Sykurlaus í 14 daga - áskorun 10. júní 2014 12:00 Júlía hefur sagt sykurpúkanum stríð á hendur og vill fá fleiri í lið með sér en hún skorar á fólk að taka hvítan sykur út úr mataræðinu. VÍSIR/GVA Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafi, skorar á Íslendinga að sleppa sykri í fjórtán daga. „Áskorunin hefst 16. júní og það er öllum frjálst að taka þátt. Það eru engar reglur, boð eða bönn. Hver og einn fer í þetta á sínum forsendum en áskorunin snýst um það að taka hvítan sykur út úr mataræðinu,“ segir Júlía.Minni sykurlöngunJúlía mun senda uppskriftir og heilsuráð til þeirra sem skrá sig í áskorunina. „Ég mun senda uppskrift fyrir hvern virkan dag í þessar tvær vikur ásamt innkaupalista. Uppskriftirnar eru samsettar úr fæðu sem dregur úr sykurlöngun þannig að eftir tvær vikur ætti sykurþörfin að vera orðin minni hjá þeim sem taka þátt. Við leggjum áherslu á að fólk taki einfaldlega áskoruninni og geri sitt besta. Það er engin krafa um að allir sleppi öllum sykri, þetta fer eftir því hvernig mataræði fólks er í dag og fer eftir einstaklingum. Þeir sem borða mikinn sykur geta valið að sleppa engu en nota uppskriftirnar og borða þessa fæðu sem minnkar sykurlöngun og sjá svo til hvað gerist. Sykurþörf þeirra gæti þá verið orðin minni og þá er kannski hægt að taka sykurinn út smátt og smátt.“ Júlía segir margt unnið með því að taka hvítan sykur úr mataræðinu. Bæði hún sjálf og konur sem hún hefur verið með í þjálfun segja að jafnvægi í líkamanum sé meira, orkan meiri og heilsan almennt betri. „Auk þess tapast oft einhver þyngd í leiðinni sem er bara plús.“Sykurlaust fæði getur verið bæði gott og girnilegt.Minni sykur, betri heilsaAðspurð segir Júlía að sykurlaust fæði sé alls ekki leiðigjarnt og að sykurlaus matur sé bæði góður og girnilegur. „Mig langar að sýna fólki með þessari áskorun að þetta er ekki eins mikið mál og margir halda. Íslendingar borða almennt alltof mikið af sykri og sykurneyslan hefur aukist undanfarin ár. Ég glímdi sjálf við sykurpúkann lengi en hef verið án hvíts sykurs í þó nokkur ár núna. Ég fann hvað sykurinn fór illa í mig, hann fór í liðina á mér, skapið varð leiðinlegt, hormónarnir fóru í eitthvað rugl og þyngdin stóð í stað þrátt fyrir að ég væri á fullu í ræktinni. Eftir að ég hætti að neyta hvíts sykurs líður mér mikið betur og er í meira jafnvægi. Sykurlaust fæði er langt frá því að vera leiðigjarnt og í raun kynntist ég nýjum heimi fæðutegunda þegar ég hætti að borða sykurinn. Við gleymum oft að nota það náttúrulega, það eru mörg sætuefni sem fást beint úr náttúrunni eins og döðlur og hunang.“ Hægt er að skrá sig í áskorunina með Júlíu á vefsíðunni lifdutilfulls.is Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafi, skorar á Íslendinga að sleppa sykri í fjórtán daga. „Áskorunin hefst 16. júní og það er öllum frjálst að taka þátt. Það eru engar reglur, boð eða bönn. Hver og einn fer í þetta á sínum forsendum en áskorunin snýst um það að taka hvítan sykur út úr mataræðinu,“ segir Júlía.Minni sykurlöngunJúlía mun senda uppskriftir og heilsuráð til þeirra sem skrá sig í áskorunina. „Ég mun senda uppskrift fyrir hvern virkan dag í þessar tvær vikur ásamt innkaupalista. Uppskriftirnar eru samsettar úr fæðu sem dregur úr sykurlöngun þannig að eftir tvær vikur ætti sykurþörfin að vera orðin minni hjá þeim sem taka þátt. Við leggjum áherslu á að fólk taki einfaldlega áskoruninni og geri sitt besta. Það er engin krafa um að allir sleppi öllum sykri, þetta fer eftir því hvernig mataræði fólks er í dag og fer eftir einstaklingum. Þeir sem borða mikinn sykur geta valið að sleppa engu en nota uppskriftirnar og borða þessa fæðu sem minnkar sykurlöngun og sjá svo til hvað gerist. Sykurþörf þeirra gæti þá verið orðin minni og þá er kannski hægt að taka sykurinn út smátt og smátt.“ Júlía segir margt unnið með því að taka hvítan sykur úr mataræðinu. Bæði hún sjálf og konur sem hún hefur verið með í þjálfun segja að jafnvægi í líkamanum sé meira, orkan meiri og heilsan almennt betri. „Auk þess tapast oft einhver þyngd í leiðinni sem er bara plús.“Sykurlaust fæði getur verið bæði gott og girnilegt.Minni sykur, betri heilsaAðspurð segir Júlía að sykurlaust fæði sé alls ekki leiðigjarnt og að sykurlaus matur sé bæði góður og girnilegur. „Mig langar að sýna fólki með þessari áskorun að þetta er ekki eins mikið mál og margir halda. Íslendingar borða almennt alltof mikið af sykri og sykurneyslan hefur aukist undanfarin ár. Ég glímdi sjálf við sykurpúkann lengi en hef verið án hvíts sykurs í þó nokkur ár núna. Ég fann hvað sykurinn fór illa í mig, hann fór í liðina á mér, skapið varð leiðinlegt, hormónarnir fóru í eitthvað rugl og þyngdin stóð í stað þrátt fyrir að ég væri á fullu í ræktinni. Eftir að ég hætti að neyta hvíts sykurs líður mér mikið betur og er í meira jafnvægi. Sykurlaust fæði er langt frá því að vera leiðigjarnt og í raun kynntist ég nýjum heimi fæðutegunda þegar ég hætti að borða sykurinn. Við gleymum oft að nota það náttúrulega, það eru mörg sætuefni sem fást beint úr náttúrunni eins og döðlur og hunang.“ Hægt er að skrá sig í áskorunina með Júlíu á vefsíðunni lifdutilfulls.is
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira