Lífið

Finnst stökkið langskemmtilegast

Á landsmóti Selma María keppti á landsmóti hestamanna á merinni Indíu frá Álfhólum og varð í 6. sæti.
Á landsmóti Selma María keppti á landsmóti hestamanna á merinni Indíu frá Álfhólum og varð í 6. sæti. Mynd/Úr einkasafni
Hvenær byrjaðir þú að stunda hestamennsku? „Þegar ég var fjögurra ára byrjaði ég af alvöru í hestamennskunni. Fjölskyldan mín er í hestunum og ég byrjaði að ríða út alveg ein sex ára þegar ég fékk fyrsta hestinn minn, hann Síríus.“



Hvað heitir hesturinn þinn? „Hann heitir Sproti og er tólf vetra. Hann er algjört æði.“



Hvernig gekk á landsmótinu? „Mér gekk mjög vel á landsmótinu – ég var í 3. sæti eftir milliriðla og fór þá beint í A-úrslit, en svo endaði ég í 6. sæti í úrslitum.“



Hvaða grein ætlar þú að keppa í á Íslandsmótinu? „Ég mun keppa á tveimur hestum í fjórgangi og svo í töltinu líka.“



Hvað er erfiðast og skemmtilegast við hestamennskuna? „Það er eiginlega erfiðast að vera í burtu frá hestunum. Það skemmtilegasta við hestamennskuna er að vera innan um hestana, ríða út, kemba og hugsa um þá.“



Hver er skemmtilegasta gangtegundin? „Mér finnst stökkið langskemmtilegast.“



Ferðu í hestaferðalög og hvernig er það? „Já, við ríðum mikið út í sveitinni á sumrin og förum í hestaferðir, en svo er ég núna í sveit á Álfhólum hjá frænkum mínum og þá erum við stundum í hestaferðum og rekum hestana. Mér finnst það mjög skemmtilegt.“



Hversu mikið æfir þú þig fyrir keppni? „Ég æfi allan veturinn fyrir ýmis mót en sérstaklega æfi ég fyrir hvert og eitt mót, í svona sirka tvær vikur fyrir hvert.“



Hefurðu einhvern tíma lent í slysi á hestinum? „Já, ég var átta ára þegar ég datt af Síríusi, hestinum sem ég átti áður. Þá lenti ég beint á andlitinu og var í sex klukkutíma á slysó eftir það. Það þurfti að sauma og hreinsa skurð sem ég fékk á andlitið og þurfti að kalla út lýtalækni svo þetta væri nógu vel gert, þetta var svo stórt sár. En það gekk allt vel og sést ekkert í dag.“



Ætlarðu að halda áfram að stunda hestamennskuna þegar þú eldist? „Já, að sjálfsögðu, þetta er svo skemmtilegt sport.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.