Lífið

Úr þungarokkinu í One Direction

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Stefán og stjúpdóttir hans, Emilíana, tóku að sjálfsögðu eina góða „selfie“ fyrir tónleikana.
Stefán og stjúpdóttir hans, Emilíana, tóku að sjálfsögðu eina góða „selfie“ fyrir tónleikana.
„Það er svona þegar maður gefur þetta í jólagjöf, þá verður maður að skella sér með,“ segir Stefán Jakobsson, söngvari þungarokkssveitarinnar Dimmu, en Stefán skellti sér á tónleika með drengjasveitinni One Direction í Kaupmannahöfn á dögunum ásamt stjúpdóttur sinni og systurdóttur.

Stefán segir að stúlkurnar hafi skemmt sér konunglega en að tónlist þeirra drengja sé ekki í miklu uppáhaldi hjá sér. „Stelpunum fannst þetta algjörlega vera bestu tónleikar í heimi. Þetta er ekki beint minn tebolli, enda nákvæmlega ekki neitt líkt með Dimmu og One Direction, en „sjóið“ var samt alveg virkilega flott, þeir mega eiga það.“

Dimma gaf nýverið út plötuna Vélráð en um fjórðu hljóðversplötu sveitarinnar er að ræða. „Platan virðist vera að leggjast vel í landann, hún var sú söluhæsta í síðustu viku og ég held að hún sé að fá mjög fína dóma. Við erum allavega mjög kátir með þetta allt saman,“ segir Stefán, sem heldur heim frá Danmörku síðar í dag enda næstu tónleikar þungarokkssveitarinnar í Vestmannaeyjum í kvöld.

„Það er ljóst að það má ekkert klikka þarna á flugvellinum því ég hef bara einhverja fjóra tíma til þess að koma mér frá Keflavík til Eyja,“ segir Stefán léttur að lokum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.