Þetta er uppreisn neytandans Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. júlí 2014 12:00 Guðrún Arndís Tryggvadóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson. Við erum að verja okkur með þessu,“ segir Guðrún Arndís Tryggvadóttir, stofnandi, framkvæmdastjóri, hönnuður og ritstjóri natturan.is, en hún ásamt eiginmanni sínum, Einari Bergmundi Arnbjörnssyni, gáfu á dögunum út snjallsímaforritið Húsið, gagnvirkan upplýsingabanka um allt á heimilinu.Sífellt verið að plata okkur „Aðeins með því að skilja þýðingu þeirra erum við fær um að velja jákvæðari kosti,“ segir Guðrún. „Við látum bara ekki bjóða okkur þetta bull lengur – það er sífellt verið að plata okkur. Það er hvergi verið að reyna að gera neytendum auðveldara fyrir að fá fræðslu um það sem við erum að láta ofan í okkur,“ heldur hún áfram og segir meira að segja letur utan á matarumbúðum hafa minnkað. „Þess vegna fórum við í þessa framleiðslu. Við vildum búa til íslenskan grunn svo að fólk gæti auðveldlega nálgast þessar upplýsingar og þannig tekið meðvitaðar ákvarðanir um það sem við látum ofan í okkur. Við bjuggum líka til E-aukaefna app (e.natturan.is) sem gott er að hafa við hendina við innkaupin. Þá slærðu inn E-efna númerið og sérð á skala hvort það er grænt, gult eða rautt. Grænt stendur fyrir ekkert neikvætt – á þá við hættulaus náttúruleg efni – gult er varasamt í einhverjum tilvikum, til dæmis í of miklu magni eða fyrir börn og óléttar konur. Síðan er rautt, þar eru til vísindalegar sannanir fyrir því að innihaldið geti reynst hættulegt. Svona efni eru til dæmis í litarefni í nammi fyrir börnin okkar. Þetta er eitthvað sem er búið að læða inn í neyslumynstrið. Það er mikilvægt að fólk viti þetta en þar sem yfirvöldum virðist standa alveg á sama um hvort við höfum aðgengi að upplýsingum um áhrif innihaldsefna á heilsuna eða ekki þá tókum við málin í okkar hendur og bjuggum til íslenskan heildstæðan grunn um aukefnin. Bæði Húsið og e.natturan.is eru ókeypis fyrir alla. Það er samfélagslegt réttlætismál í okkar huga að fólk geti sótt sér þessar upplýsingar á einfaldan hátt.Enginn hafði áhuga Vefurinn var opnaður þann 25. apríl árið 2007, á degi umhverfisins, en hefur verið í stöðugri þróun síðan, til að mynda með tilkomu Hússins, snjallsímaforritsins. „Ég skrifaði viðskiptaáætlun fyrir tíu árum. Enginn hafði áhuga á umhverfismálum þá og margir héldu að engin framtíð væri í að stússast í þeim. Það tók mig síðan um tvö ár að fjármagna þetta og geta ráðið fólk með mér. Svo er ég svo heppin að maðurinn minn er vefþróunarmeistari – við hentum á milli okkar hugmyndum og keyrðum þetta í gang. Þetta er búið að vera rosalega gaman og krefjandi. Við erum bara tvö í þessu núna, svo höfum við sjálfboðaliða sem hjálpa öðru hvoru. Við ráðum umhverfisfræðinga og fagfólk þegar á þarf að halda, en allt sem við gerum er ókeypis svo að við treystum á stuðning, og höfum oft fengið ágætis stuðning. Við erum náttúrulega að sinna hlutum sem stjórnvöld ættu að vera sinna. Við erum samt bara eins og hver og einn neytandi út í bæ sem vill breyta hlutunum til betri vegar,“ segir Guðrún að lokum. Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira
Við erum að verja okkur með þessu,“ segir Guðrún Arndís Tryggvadóttir, stofnandi, framkvæmdastjóri, hönnuður og ritstjóri natturan.is, en hún ásamt eiginmanni sínum, Einari Bergmundi Arnbjörnssyni, gáfu á dögunum út snjallsímaforritið Húsið, gagnvirkan upplýsingabanka um allt á heimilinu.Sífellt verið að plata okkur „Aðeins með því að skilja þýðingu þeirra erum við fær um að velja jákvæðari kosti,“ segir Guðrún. „Við látum bara ekki bjóða okkur þetta bull lengur – það er sífellt verið að plata okkur. Það er hvergi verið að reyna að gera neytendum auðveldara fyrir að fá fræðslu um það sem við erum að láta ofan í okkur,“ heldur hún áfram og segir meira að segja letur utan á matarumbúðum hafa minnkað. „Þess vegna fórum við í þessa framleiðslu. Við vildum búa til íslenskan grunn svo að fólk gæti auðveldlega nálgast þessar upplýsingar og þannig tekið meðvitaðar ákvarðanir um það sem við látum ofan í okkur. Við bjuggum líka til E-aukaefna app (e.natturan.is) sem gott er að hafa við hendina við innkaupin. Þá slærðu inn E-efna númerið og sérð á skala hvort það er grænt, gult eða rautt. Grænt stendur fyrir ekkert neikvætt – á þá við hættulaus náttúruleg efni – gult er varasamt í einhverjum tilvikum, til dæmis í of miklu magni eða fyrir börn og óléttar konur. Síðan er rautt, þar eru til vísindalegar sannanir fyrir því að innihaldið geti reynst hættulegt. Svona efni eru til dæmis í litarefni í nammi fyrir börnin okkar. Þetta er eitthvað sem er búið að læða inn í neyslumynstrið. Það er mikilvægt að fólk viti þetta en þar sem yfirvöldum virðist standa alveg á sama um hvort við höfum aðgengi að upplýsingum um áhrif innihaldsefna á heilsuna eða ekki þá tókum við málin í okkar hendur og bjuggum til íslenskan heildstæðan grunn um aukefnin. Bæði Húsið og e.natturan.is eru ókeypis fyrir alla. Það er samfélagslegt réttlætismál í okkar huga að fólk geti sótt sér þessar upplýsingar á einfaldan hátt.Enginn hafði áhuga Vefurinn var opnaður þann 25. apríl árið 2007, á degi umhverfisins, en hefur verið í stöðugri þróun síðan, til að mynda með tilkomu Hússins, snjallsímaforritsins. „Ég skrifaði viðskiptaáætlun fyrir tíu árum. Enginn hafði áhuga á umhverfismálum þá og margir héldu að engin framtíð væri í að stússast í þeim. Það tók mig síðan um tvö ár að fjármagna þetta og geta ráðið fólk með mér. Svo er ég svo heppin að maðurinn minn er vefþróunarmeistari – við hentum á milli okkar hugmyndum og keyrðum þetta í gang. Þetta er búið að vera rosalega gaman og krefjandi. Við erum bara tvö í þessu núna, svo höfum við sjálfboðaliða sem hjálpa öðru hvoru. Við ráðum umhverfisfræðinga og fagfólk þegar á þarf að halda, en allt sem við gerum er ókeypis svo að við treystum á stuðning, og höfum oft fengið ágætis stuðning. Við erum náttúrulega að sinna hlutum sem stjórnvöld ættu að vera sinna. Við erum samt bara eins og hver og einn neytandi út í bæ sem vill breyta hlutunum til betri vegar,“ segir Guðrún að lokum.
Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Sjá meira