Búðin nefnd í höfuðið á eyju Álfrún Pálsdóttir skrifar 23. maí 2014 11:30 Ingibjörg og Katla Guðrún, eigendur búðarinnar Öxneyjar sem er nýjasta viðbótin í búðaflóru miðbæjarins. Búðin skartar meðal annars 100 ára gömlu afgreiðsluborði. Vísir/GVA Það er mjög gott að sjá loksins fyrir endann á þessu en þetta hefur verið mikil vinna og þá sérstaklega við að koma húsinu í stand,“ segir Ingibjörg Þorvaldsdóttir, sem opnaði búðina Öxney ásamt Kötlu Guðrúnu Jónasdóttur í gær. Öxney er bæði búð og fatamerki sem stöllurnar hafa verið með í burðarliðnum síðan seinasta haust en hún er til húsa á Klapparstíg 40, í húsnæði sem áður hýsti verslunina Antíkmuni í mörg ár. Ingibjörg og Katla hafa verið vinkonur lengi og kynntust er þær unnu báðar í versluninni Sautján. Búðin heitir eftir næststærstu eyju Breiðafjarðar, sem er einmitt í eigu fjölskyldu Kötlu. Ingibjörg er ekki ókunnug verslunarrekstri hér á landi og hefur rekið búðirnar Oasis og Þrjá Smára í Kringlunni og Smáralind en í þetta sinn langaði þær báðar að komast í miðbæinn. „Það er mikil gróska í miðbænum og var sko þrautin þyngri að finna hentugt húsnæði. Það var setið um hvert einasta pláss sem við höfðum augastað á þannig að það er greinilegt að það er mikil gróska í miðbænum. Þetta var draumahúsnæðið okkar en þegar við byrjuðum að leita var það ekki laust. Við létum samt eiganda antíkbúðarinnar fá númerin okkar ef ske kynni að hann hugsaði sér til hreyfings. Hann hringdi svo í febrúar og þá var ekkert annað í stöðunni en að kýla á þetta,“ segir Ingibjörg. Í versluninni verður þeirra eigið merki, Öxney, í lykilhlutverki. Merkið einblínir á klassíska kjóla sem henta við öll tækifæri. „Merkið er innlend framleiðsla og okkar hönnun. Einnig verðum við með merki eins og Ted Baker, Bolangaro Trevor, skart frá Koggu, Vera design og Skallagrim design, svo eitthvað sé nefnt.“ Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Það er mjög gott að sjá loksins fyrir endann á þessu en þetta hefur verið mikil vinna og þá sérstaklega við að koma húsinu í stand,“ segir Ingibjörg Þorvaldsdóttir, sem opnaði búðina Öxney ásamt Kötlu Guðrúnu Jónasdóttur í gær. Öxney er bæði búð og fatamerki sem stöllurnar hafa verið með í burðarliðnum síðan seinasta haust en hún er til húsa á Klapparstíg 40, í húsnæði sem áður hýsti verslunina Antíkmuni í mörg ár. Ingibjörg og Katla hafa verið vinkonur lengi og kynntust er þær unnu báðar í versluninni Sautján. Búðin heitir eftir næststærstu eyju Breiðafjarðar, sem er einmitt í eigu fjölskyldu Kötlu. Ingibjörg er ekki ókunnug verslunarrekstri hér á landi og hefur rekið búðirnar Oasis og Þrjá Smára í Kringlunni og Smáralind en í þetta sinn langaði þær báðar að komast í miðbæinn. „Það er mikil gróska í miðbænum og var sko þrautin þyngri að finna hentugt húsnæði. Það var setið um hvert einasta pláss sem við höfðum augastað á þannig að það er greinilegt að það er mikil gróska í miðbænum. Þetta var draumahúsnæðið okkar en þegar við byrjuðum að leita var það ekki laust. Við létum samt eiganda antíkbúðarinnar fá númerin okkar ef ske kynni að hann hugsaði sér til hreyfings. Hann hringdi svo í febrúar og þá var ekkert annað í stöðunni en að kýla á þetta,“ segir Ingibjörg. Í versluninni verður þeirra eigið merki, Öxney, í lykilhlutverki. Merkið einblínir á klassíska kjóla sem henta við öll tækifæri. „Merkið er innlend framleiðsla og okkar hönnun. Einnig verðum við með merki eins og Ted Baker, Bolangaro Trevor, skart frá Koggu, Vera design og Skallagrim design, svo eitthvað sé nefnt.“
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira