Við viljum vera í toppbaráttunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2014 06:00 Ingimundur Ingimundarson í leik með ÍR. Vísir/Valgarður „Við ákváðum að snúa bökum saman og reyna að búa til flott lið fyrir fólkið hérna,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags í samtali við Fréttablaðið. Akureyringar hafa heldur betur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Þeir voru búnir að klófesta Sverre Jakobsson sem spilandi þjálfara og nú síðast í fyrradaga sömdu við liðið tveir silfurdrengir til viðbótar; Ingimundur Ingimundarson og markvörðurinn Hreiðar Levy Guðmundsson. Peking-vörnin mætt til leiks fyrir norðan. „Við vorum búnir að vinna lengi í Sverre en þetta með hina tvo er nýdottið inn á borð. Við vissum alltaf af Hreiðari en það var ekkert öruggt að hann kæmist heim. Það leystist svo fyrir örfáum dögum og Diddi dettur inn í þetta því þeir eru miklir félagar og vilja spila saman,“ segir Hlynur og fagnar því að loksins hafi hlutirnir aðeins fallið með landsbyggðarliði í leikmannamálum. „Þetta datt svolítið fyrir okkur. Það er alltaf mjög erfitt að fá menn út á land. Svo halda þeir oft að það að spila úti á landi sé ávísun á einhverja gullkistu. Menn vilja oft fá miklu meira þegar þeir fara út á land,“ segir Hlynur. Eitthvað hlýtur þetta þó að kosta. „Það er dýrt að vera með lélegt lið,“ svarar framkvæmdastjórinn um hæl. „Það er miklu dýrara en að vera með gott lið. Þú þarft alltaf að standa undir ákveðnum kostnaði sama hversu gott liðið er. Þó gott lið sé aðeins dýrara þá færðu fleiri áhorfendur og meiri tekjur ef þú kemst lengra á Íslandsmótinu og þegar vel gengur vilja áhorfendur og stuðningsaðilar taka þátt í fjörinu,“ segir Hlynur. Akureyri endaði í sjötta sæti annað tímabilið í röð eftir að hafa komist í undanúrslit árið áður og lokaúrslitin 2011. „Við viljum vera með í toppbaráttunni en ekki berjast á botninum. Vonandi bætum við bara fleiri leikmönnum við. Við erum að vinna í liðinu okkar sem stendur,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags. Olís-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lamine Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Junior Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sjá meira
„Við ákváðum að snúa bökum saman og reyna að búa til flott lið fyrir fólkið hérna,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags í samtali við Fréttablaðið. Akureyringar hafa heldur betur látið til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Þeir voru búnir að klófesta Sverre Jakobsson sem spilandi þjálfara og nú síðast í fyrradaga sömdu við liðið tveir silfurdrengir til viðbótar; Ingimundur Ingimundarson og markvörðurinn Hreiðar Levy Guðmundsson. Peking-vörnin mætt til leiks fyrir norðan. „Við vorum búnir að vinna lengi í Sverre en þetta með hina tvo er nýdottið inn á borð. Við vissum alltaf af Hreiðari en það var ekkert öruggt að hann kæmist heim. Það leystist svo fyrir örfáum dögum og Diddi dettur inn í þetta því þeir eru miklir félagar og vilja spila saman,“ segir Hlynur og fagnar því að loksins hafi hlutirnir aðeins fallið með landsbyggðarliði í leikmannamálum. „Þetta datt svolítið fyrir okkur. Það er alltaf mjög erfitt að fá menn út á land. Svo halda þeir oft að það að spila úti á landi sé ávísun á einhverja gullkistu. Menn vilja oft fá miklu meira þegar þeir fara út á land,“ segir Hlynur. Eitthvað hlýtur þetta þó að kosta. „Það er dýrt að vera með lélegt lið,“ svarar framkvæmdastjórinn um hæl. „Það er miklu dýrara en að vera með gott lið. Þú þarft alltaf að standa undir ákveðnum kostnaði sama hversu gott liðið er. Þó gott lið sé aðeins dýrara þá færðu fleiri áhorfendur og meiri tekjur ef þú kemst lengra á Íslandsmótinu og þegar vel gengur vilja áhorfendur og stuðningsaðilar taka þátt í fjörinu,“ segir Hlynur. Akureyri endaði í sjötta sæti annað tímabilið í röð eftir að hafa komist í undanúrslit árið áður og lokaúrslitin 2011. „Við viljum vera með í toppbaráttunni en ekki berjast á botninum. Vonandi bætum við bara fleiri leikmönnum við. Við erum að vinna í liðinu okkar sem stendur,“ segir Hlynur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Akureyrar handboltafélags.
Olís-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lamine Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Junior Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sjá meira