Innlent

Börn safna handa börnum

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Söfnunarféð verður notað til að ljúka byggingu fyrstu hæðar heimavistar fyrir stúlkur í Machike í Pakistan.
Söfnunarféð verður notað til að ljúka byggingu fyrstu hæðar heimavistar fyrir stúlkur í Machike í Pakistan. Mynd/abc
Hjálparstarf söfnuðu rúmlega átta milljónum krónum í árlegri söfnun ABC barnahjálpar.

Söfnunarféð verður sent til Pakistans þar sem því verður varið til að ljúka byggingu fyrstu hæðar heimavistar fyrir stúlkur í heimavistarskóla ABC.

Söfnunarféð er mótframlag við styrk utanríkisráðuneytisins sem hefur lagt 17,7 milljónir króna til byggingarinnar.

Í heimavistarskólanum stunda á sjötta hundrað fátækra barna nám í 1.-10. bekk með hjálp stuðningsforeldra á Íslandi. Fjársöfnun grunnskólabarnanna er ómetanleg fyrir starf ABC sem þakkar fyrir þátttökuna og auðsýndan stuðning. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×