minnkað með árunum. „Þegar ég var að byrja þá var ég oft í brjáluðu stressi vikuna fyrir tónleika að reyna að redda einhverju til að vera í, fá vini til að hjálpa mér að sauma og svona. Núna er ég komin með góðan grunn af skemmtilegum hlutum og búningum sem ég hef sankað að mér í gegnum árin svo þetta er orðið minna stress. Það má þó alls ekki nota sama búninginn of oft, þá hættir þetta að vera spennandi.“ Rósa er í sumarfríi eins og er en í haust taka við spennandi hlutir sem hana hefur lengi dreymt um að koma í framkvæmd. „Ég ætla að skella mér í flugnám,“ segir hún skælbrosandi. „Ég byrja á að læra einkaflugmanninn og svo tek ég vonandi atvinnuflugmanninn í kjölfarið. Það er gamall draumur sem ég er að láta rætast núna. Kannski verð ég í framtíðinni eins og Bruce Dickinson í Iron Maiden og flýg túrvélinni sjálf þegar ég fer á langa túra.“ Spurð hvað hafi valdið því að hana langaði að fljúga segir Rósa: „Ég er dálítill adrenalínfíkill og ég held að það sé mikið kikk að stjórna flugvél. Ég hlakka æðislega til.“ Sometime vinnur nú að sinni þriðju plötu og á tónleikunum í dag fá áheyrendur að heyra lög af henni. „Við erum nýbúin að gefa út „single“ og erum á fullu í stúdíói að vinna plötuna,“ útskýrir Rósa. Hún segist ekki vita nákvæmlega hvenær Sometime stígur á svið í dag en tónleikarnir standa frá klukkan tólf á hádegi til miðnættis og hljómsveitirnar tólf koma fram með klukkutíma millibili. „Ég held samt að við séum frekar snemma svo ég hvet áhorfendur til að vera ekkert að hangsa við að drífa sig niður í Kexport. Vonandi mætir sólin líka.“
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira