Sannkallaður sirkusstrákur Elín Albertsdóttir skrifar 19. júlí 2014 12:00 Daníel Birgir Hauksson sirkusstrákur í blöðrujakkafötum myndir/sirkus Íslands Það var löng biðröð fyrir framan Jöklu, sirkustjaldið á Ísafirði, þegar við náðum sambandi við Daníel Birgir, enda aðeins hálftími í fyrstu sýningu. Daníel hefur starfað með sirkusnum frá upphafi. „Ég rakst á einhjól í búð árið 2007 og varð að eignast það. Fjölleikhús hefur alltaf heillað mig,“ segir Daníel þegar hann er spurður um upphafið að því að hann gerðist sirkusstrákur. „Ég hitti sirkuskennara á kaffihúsi sem er meistari í því að kasta hlutum upp í loft og grípa þá. Ég hafði þá lært að kasta þremur boltum en hann kenndi mér tæknina við að fara í fjóra bolta. Í framhaldinu frétti ég að Lee Nelson væri með námskeið í sirkuslistum og ég og félagi minn skelltum okkur á það,“ segir Daníel. „Þá var ég sautján ára og ekki aftur snúið,“ útskýrir Daníel.Trúður sem barn „Ég veit ekki hvenær áhuginn byrjaði en systir mín lét mig hafa gamlar barnamyndir um daginn þar sem ég var klæddur eins og trúður. Ég býst því við að þetta hafi blundað í mér alla tíð,“ segir hann. „Sirkuslistin lærist best með þrotlausum æfingum.“ Hópurinn sem leikur listir sínar í Sirkus Ísland hefur starfað frá árinu 2007. „Þetta byrjaði eiginlega allt í gegnum námskeiðið. Núna er þetta orðið alvöruvinna og rosalega margt að gerast. Þegar við erum ekki að sýna þá erum við að æfa,“ segir hann.Góð viðbrögð Þegar Daníel er spurður hvort þetta sé skemmtileg vinna, svarar hann, „já“, með ánægjuröddu. „Við náum mjög vel saman. Margir sem koma til að sjá okkur eru hissa á að Íslendingar séu orðnir svona vel æft fjöllistafólk. Við fáum einstaklega góð viðbrögð frá áhorfendum. Við erum í nánu sambandi við áhorfendur á sýningum þar sem við sjáum um alla hluti á staðnum, meðal annars að afgreiða sælgæti fyrir sýningu og í hléi. Svo eru alltaf einhverjir áhorfendur þátttakendur í sýningum. Okkur finnst mjög skemmtilegt að heyra hvað fólk er ánægt með sýninguna og tekur virkan þátt í henni. Það er svo ánægjulegt fyrir okkur að fá klapp og hróp.“ Sirkus Ísland eignaðist tjaldið Jöklu í sumar sem var sérhannað fyrir hópinn. „Við vildum hafa það svolítið íslenskt, eins og jökul í laginu. Fullt af fólki aðstoðaði okkur og styrkti við að gera þetta að veruleika,“ segir Daníel. Hann segir að það hafi verið nokkuð mikið mál að setja tjaldið upp í fyrsta sinn. „Við vorum í þrjá daga að reisa tjaldið fyrst á Klambratúni en þegar við settum það upp á Ísafirði tók það bara einn dag. Ekkert er flókið ef maður kann það.“Sirkuslest á þjóðvegi 1 Sirkushópurinn vakti mikla athygli á leið vestur þótt Daníel segi að sirkuslestin hafi nú ekki verið eins og í bíómyndum. „Við vorum með vörubíl og tvo röndótta, flotta gáma. Það voru samt allnokkur bros sem mættu okkur á leiðinni frá vegfarendum.“ Daníel er í nokkrum hlutverkum á sviðinu, hann kastar meðal annars bæði fólki og hlutum í loftið og grípur. „Þetta er svona fimleikar með fólk,“ segir hann. Í barnasýningum er hann kynnir en hópurinn býður þrenns konar sýningar. Í allt er um 20 manna hópur sem kemur að sýningunum auk aðstoðarmanna. Eftir helgina leggur sirkushópurinn af stað til Akureyrar á leið sinni um landið.Það þarf mikla hæfileika til að kasta þessum hringjum á milli sín án þess að þeir fari í gólfið.Blöðrumaður Fyrir utan að vera fjöllistamaður rekur Daníel fyrirtækið Bladrarinn.is sem sérhæfir sig í að gera alls kyns furðuverur úr blöðrum. „Ég byrjaði samfara sirkusstarfinu að skemmta börnum með blöðrum. Þar sem ég hef haft mikinn áhuga á fyrirtækjarekstri ákvað ég að útvíkka þessa starfsemi og býð nú upp á blöðruskreytingar fyrir afmælisveislur og alls kyns tækifæri og það hefur gengið mjög vel. Við erum með eitt skemmtilegt atriði í barnasýningu sirkussins þar sem maður fer inn í blöðru. Það hefur verið vinsælt hjá krökkunum.“ Þegar hann er spurður hvort hann ætli að gera sirkusstarfið að ævistarfi svarar hann því játandi. „Vonandi verður það hægt. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni og ég er í sífelldri þjálfun. Ég held að Sirkus Ísland sé kominn til að vera,“ segir hann. Sem betur fer er ekki mikið um óhöpp í sýningunum, eftir því sem Daníel segir en þó hafa listamennirnir fengið skrámur. „Ég var svo óheppinn að tjaldpinni stakkst í hendina á mér þegar við vorum að setja tjaldið upp en ég var með hanska svo betur fór en á horfðist. Við gerum auðvitað líka mistök í sýningunum en þá er galdurinn að láta þau líta út fyrir að vera viljandi.Hugfanginn af sirkusum Daníel fór tvisvar í sirkus þegar hann var barn. Fyrst í Svíþjóð og síðar á Spáni. Hann segist hafa verið hugfanginn af þeim sýningum. „Ég fór líka í sirkus sem kom hingað til lands fyrir nokkrum árum. Síðan sá ég alla sirkusa á Volcano-hátíðinni í Vatnsmýrinni.“ En kom foreldrum Daníels á óvart að hann hafi valið þessa leið í lífinu? „Nei, ég get ekki sagt það. Ætli þeim finnist ég ekki á réttri hillu í þessu,“ segir Daníel sirkusstrákur sem nú þurfti að stökkva af stað til að sinna áhorfendum sínum á Ísafirði. Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Sjá meira
Það var löng biðröð fyrir framan Jöklu, sirkustjaldið á Ísafirði, þegar við náðum sambandi við Daníel Birgir, enda aðeins hálftími í fyrstu sýningu. Daníel hefur starfað með sirkusnum frá upphafi. „Ég rakst á einhjól í búð árið 2007 og varð að eignast það. Fjölleikhús hefur alltaf heillað mig,“ segir Daníel þegar hann er spurður um upphafið að því að hann gerðist sirkusstrákur. „Ég hitti sirkuskennara á kaffihúsi sem er meistari í því að kasta hlutum upp í loft og grípa þá. Ég hafði þá lært að kasta þremur boltum en hann kenndi mér tæknina við að fara í fjóra bolta. Í framhaldinu frétti ég að Lee Nelson væri með námskeið í sirkuslistum og ég og félagi minn skelltum okkur á það,“ segir Daníel. „Þá var ég sautján ára og ekki aftur snúið,“ útskýrir Daníel.Trúður sem barn „Ég veit ekki hvenær áhuginn byrjaði en systir mín lét mig hafa gamlar barnamyndir um daginn þar sem ég var klæddur eins og trúður. Ég býst því við að þetta hafi blundað í mér alla tíð,“ segir hann. „Sirkuslistin lærist best með þrotlausum æfingum.“ Hópurinn sem leikur listir sínar í Sirkus Ísland hefur starfað frá árinu 2007. „Þetta byrjaði eiginlega allt í gegnum námskeiðið. Núna er þetta orðið alvöruvinna og rosalega margt að gerast. Þegar við erum ekki að sýna þá erum við að æfa,“ segir hann.Góð viðbrögð Þegar Daníel er spurður hvort þetta sé skemmtileg vinna, svarar hann, „já“, með ánægjuröddu. „Við náum mjög vel saman. Margir sem koma til að sjá okkur eru hissa á að Íslendingar séu orðnir svona vel æft fjöllistafólk. Við fáum einstaklega góð viðbrögð frá áhorfendum. Við erum í nánu sambandi við áhorfendur á sýningum þar sem við sjáum um alla hluti á staðnum, meðal annars að afgreiða sælgæti fyrir sýningu og í hléi. Svo eru alltaf einhverjir áhorfendur þátttakendur í sýningum. Okkur finnst mjög skemmtilegt að heyra hvað fólk er ánægt með sýninguna og tekur virkan þátt í henni. Það er svo ánægjulegt fyrir okkur að fá klapp og hróp.“ Sirkus Ísland eignaðist tjaldið Jöklu í sumar sem var sérhannað fyrir hópinn. „Við vildum hafa það svolítið íslenskt, eins og jökul í laginu. Fullt af fólki aðstoðaði okkur og styrkti við að gera þetta að veruleika,“ segir Daníel. Hann segir að það hafi verið nokkuð mikið mál að setja tjaldið upp í fyrsta sinn. „Við vorum í þrjá daga að reisa tjaldið fyrst á Klambratúni en þegar við settum það upp á Ísafirði tók það bara einn dag. Ekkert er flókið ef maður kann það.“Sirkuslest á þjóðvegi 1 Sirkushópurinn vakti mikla athygli á leið vestur þótt Daníel segi að sirkuslestin hafi nú ekki verið eins og í bíómyndum. „Við vorum með vörubíl og tvo röndótta, flotta gáma. Það voru samt allnokkur bros sem mættu okkur á leiðinni frá vegfarendum.“ Daníel er í nokkrum hlutverkum á sviðinu, hann kastar meðal annars bæði fólki og hlutum í loftið og grípur. „Þetta er svona fimleikar með fólk,“ segir hann. Í barnasýningum er hann kynnir en hópurinn býður þrenns konar sýningar. Í allt er um 20 manna hópur sem kemur að sýningunum auk aðstoðarmanna. Eftir helgina leggur sirkushópurinn af stað til Akureyrar á leið sinni um landið.Það þarf mikla hæfileika til að kasta þessum hringjum á milli sín án þess að þeir fari í gólfið.Blöðrumaður Fyrir utan að vera fjöllistamaður rekur Daníel fyrirtækið Bladrarinn.is sem sérhæfir sig í að gera alls kyns furðuverur úr blöðrum. „Ég byrjaði samfara sirkusstarfinu að skemmta börnum með blöðrum. Þar sem ég hef haft mikinn áhuga á fyrirtækjarekstri ákvað ég að útvíkka þessa starfsemi og býð nú upp á blöðruskreytingar fyrir afmælisveislur og alls kyns tækifæri og það hefur gengið mjög vel. Við erum með eitt skemmtilegt atriði í barnasýningu sirkussins þar sem maður fer inn í blöðru. Það hefur verið vinsælt hjá krökkunum.“ Þegar hann er spurður hvort hann ætli að gera sirkusstarfið að ævistarfi svarar hann því játandi. „Vonandi verður það hægt. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni og ég er í sífelldri þjálfun. Ég held að Sirkus Ísland sé kominn til að vera,“ segir hann. Sem betur fer er ekki mikið um óhöpp í sýningunum, eftir því sem Daníel segir en þó hafa listamennirnir fengið skrámur. „Ég var svo óheppinn að tjaldpinni stakkst í hendina á mér þegar við vorum að setja tjaldið upp en ég var með hanska svo betur fór en á horfðist. Við gerum auðvitað líka mistök í sýningunum en þá er galdurinn að láta þau líta út fyrir að vera viljandi.Hugfanginn af sirkusum Daníel fór tvisvar í sirkus þegar hann var barn. Fyrst í Svíþjóð og síðar á Spáni. Hann segist hafa verið hugfanginn af þeim sýningum. „Ég fór líka í sirkus sem kom hingað til lands fyrir nokkrum árum. Síðan sá ég alla sirkusa á Volcano-hátíðinni í Vatnsmýrinni.“ En kom foreldrum Daníels á óvart að hann hafi valið þessa leið í lífinu? „Nei, ég get ekki sagt það. Ætli þeim finnist ég ekki á réttri hillu í þessu,“ segir Daníel sirkusstrákur sem nú þurfti að stökkva af stað til að sinna áhorfendum sínum á Ísafirði.
Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein