Missir leyfi fyrir póstkassa jólasveinanna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. apríl 2014 07:00 Í miðri göngugötunni á Akureyri er póstkassi jólasveinanna að renna sitt skeið á enda eftir eins árs stöðuleyfi. Mynd/Úr einkasafni „Það er talað um að sækja fram í alls konar ferðaþjónustu en þegar menn eru með góðar hugmyndir þá ganga þeir bara á veggi,“ segir Guðmundur R. Lúðvíksson, sem skikkaður hefur verið til að fjarlægja póstkassa jólasveinanna úr göngugötunni á Akureyri. Guðmundur setti póstkassa jólasveinanna upp á göngugötunni fyrir ári. Viðlíka póstkassi er við Litlu jólabúðina á Laugavegi og kassi var einnig í stuttan tíma í Leifsstöð.Ferðamenn opna sig í bréfum til íslensku jólasveinanna og fá kveðjur og gjafir til baka.Mynd/Úr einkasafniTrúa jólasveinunum fyrir skilnuðum og ástarævintýrum Póstkassarnir virka þannig að keypt eru sérstök kort á um 1.500 krónur sem fyllt eru út með nöfnum barna og óskum til jólasveinsins og síðan sett í póstkassana. Guðmundur segir sig og eiginkonu sína síðan svara hverju bréfi samviskulega og láta litla gjöf frá jólasveininum fylgja. „Við fengum á þriðja þúsund bréf í fyrra. Að lesa þau er alveg ótrúlegt. Fólk hrósar landinu mikið og er að opna sig algerlega fyrir jólasveininum. Það segir frá ástarævintýrum og skilnuðum. Ein missti manninn sinn en ákvað samt að koma til Íslands og bað um bréf frá jólasveininum. Þetta er alveg magnað og hugmyndin var að geyma bréfin fyrir bók seinna meir,“ segir Guðmundur.Guðmundur R. Lúðvíksson, eigandi póstkassa jólasveinanna, er vonsvikinn með skilningsleysi í stjórnsýslunni.Mynd/Úr einkasafniUmsjón jólasveinakassans ábótavant Skipulagsnefnd Akureyrar hefur nú hafnað ósk Guðmundar um áframhaldandi leyfi fyrir póstkassa jólasveinanna í göngugötunni. „Skipulagsnefnd telur frágangi og umsjón póstkassans ábótavant,“ segir í afgreiðslu nefndarinnar, sem gefur Guðmundi frest til 1. maí að fjarlægja kassann. Guðmundur segir þetta koma sér spánskt fyrir sjónir. Hann hafi aldrei fengið athugasemdir um póstkassann. Eftir að hann frétti af synjunni hafi sonur hans, sem býr á Akureyri, kannað kassann. „Það kom í ljós að það er ekkert óeðlilegt við kassan. Hann er pikk fastur, og það eina sem á honum sést er að það hefur verið aðeins krotað á hann á einum stað,“ segir Gyðmundur sem telur rökstuðning Akureyrarbæjar ekki standast. „Við reyndum líka að fá leyfi frá Reykjavíkurborg til að vera með einn kassa en það var eins og að tala við karlinn í tunglinu. Það speglast í þessari afgreiðslu á Akureyri,“ segir Guðmundur sem kveður atvinnuveg geta falist í að svara bréfum til jólasveinsins. „Það er skemmtilegt að fólk geti sest niður og skrifað bréf til jólasveinsins og fengið svo kveðju og litla gjöf fyrir jólin kannski sjö mánuðum síðar.jólasveininum.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
„Það er talað um að sækja fram í alls konar ferðaþjónustu en þegar menn eru með góðar hugmyndir þá ganga þeir bara á veggi,“ segir Guðmundur R. Lúðvíksson, sem skikkaður hefur verið til að fjarlægja póstkassa jólasveinanna úr göngugötunni á Akureyri. Guðmundur setti póstkassa jólasveinanna upp á göngugötunni fyrir ári. Viðlíka póstkassi er við Litlu jólabúðina á Laugavegi og kassi var einnig í stuttan tíma í Leifsstöð.Ferðamenn opna sig í bréfum til íslensku jólasveinanna og fá kveðjur og gjafir til baka.Mynd/Úr einkasafniTrúa jólasveinunum fyrir skilnuðum og ástarævintýrum Póstkassarnir virka þannig að keypt eru sérstök kort á um 1.500 krónur sem fyllt eru út með nöfnum barna og óskum til jólasveinsins og síðan sett í póstkassana. Guðmundur segir sig og eiginkonu sína síðan svara hverju bréfi samviskulega og láta litla gjöf frá jólasveininum fylgja. „Við fengum á þriðja þúsund bréf í fyrra. Að lesa þau er alveg ótrúlegt. Fólk hrósar landinu mikið og er að opna sig algerlega fyrir jólasveininum. Það segir frá ástarævintýrum og skilnuðum. Ein missti manninn sinn en ákvað samt að koma til Íslands og bað um bréf frá jólasveininum. Þetta er alveg magnað og hugmyndin var að geyma bréfin fyrir bók seinna meir,“ segir Guðmundur.Guðmundur R. Lúðvíksson, eigandi póstkassa jólasveinanna, er vonsvikinn með skilningsleysi í stjórnsýslunni.Mynd/Úr einkasafniUmsjón jólasveinakassans ábótavant Skipulagsnefnd Akureyrar hefur nú hafnað ósk Guðmundar um áframhaldandi leyfi fyrir póstkassa jólasveinanna í göngugötunni. „Skipulagsnefnd telur frágangi og umsjón póstkassans ábótavant,“ segir í afgreiðslu nefndarinnar, sem gefur Guðmundi frest til 1. maí að fjarlægja kassann. Guðmundur segir þetta koma sér spánskt fyrir sjónir. Hann hafi aldrei fengið athugasemdir um póstkassann. Eftir að hann frétti af synjunni hafi sonur hans, sem býr á Akureyri, kannað kassann. „Það kom í ljós að það er ekkert óeðlilegt við kassan. Hann er pikk fastur, og það eina sem á honum sést er að það hefur verið aðeins krotað á hann á einum stað,“ segir Gyðmundur sem telur rökstuðning Akureyrarbæjar ekki standast. „Við reyndum líka að fá leyfi frá Reykjavíkurborg til að vera með einn kassa en það var eins og að tala við karlinn í tunglinu. Það speglast í þessari afgreiðslu á Akureyri,“ segir Guðmundur sem kveður atvinnuveg geta falist í að svara bréfum til jólasveinsins. „Það er skemmtilegt að fólk geti sest niður og skrifað bréf til jólasveinsins og fengið svo kveðju og litla gjöf fyrir jólin kannski sjö mánuðum síðar.jólasveininum.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira