Óraunverulegt að sjá Aron spila Kristjana Arnarsdóttir skrifar 24. júní 2014 09:00 Móðir Arons, Helga Guðmundsdóttir, Bergþóra Tómasdóttir, móðir Bryndísar, Bryndís og faðir Bryndísar, Stefán Eyjólfsson, keyptu sér bandarískar landsliðstreyjur fyrir leikinn á móti Portúgal. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli. „Stemningin hér er svakaleg og ólík öllu því sem ég hef áður upplifað,“ segir Bryndís Stefánsdóttir, kærasta Arons Jóhannssonar, sem spilar fyrir hönd Bandaríkjanna á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu um þessar mundir. Aron valdi eins og kunnugt er að spila fyrir bandaríska landsliðið en hann er með tvöfalt ríkisfang og gat því valið á milli Íslands og Bandaríkjanna. Hann er því fyrsti Íslendingurinn sem spilað hefur á HM í knattspyrnu. Bryndís segir að þegar það lá ljóst fyrir að Aron yrði í bandaríska landliðshópnum hafi fjölskyldan ákveðið að halda til Brasilíu og styðja við bakið á honum og landsliðinu. Það var svo strax í fyrsta leik Bandaríkjanna í riðlakeppninni að Aron fékk að spreyta sig á vellinum en sóknarmaðurinn Jozy Altidore meiddist snemma í leiknum og var Aroni í kjölfarið skipt inn á. Bryndís teiknaði treyjunúmer Arons á kinnina fyrir leikinn en Aron spilar í treyju númer níu.„Tilfinningin að sjá hann koma inn á var mjög óraunveruleg en á sama tíma var ég að rifna úr stolti og var alveg virkilega ánægð fyrir hans hönd. Ég sat algjörlega stjörf og horfði á allan leikinn en það gerist alls ekki oft,“ segir Bryndís, sem sjálf hefur engan brennandi áhuga á íþróttinni og átti það meira að segja til að taka með sér bækur á völlinn „Þegar Aron spilaði með AGF í Danmörku var ég í Verzló en þurfti að nýta hvern tíma til þess að læra því ég var mikið frá skólanum. Þetta voru því mestmegnis skólabækur en það kom alveg fyrir að Arnaldur fékk að fylgja með á völlinn. Ég hef þó ekki enn þorað að mæta með bók á völlinn hjá AZ Alkmaar og bækurnar eru algjör óþarfi á HM.“ Fjölskyldan hélt út hinn 19. júní og var mætt á völlinn þegar Bandaríkin mættu Portúgal í öðrum leik riðilsins. „Það var algjörlega magnað að heyra alla bandarísku stuðningsmennina hvetja liðið, þeir eru með svakalegt stuðningslið. Við erum í Sao Paulo og hér er fólk úti um allt í landsliðstreyjum sinna liða með fána og í þvílíku stuði,“ segir Bryndís, en íslenski stuðningshópurinn verður í Brasilíu fram að mánaðamótum og ætlar svo að taka ákvörðun um framhaldið.Aron fagnar marki samherja síns í fyrsta leik riðlakeppninnar.Vísir/AP. Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
„Stemningin hér er svakaleg og ólík öllu því sem ég hef áður upplifað,“ segir Bryndís Stefánsdóttir, kærasta Arons Jóhannssonar, sem spilar fyrir hönd Bandaríkjanna á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu um þessar mundir. Aron valdi eins og kunnugt er að spila fyrir bandaríska landsliðið en hann er með tvöfalt ríkisfang og gat því valið á milli Íslands og Bandaríkjanna. Hann er því fyrsti Íslendingurinn sem spilað hefur á HM í knattspyrnu. Bryndís segir að þegar það lá ljóst fyrir að Aron yrði í bandaríska landliðshópnum hafi fjölskyldan ákveðið að halda til Brasilíu og styðja við bakið á honum og landsliðinu. Það var svo strax í fyrsta leik Bandaríkjanna í riðlakeppninni að Aron fékk að spreyta sig á vellinum en sóknarmaðurinn Jozy Altidore meiddist snemma í leiknum og var Aroni í kjölfarið skipt inn á. Bryndís teiknaði treyjunúmer Arons á kinnina fyrir leikinn en Aron spilar í treyju númer níu.„Tilfinningin að sjá hann koma inn á var mjög óraunveruleg en á sama tíma var ég að rifna úr stolti og var alveg virkilega ánægð fyrir hans hönd. Ég sat algjörlega stjörf og horfði á allan leikinn en það gerist alls ekki oft,“ segir Bryndís, sem sjálf hefur engan brennandi áhuga á íþróttinni og átti það meira að segja til að taka með sér bækur á völlinn „Þegar Aron spilaði með AGF í Danmörku var ég í Verzló en þurfti að nýta hvern tíma til þess að læra því ég var mikið frá skólanum. Þetta voru því mestmegnis skólabækur en það kom alveg fyrir að Arnaldur fékk að fylgja með á völlinn. Ég hef þó ekki enn þorað að mæta með bók á völlinn hjá AZ Alkmaar og bækurnar eru algjör óþarfi á HM.“ Fjölskyldan hélt út hinn 19. júní og var mætt á völlinn þegar Bandaríkin mættu Portúgal í öðrum leik riðilsins. „Það var algjörlega magnað að heyra alla bandarísku stuðningsmennina hvetja liðið, þeir eru með svakalegt stuðningslið. Við erum í Sao Paulo og hér er fólk úti um allt í landsliðstreyjum sinna liða með fána og í þvílíku stuði,“ segir Bryndís, en íslenski stuðningshópurinn verður í Brasilíu fram að mánaðamótum og ætlar svo að taka ákvörðun um framhaldið.Aron fagnar marki samherja síns í fyrsta leik riðlakeppninnar.Vísir/AP.
Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein