Lífið

Frjósemisgaldurinn virkaði

Marín Manda skrifar
 Hafdís Heiðarsdóttir og Vilborg Aldís Ragnarsdóttir.
Hafdís Heiðarsdóttir og Vilborg Aldís Ragnarsdóttir. Fréttablaðið/GVA
„Árið 2008 var ég að reyna að verða ólétt af þriðja barninu mínu en gekk illa. Mig langaði að ná að eignast barn á því ári til að ná vinkonum mínum sem gengu með börn. Ég fékk því Vilborgu til að fremja frjósemisgaldur niðri í fjöru þar sem við báðum allar áttirnar og fórum með þulu á miðnætti við rísandi nýtt tungl. Ég varð ólétt í sama mánuði og eignaðist magnaða galdrastelpu á jóladag sama ár,“ segir Hafdís Heiðarsdóttir sem nú opnar verslunina Arca í Veltusundi í miðbænum ásamt vinkonu sinni, Vilborgu Aldísi Ragnarsdóttur.

Verslunin mun bjóða upp á íslenska hönnun í bland við ýmsa galdra og spár sem hægt er að kaupa hjá vinkonunum sem að kalla sig góðar nornir. Báðar hafa verið viðloðnar galdra og kukl frá unga aldri sem hefur því fylgt þeim alla tíð síðan. Inni í versluninni hefur verið byggður nornahellir og stór stjarna umlykur gólfið þar sem fram fara blessanir og galdrar á borð við ástargaldur, hamingjugaldur, peningagaldur og frjósemisgaldur.

„Við erum ekki miðlar heldur spákonur sem trúum á það góða og hvítan galdur. Höfuðreglan í göldrum er að hafa þá fyrir sig þangað til þeir hafa ræst en þá má gjarnan þakka fyrir sig í þá átt sem þú hefur ákallað,“ segir Hafdís.

Í miðri viku bjóða bæði Hafdís og Vilborg Aldís upp á spádómslestur í tarot- og sígaunaspil í versluninni.

Galdrahellirinn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.