Lífið

Búðin nefnd í höfuðið á eyju

Álfrún Pálsdóttir skrifar
Ingibjörg og Katla Guðrún, eigendur búðarinnar Öxneyjar sem er nýjasta viðbótin í búðaflóru miðbæjarins. Búðin skartar meðal annars 100 ára gömlu afgreiðsluborði.
Ingibjörg og Katla Guðrún, eigendur búðarinnar Öxneyjar sem er nýjasta viðbótin í búðaflóru miðbæjarins. Búðin skartar meðal annars 100 ára gömlu afgreiðsluborði. Vísir/GVA
Það er mjög gott að sjá loksins fyrir endann á þessu en þetta hefur verið mikil vinna og þá sérstaklega við að koma húsinu í stand,“ segir Ingibjörg Þorvaldsdóttir, sem opnaði búðina Öxney ásamt Kötlu Guðrúnu Jónasdóttur í gær.

Öxney er bæði búð og fatamerki sem stöllurnar hafa verið með í burðarliðnum síðan seinasta haust en hún er til húsa á Klapparstíg 40, í húsnæði sem áður hýsti verslunina Antíkmuni í mörg ár.

Ingibjörg og Katla hafa verið vinkonur lengi og kynntust er þær unnu báðar í versluninni Sautján. Búðin heitir eftir næststærstu eyju Breiðafjarðar, sem er einmitt í eigu fjölskyldu Kötlu.

Ingibjörg er ekki ókunnug verslunarrekstri hér á landi og hefur rekið búðirnar Oasis og Þrjá Smára í Kringlunni og Smáralind en í þetta sinn langaði þær báðar að komast í miðbæinn.

„Það er mikil gróska í miðbænum og var sko þrautin þyngri að finna hentugt húsnæði. Það var setið um hvert einasta pláss sem við höfðum augastað á þannig að það er greinilegt að það er mikil gróska í miðbænum. Þetta var draumahúsnæðið okkar en þegar við byrjuðum að leita var það ekki laust. Við létum samt eiganda antíkbúðarinnar fá númerin okkar ef ske kynni að hann hugsaði sér til hreyfings. Hann hringdi svo í febrúar og þá var ekkert annað í stöðunni en að kýla á þetta,“ segir Ingibjörg.

Í versluninni verður þeirra eigið merki, Öxney, í lykilhlutverki. Merkið einblínir á klassíska kjóla sem henta við öll tækifæri.

„Merkið er innlend framleiðsla og okkar hönnun. Einnig verðum við með merki eins og Ted Baker, Bolangaro Trevor, skart frá Koggu, Vera design og Skallagrim design, svo eitthvað sé nefnt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.