Fótbolti

Cristiano Ronaldo í hóp með forsetum og kóngafólki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Mynd/NordicPhotos/Getty
Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo mun í næstu viku vera sæmdur hæstu heiðursorðu Portúgals en forseti landsins tilkynnti í dag að Ronaldo fái "Ordem do Infante Dom Henrique" eða Heiðursorðu Henrys prins.

Aníbal Cavaco Silva, forseti Portúgals, sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann segir að Ronaldo eigi skilið að fá þessa orðu því hann haldi nafni Portúgals á lofti með frammistöðu sinni á fótboltavellinum og hjálpi til að kynna landið fyrir heiminum.

Cristiano Ronaldo er frægasti íþróttamaður Portúgals og hann átti frábært ár 2013. Hann hefur skorað 47 mörk í 109 landsleikjum auk þess að raða inn mörkum með Real Madrid. Ronaldo skoraði alls 69 mörk á árinu 2013 fyrir þessi tvö lið.

Cristiano Ronaldo fær orðuna afhenta á þriðjudaginn kemur en hann heimsækir þá forsetahöllina í Lissabon. Ronaldo kemst þá í hóp með forsetum og kóngafólki sem hafa fengið Heiðursorðu Henrys prins frá því að hún var fyrst afhent árið 1960.

Mynd/NordicPhotos/Getty
Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×