Erlent

Flestum er veitt hæli í Svíþjóð

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Tólf þúsund Sýrlendingar fengu hæli í Svíþjóð í fyrra.
Tólf þúsund Sýrlendingar fengu hæli í Svíþjóð í fyrra. Fréttablaðið/AP
Tvö af 28 ríkjum Evrópusambandsins, Svíþjóð og Þýskaland, tóku við yfir 60 prósentum þeirra 35.800 sýrlensku hælisleitenda sem komu til sambandsríkjanna í fyrra.

Í Svíþjóð fengu 12.000 Sýrlendingar hæli en 9.600 í Þýskalandi.

Straumur hælisleitenda frá Sýrlandi tvöfaldaðist næstum því milli 2012 og 2013. Um 1,8 milljónir hafa flúið frá Sýrlandi vegna borgarastyrjaldarinnar þar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×