Gullið er bónus Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. maí 2014 06:00 Fanney með gullið. Mynd/Aðsend „Þetta var alveg æðislegt,“ segir Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, en hún varð í gær heimsmeistari unglinga í bekkpressu í -63 kg flokki. Fanney gjörsamlega valtaði yfir keppendur sína í gær en hún lyfti mest 135 kílóum. Sú sem lenti í öðru sæti lyfti mest 120 kg og var ekki nálægt Fanneyju. „Ég var mjög vel stemmd og mætti bara í mótið einbeitt á hvað ég ætlaði að gera og hugsaði ekkert um hina keppendurna. Markmiðið var að komast á pall. Ég var ekki að setja stefnuna á eitthvert sæti þannig að þetta gull er bara bónus.“ Fanney keppti á sama móti í fyrra en fékk þá bronsverðlaun. Hún hafnaði reyndar í fjórða sæti á eftir keppanda frá Kasakstan sem féll síðar á lyfjaprófi. „Ég fékk aldrei að taka á móti verðlaununum í fyrra þannig að núna varð ég að fara upp á þennan pall.“ Í fyrra lyfti Fanney 115 kg þannig að bætingin í Rödby var mikil, eða heil 20 kíló. Þessi gríðarlega efnilega lyftingakona á eitt ár eftir í „junior“-flokki og getur því varið titil sinn að ári. „Ég fer bara aftur á næsta ári og bæti mig enn meira,“ segir hún ákveðin. Fanney meiddist á Íslandsmótinu í febrúar og hefur ekki verið alveg heil í nokkurn tíma en lét það ekkert á sig fá í Danmörku. „Pétur, sjúkraþjálfarinn minn, er búinn að vinna vel með mig. Ég er kannski ekki alveg heil en í fínu keppnisstandi,“ segir hún. Hvað tekur svo við í sumar? „Í ágúst er Norðurlandamót í bekkpressu á Íslandi. Nú hefjast bara æfingar fyrir það. Fyrst ætla ég samt til Kaupmannahafnar í tvo daga að hitta systur mína áður en ég kem heim á föstudaginn. Það verður ljúft,“ segir Fanney Hauksdóttir. Innlendar Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sjá meira
„Þetta var alveg æðislegt,“ segir Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingakona úr Gróttu, en hún varð í gær heimsmeistari unglinga í bekkpressu í -63 kg flokki. Fanney gjörsamlega valtaði yfir keppendur sína í gær en hún lyfti mest 135 kílóum. Sú sem lenti í öðru sæti lyfti mest 120 kg og var ekki nálægt Fanneyju. „Ég var mjög vel stemmd og mætti bara í mótið einbeitt á hvað ég ætlaði að gera og hugsaði ekkert um hina keppendurna. Markmiðið var að komast á pall. Ég var ekki að setja stefnuna á eitthvert sæti þannig að þetta gull er bara bónus.“ Fanney keppti á sama móti í fyrra en fékk þá bronsverðlaun. Hún hafnaði reyndar í fjórða sæti á eftir keppanda frá Kasakstan sem féll síðar á lyfjaprófi. „Ég fékk aldrei að taka á móti verðlaununum í fyrra þannig að núna varð ég að fara upp á þennan pall.“ Í fyrra lyfti Fanney 115 kg þannig að bætingin í Rödby var mikil, eða heil 20 kíló. Þessi gríðarlega efnilega lyftingakona á eitt ár eftir í „junior“-flokki og getur því varið titil sinn að ári. „Ég fer bara aftur á næsta ári og bæti mig enn meira,“ segir hún ákveðin. Fanney meiddist á Íslandsmótinu í febrúar og hefur ekki verið alveg heil í nokkurn tíma en lét það ekkert á sig fá í Danmörku. „Pétur, sjúkraþjálfarinn minn, er búinn að vinna vel með mig. Ég er kannski ekki alveg heil en í fínu keppnisstandi,“ segir hún. Hvað tekur svo við í sumar? „Í ágúst er Norðurlandamót í bekkpressu á Íslandi. Nú hefjast bara æfingar fyrir það. Fyrst ætla ég samt til Kaupmannahafnar í tvo daga að hitta systur mína áður en ég kem heim á föstudaginn. Það verður ljúft,“ segir Fanney Hauksdóttir.
Innlendar Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum