Elfar Freyr: Ég ætla ekki að vera í einhverju Skype-sambandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júlí 2014 07:00 Elfar Freyr Helgason í leiknum á móti Þór en Blikar unnu þar sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í sumar. Vísir/Valli „Maður þurfti að rifja upp hvernig á að fagna sigri – það var allt gleymt og grafið,“ segir Elfar Freyr Helgason, miðvörður Breiðabliks, léttur í samtali við Fréttablaðið um fyrsta sigur liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Breiðablik vann Þór, 3-1, á Kópavogsvellinum á fimmtudaginn og vann sinn fyrsta sigur þegar tíu leikir eru búnir af mótinu. Elfar Freyr átti stórleik í vörn Breiðabliks, skoraði eitt markanna og er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína. „Ef einhver hefði sagt við mig fyrir tímabilið að við myndum ekki vinna leik fyrr en í 10. umferð hefði ég bara hrist hausinn. Guð minn almáttugur hvað þetta tók langan tíma. En þetta var bara skemmtilegt eins og alltaf þegar maður vinnur,“ segir Elfar Freyr.Las blöðin á ný Það var létt yfir Elfari þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann var upptekinn við að sanda og sá í Kópavogsvöll, en hann vinnur þar á daginn og æfir þar á kvöldin. Alvöru Bliki. Hann heldur sér alveg á jörðinni þrátt fyrir þennan sigur. „Með fullri virðingu fyrir Þór þá var ekki eins og við værum að vinna FH eða KR á útivelli. Maður má ekkert missa sig yfir heimasigri á liðinu í botnsætinu sem er að spila eftir sjö tíma rútuferð,“ segir Elfar Freyr. Hvernig hefur andinn verið í liðinu á meðan hópurinn gekk í gegnum þessar erfiðu vikur? „Menn eru jákvæðir og reyna að peppa hver annan upp. Ég er ánægður með hvernig við höfum tekist á við þetta.“ Elfar leyfði sér að glugga aftur í blöðin eftir sigurinn á miðvikudaginn. „Þegar illa gengur reynir maður að kúpla sig út úr allri umfjöllun. Maður les ekki blöðin og horfir ekki á Pepsi-mörkin. En maður leyfði sér að kíkja í blöðin í dag [gær].“Vísir/ValliStutt stopp á Íslandi Elfar hélt út í atvinnumennsku á miðju tímabili 2011 þegar hann samdi við AEK í Aþenu. Þaðan fór hann til Stabæk og svo Randers í Danmörku áður en hann kom aftur heim á miðju síðasta sumri. Stefnan er tekin aftur út strax næsta haust en af öðrum ástæðum. „Kærastan mín er að fara í tveggja ára nám í Svíþjóð og ég ætla ekki að vera í einhverju Skype-sambandi. Ég ætla að athuga hvort það séu ekki einhver lið í B-deildinni sem vilja fá mig,“ segir Elfar Freyr sem er með klásúlu í samningi sínum sem segir að hann megi fara frítt frá Breiðabliki eftir tímabilið. „Það mun hjálpa mér, en það er ekkert komið í gang núna. Ég mun samt selja mig ódýrt – þetta verður ekki þessi hefðbundna atvinnumennska. Ég er bara að fara að elta ástina til Svíþjóðar,“ segir Elfar Freyr Helgason kampakátur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
„Maður þurfti að rifja upp hvernig á að fagna sigri – það var allt gleymt og grafið,“ segir Elfar Freyr Helgason, miðvörður Breiðabliks, léttur í samtali við Fréttablaðið um fyrsta sigur liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Breiðablik vann Þór, 3-1, á Kópavogsvellinum á fimmtudaginn og vann sinn fyrsta sigur þegar tíu leikir eru búnir af mótinu. Elfar Freyr átti stórleik í vörn Breiðabliks, skoraði eitt markanna og er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína. „Ef einhver hefði sagt við mig fyrir tímabilið að við myndum ekki vinna leik fyrr en í 10. umferð hefði ég bara hrist hausinn. Guð minn almáttugur hvað þetta tók langan tíma. En þetta var bara skemmtilegt eins og alltaf þegar maður vinnur,“ segir Elfar Freyr.Las blöðin á ný Það var létt yfir Elfari þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Hann var upptekinn við að sanda og sá í Kópavogsvöll, en hann vinnur þar á daginn og æfir þar á kvöldin. Alvöru Bliki. Hann heldur sér alveg á jörðinni þrátt fyrir þennan sigur. „Með fullri virðingu fyrir Þór þá var ekki eins og við værum að vinna FH eða KR á útivelli. Maður má ekkert missa sig yfir heimasigri á liðinu í botnsætinu sem er að spila eftir sjö tíma rútuferð,“ segir Elfar Freyr. Hvernig hefur andinn verið í liðinu á meðan hópurinn gekk í gegnum þessar erfiðu vikur? „Menn eru jákvæðir og reyna að peppa hver annan upp. Ég er ánægður með hvernig við höfum tekist á við þetta.“ Elfar leyfði sér að glugga aftur í blöðin eftir sigurinn á miðvikudaginn. „Þegar illa gengur reynir maður að kúpla sig út úr allri umfjöllun. Maður les ekki blöðin og horfir ekki á Pepsi-mörkin. En maður leyfði sér að kíkja í blöðin í dag [gær].“Vísir/ValliStutt stopp á Íslandi Elfar hélt út í atvinnumennsku á miðju tímabili 2011 þegar hann samdi við AEK í Aþenu. Þaðan fór hann til Stabæk og svo Randers í Danmörku áður en hann kom aftur heim á miðju síðasta sumri. Stefnan er tekin aftur út strax næsta haust en af öðrum ástæðum. „Kærastan mín er að fara í tveggja ára nám í Svíþjóð og ég ætla ekki að vera í einhverju Skype-sambandi. Ég ætla að athuga hvort það séu ekki einhver lið í B-deildinni sem vilja fá mig,“ segir Elfar Freyr sem er með klásúlu í samningi sínum sem segir að hann megi fara frítt frá Breiðabliki eftir tímabilið. „Það mun hjálpa mér, en það er ekkert komið í gang núna. Ég mun samt selja mig ódýrt – þetta verður ekki þessi hefðbundna atvinnumennska. Ég er bara að fara að elta ástina til Svíþjóðar,“ segir Elfar Freyr Helgason kampakátur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira