Sykurlaus í 14 daga - áskorun 10. júní 2014 12:00 Júlía hefur sagt sykurpúkanum stríð á hendur og vill fá fleiri í lið með sér en hún skorar á fólk að taka hvítan sykur út úr mataræðinu. VÍSIR/GVA Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafi, skorar á Íslendinga að sleppa sykri í fjórtán daga. „Áskorunin hefst 16. júní og það er öllum frjálst að taka þátt. Það eru engar reglur, boð eða bönn. Hver og einn fer í þetta á sínum forsendum en áskorunin snýst um það að taka hvítan sykur út úr mataræðinu,“ segir Júlía.Minni sykurlöngunJúlía mun senda uppskriftir og heilsuráð til þeirra sem skrá sig í áskorunina. „Ég mun senda uppskrift fyrir hvern virkan dag í þessar tvær vikur ásamt innkaupalista. Uppskriftirnar eru samsettar úr fæðu sem dregur úr sykurlöngun þannig að eftir tvær vikur ætti sykurþörfin að vera orðin minni hjá þeim sem taka þátt. Við leggjum áherslu á að fólk taki einfaldlega áskoruninni og geri sitt besta. Það er engin krafa um að allir sleppi öllum sykri, þetta fer eftir því hvernig mataræði fólks er í dag og fer eftir einstaklingum. Þeir sem borða mikinn sykur geta valið að sleppa engu en nota uppskriftirnar og borða þessa fæðu sem minnkar sykurlöngun og sjá svo til hvað gerist. Sykurþörf þeirra gæti þá verið orðin minni og þá er kannski hægt að taka sykurinn út smátt og smátt.“ Júlía segir margt unnið með því að taka hvítan sykur úr mataræðinu. Bæði hún sjálf og konur sem hún hefur verið með í þjálfun segja að jafnvægi í líkamanum sé meira, orkan meiri og heilsan almennt betri. „Auk þess tapast oft einhver þyngd í leiðinni sem er bara plús.“Sykurlaust fæði getur verið bæði gott og girnilegt.Minni sykur, betri heilsaAðspurð segir Júlía að sykurlaust fæði sé alls ekki leiðigjarnt og að sykurlaus matur sé bæði góður og girnilegur. „Mig langar að sýna fólki með þessari áskorun að þetta er ekki eins mikið mál og margir halda. Íslendingar borða almennt alltof mikið af sykri og sykurneyslan hefur aukist undanfarin ár. Ég glímdi sjálf við sykurpúkann lengi en hef verið án hvíts sykurs í þó nokkur ár núna. Ég fann hvað sykurinn fór illa í mig, hann fór í liðina á mér, skapið varð leiðinlegt, hormónarnir fóru í eitthvað rugl og þyngdin stóð í stað þrátt fyrir að ég væri á fullu í ræktinni. Eftir að ég hætti að neyta hvíts sykurs líður mér mikið betur og er í meira jafnvægi. Sykurlaust fæði er langt frá því að vera leiðigjarnt og í raun kynntist ég nýjum heimi fæðutegunda þegar ég hætti að borða sykurinn. Við gleymum oft að nota það náttúrulega, það eru mörg sætuefni sem fást beint úr náttúrunni eins og döðlur og hunang.“ Hægt er að skrá sig í áskorunina með Júlíu á vefsíðunni lifdutilfulls.is Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafi, skorar á Íslendinga að sleppa sykri í fjórtán daga. „Áskorunin hefst 16. júní og það er öllum frjálst að taka þátt. Það eru engar reglur, boð eða bönn. Hver og einn fer í þetta á sínum forsendum en áskorunin snýst um það að taka hvítan sykur út úr mataræðinu,“ segir Júlía.Minni sykurlöngunJúlía mun senda uppskriftir og heilsuráð til þeirra sem skrá sig í áskorunina. „Ég mun senda uppskrift fyrir hvern virkan dag í þessar tvær vikur ásamt innkaupalista. Uppskriftirnar eru samsettar úr fæðu sem dregur úr sykurlöngun þannig að eftir tvær vikur ætti sykurþörfin að vera orðin minni hjá þeim sem taka þátt. Við leggjum áherslu á að fólk taki einfaldlega áskoruninni og geri sitt besta. Það er engin krafa um að allir sleppi öllum sykri, þetta fer eftir því hvernig mataræði fólks er í dag og fer eftir einstaklingum. Þeir sem borða mikinn sykur geta valið að sleppa engu en nota uppskriftirnar og borða þessa fæðu sem minnkar sykurlöngun og sjá svo til hvað gerist. Sykurþörf þeirra gæti þá verið orðin minni og þá er kannski hægt að taka sykurinn út smátt og smátt.“ Júlía segir margt unnið með því að taka hvítan sykur úr mataræðinu. Bæði hún sjálf og konur sem hún hefur verið með í þjálfun segja að jafnvægi í líkamanum sé meira, orkan meiri og heilsan almennt betri. „Auk þess tapast oft einhver þyngd í leiðinni sem er bara plús.“Sykurlaust fæði getur verið bæði gott og girnilegt.Minni sykur, betri heilsaAðspurð segir Júlía að sykurlaust fæði sé alls ekki leiðigjarnt og að sykurlaus matur sé bæði góður og girnilegur. „Mig langar að sýna fólki með þessari áskorun að þetta er ekki eins mikið mál og margir halda. Íslendingar borða almennt alltof mikið af sykri og sykurneyslan hefur aukist undanfarin ár. Ég glímdi sjálf við sykurpúkann lengi en hef verið án hvíts sykurs í þó nokkur ár núna. Ég fann hvað sykurinn fór illa í mig, hann fór í liðina á mér, skapið varð leiðinlegt, hormónarnir fóru í eitthvað rugl og þyngdin stóð í stað þrátt fyrir að ég væri á fullu í ræktinni. Eftir að ég hætti að neyta hvíts sykurs líður mér mikið betur og er í meira jafnvægi. Sykurlaust fæði er langt frá því að vera leiðigjarnt og í raun kynntist ég nýjum heimi fæðutegunda þegar ég hætti að borða sykurinn. Við gleymum oft að nota það náttúrulega, það eru mörg sætuefni sem fást beint úr náttúrunni eins og döðlur og hunang.“ Hægt er að skrá sig í áskorunina með Júlíu á vefsíðunni lifdutilfulls.is
Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira