Enski boltinn

Mourinho: Ég get ekki fengið Higuain

Higuain fagnar í leik með Real.
Higuain fagnar í leik með Real.
Það fór af stað sterkur orðrómur í dag þess efnis að Chelsea hefði boðið Napoli heilar 50 milljónir punda fyrir argentínska framherjann Gonzalo Higuain.

Framherjum Chelsea hefur gengið bölvanlega að skora í vetur og því kæmi það fáum á óvart ef Chelsea myndi bæta við sig framherja í leikmannaglugganum.

Þessar fréttir áttu þó ekki við rök að styðjast að því er Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir.

"Það er ekkert satt í þessari frétt. Ég veit að við getum ekki fengið þennan leikmann," sagði Mourinho en hann stýrði Higuain hjá Real Madrid á síðustu leiktíð.

"Hann er að standa sig vel á Ítalíu og líkar lífið vel þar. Napoli er heldur ekki félag sem er mikið fyrir að selja."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×