Sykurlaus í 14 daga - áskorun 10. júní 2014 12:00 Júlía hefur sagt sykurpúkanum stríð á hendur og vill fá fleiri í lið með sér en hún skorar á fólk að taka hvítan sykur út úr mataræðinu. VÍSIR/GVA Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafi, skorar á Íslendinga að sleppa sykri í fjórtán daga. „Áskorunin hefst 16. júní og það er öllum frjálst að taka þátt. Það eru engar reglur, boð eða bönn. Hver og einn fer í þetta á sínum forsendum en áskorunin snýst um það að taka hvítan sykur út úr mataræðinu,“ segir Júlía.Minni sykurlöngunJúlía mun senda uppskriftir og heilsuráð til þeirra sem skrá sig í áskorunina. „Ég mun senda uppskrift fyrir hvern virkan dag í þessar tvær vikur ásamt innkaupalista. Uppskriftirnar eru samsettar úr fæðu sem dregur úr sykurlöngun þannig að eftir tvær vikur ætti sykurþörfin að vera orðin minni hjá þeim sem taka þátt. Við leggjum áherslu á að fólk taki einfaldlega áskoruninni og geri sitt besta. Það er engin krafa um að allir sleppi öllum sykri, þetta fer eftir því hvernig mataræði fólks er í dag og fer eftir einstaklingum. Þeir sem borða mikinn sykur geta valið að sleppa engu en nota uppskriftirnar og borða þessa fæðu sem minnkar sykurlöngun og sjá svo til hvað gerist. Sykurþörf þeirra gæti þá verið orðin minni og þá er kannski hægt að taka sykurinn út smátt og smátt.“ Júlía segir margt unnið með því að taka hvítan sykur úr mataræðinu. Bæði hún sjálf og konur sem hún hefur verið með í þjálfun segja að jafnvægi í líkamanum sé meira, orkan meiri og heilsan almennt betri. „Auk þess tapast oft einhver þyngd í leiðinni sem er bara plús.“Sykurlaust fæði getur verið bæði gott og girnilegt.Minni sykur, betri heilsaAðspurð segir Júlía að sykurlaust fæði sé alls ekki leiðigjarnt og að sykurlaus matur sé bæði góður og girnilegur. „Mig langar að sýna fólki með þessari áskorun að þetta er ekki eins mikið mál og margir halda. Íslendingar borða almennt alltof mikið af sykri og sykurneyslan hefur aukist undanfarin ár. Ég glímdi sjálf við sykurpúkann lengi en hef verið án hvíts sykurs í þó nokkur ár núna. Ég fann hvað sykurinn fór illa í mig, hann fór í liðina á mér, skapið varð leiðinlegt, hormónarnir fóru í eitthvað rugl og þyngdin stóð í stað þrátt fyrir að ég væri á fullu í ræktinni. Eftir að ég hætti að neyta hvíts sykurs líður mér mikið betur og er í meira jafnvægi. Sykurlaust fæði er langt frá því að vera leiðigjarnt og í raun kynntist ég nýjum heimi fæðutegunda þegar ég hætti að borða sykurinn. Við gleymum oft að nota það náttúrulega, það eru mörg sætuefni sem fást beint úr náttúrunni eins og döðlur og hunang.“ Hægt er að skrá sig í áskorunina með Júlíu á vefsíðunni lifdutilfulls.is Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafi, skorar á Íslendinga að sleppa sykri í fjórtán daga. „Áskorunin hefst 16. júní og það er öllum frjálst að taka þátt. Það eru engar reglur, boð eða bönn. Hver og einn fer í þetta á sínum forsendum en áskorunin snýst um það að taka hvítan sykur út úr mataræðinu,“ segir Júlía.Minni sykurlöngunJúlía mun senda uppskriftir og heilsuráð til þeirra sem skrá sig í áskorunina. „Ég mun senda uppskrift fyrir hvern virkan dag í þessar tvær vikur ásamt innkaupalista. Uppskriftirnar eru samsettar úr fæðu sem dregur úr sykurlöngun þannig að eftir tvær vikur ætti sykurþörfin að vera orðin minni hjá þeim sem taka þátt. Við leggjum áherslu á að fólk taki einfaldlega áskoruninni og geri sitt besta. Það er engin krafa um að allir sleppi öllum sykri, þetta fer eftir því hvernig mataræði fólks er í dag og fer eftir einstaklingum. Þeir sem borða mikinn sykur geta valið að sleppa engu en nota uppskriftirnar og borða þessa fæðu sem minnkar sykurlöngun og sjá svo til hvað gerist. Sykurþörf þeirra gæti þá verið orðin minni og þá er kannski hægt að taka sykurinn út smátt og smátt.“ Júlía segir margt unnið með því að taka hvítan sykur úr mataræðinu. Bæði hún sjálf og konur sem hún hefur verið með í þjálfun segja að jafnvægi í líkamanum sé meira, orkan meiri og heilsan almennt betri. „Auk þess tapast oft einhver þyngd í leiðinni sem er bara plús.“Sykurlaust fæði getur verið bæði gott og girnilegt.Minni sykur, betri heilsaAðspurð segir Júlía að sykurlaust fæði sé alls ekki leiðigjarnt og að sykurlaus matur sé bæði góður og girnilegur. „Mig langar að sýna fólki með þessari áskorun að þetta er ekki eins mikið mál og margir halda. Íslendingar borða almennt alltof mikið af sykri og sykurneyslan hefur aukist undanfarin ár. Ég glímdi sjálf við sykurpúkann lengi en hef verið án hvíts sykurs í þó nokkur ár núna. Ég fann hvað sykurinn fór illa í mig, hann fór í liðina á mér, skapið varð leiðinlegt, hormónarnir fóru í eitthvað rugl og þyngdin stóð í stað þrátt fyrir að ég væri á fullu í ræktinni. Eftir að ég hætti að neyta hvíts sykurs líður mér mikið betur og er í meira jafnvægi. Sykurlaust fæði er langt frá því að vera leiðigjarnt og í raun kynntist ég nýjum heimi fæðutegunda þegar ég hætti að borða sykurinn. Við gleymum oft að nota það náttúrulega, það eru mörg sætuefni sem fást beint úr náttúrunni eins og döðlur og hunang.“ Hægt er að skrá sig í áskorunina með Júlíu á vefsíðunni lifdutilfulls.is
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira