Erfitt fyrir þjálfara að gera framtíðaráætlanir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2014 07:45 Ólafur var síðast í Danmörku fyrir áratug. fréttablaðið/daníel Ólafur Kristjánsson var í gær ráðinn þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins FC Nordsjælland frá og með næsta tímabili. Hann tekur við starfinu 1. júlí en mun stýra liði Breiðabliks, líkt og hann hefur gert frá miðju tímabili 2006, í fyrstu sex leikjum Pepsi-deildar karla nú í vor. Ólafur sagði í samtali við Fréttablaðið að forráðamenn danska liðsins hefðu fyrst sett sig í samband við hann í síðasta mánuði og hlutirnir gerst hratt síðustu 2-3 vikur. Danskir fjölmiðlar komust á snoðir um málið á mánudagskvöld og þá var fréttin fljót að spyrjast út. Breiðablik sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem fram kom að Ólafur myndi flytja út til Danmerkur í byrjun júní. Þangað til héldi hann áfram störfum fyrir Breiðablik en nýtt tímabil í Pepsi-deild karla hefst þann 4. maí. Guðmundur Benediktsson, aðstoðarþjálfari Ólafs undanfarin þrjú tímabil, mun svo taka við starfi Ólafs þann 2. júní. „Þetta mun engu breyta hjá mér fyrir þessa leiki,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Allir hafa val um hvort þeir láta þetta hafa áhrif á sig eða ekki. Við þurfum að velja síðari kostinn og láta þetta frekar leiða til góðs. Ég er að minnsta kosti fullur orku og ætla mér að skila liðinu af mér í eins góðri stöðu og mögulegt er.“ Hann segir að markmið liðsins og allra þar sé að stefna að Íslandsmeistaratitlinum. „Það er markmið okkar allra að fara eins langt og hægt er,“ segir hann.Reynir að fullnægja metnaðinum Ólafur sagðist ánægður með að fá tækifæri til að þjálfa í sterkri deild, en hann þekkir vel til í Danmörku eftir að hafa spilað og síðar þjálfað hjá AGF í Árósum. „Ég er ánægður með að fá þetta tækifæri. Ég hef alltaf haft mikinn metnað og maður verður að reyna að fullnægja honum,“ segir Ólafur en hann ætlar þó ekki að fara allt of langt fram úr sér. „Framtíðin skapast af því sem maður gerir í núinu. Hvort ég verð í 2-3 ár eða 10-15 ár mun ráðast af því hvernig ég starfa og hvernig liðinu gengur. Ætli það sé ekki einna erfiðast að gera sér langar framtíðaráætlanir fyrir knattspyrnuþjálfara og því mun ég láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Ég ætla að vinna eins vel og reyna að láta gott af mér leiða, eins og ég hef reynt hingað til,“ segir Ólafur.Vildi komast í sterkari deild Ísland hefur eignast fjölda atvinnumanna í knattspyrnu undanfarin misseri og þá hafa íslenskir handboltaþjálfarar einnig gert það gott í bestu deildum Evrópu. Ólafur segir að hann hafi ávallt haft metnað til að koma sér að í sterkari deild en þeirri íslensku. „Það var eitt af þeim draumamarkmiðum sem maður hafði alla tíð,“ sagði Ólafur sem fær nú það verkefni að koma liðinu aftur í hæstu hæðir. Nordsjælland varð bikarmeistari árið 2010 og 2011 og tryggði sér svo danska meistaratitilinn árið 2012. Liðið siglir nú nokkuð lygnan sjó um miðja deild í Danmörku en liðið situr í sjöunda sæti þegar fimm umferðum er ólokið á tímabilinu. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur tekur við Breiðabliki Guðmundur Benediktsson mun stýra liði Breiðabliks í Pepsi-deild karla sumar þar sem að Ólafur Kristjánsson er hættur störfum hjá félaginu. 22. apríl 2014 08:43 Ólafur: Einbeiti mér nú að Blikum Ólafur Kristjánsson segir í viðtali sem birtist á heimasíðu Nordsjælland að hann hlakki til að takast á við nýjar áskoranir. 22. apríl 2014 09:15 Guðmundur: Vont fyrir Blika að missa Ólaf Guðmundur Benediktsson segist hafa lært heilmikið af því að starfa með Ólafi Kristjánssyni síðustu ár. 22. apríl 2014 13:15 Ólafur: Tökum upp táraklútana síðar Ólafur Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Breiðabliks, segir að hann hafi vitað af áhuga Nordsjælland í nokkurn tíma. 22. apríl 2014 09:58 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira
Ólafur Kristjánsson var í gær ráðinn þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins FC Nordsjælland frá og með næsta tímabili. Hann tekur við starfinu 1. júlí en mun stýra liði Breiðabliks, líkt og hann hefur gert frá miðju tímabili 2006, í fyrstu sex leikjum Pepsi-deildar karla nú í vor. Ólafur sagði í samtali við Fréttablaðið að forráðamenn danska liðsins hefðu fyrst sett sig í samband við hann í síðasta mánuði og hlutirnir gerst hratt síðustu 2-3 vikur. Danskir fjölmiðlar komust á snoðir um málið á mánudagskvöld og þá var fréttin fljót að spyrjast út. Breiðablik sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem fram kom að Ólafur myndi flytja út til Danmerkur í byrjun júní. Þangað til héldi hann áfram störfum fyrir Breiðablik en nýtt tímabil í Pepsi-deild karla hefst þann 4. maí. Guðmundur Benediktsson, aðstoðarþjálfari Ólafs undanfarin þrjú tímabil, mun svo taka við starfi Ólafs þann 2. júní. „Þetta mun engu breyta hjá mér fyrir þessa leiki,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið í gær. „Allir hafa val um hvort þeir láta þetta hafa áhrif á sig eða ekki. Við þurfum að velja síðari kostinn og láta þetta frekar leiða til góðs. Ég er að minnsta kosti fullur orku og ætla mér að skila liðinu af mér í eins góðri stöðu og mögulegt er.“ Hann segir að markmið liðsins og allra þar sé að stefna að Íslandsmeistaratitlinum. „Það er markmið okkar allra að fara eins langt og hægt er,“ segir hann.Reynir að fullnægja metnaðinum Ólafur sagðist ánægður með að fá tækifæri til að þjálfa í sterkri deild, en hann þekkir vel til í Danmörku eftir að hafa spilað og síðar þjálfað hjá AGF í Árósum. „Ég er ánægður með að fá þetta tækifæri. Ég hef alltaf haft mikinn metnað og maður verður að reyna að fullnægja honum,“ segir Ólafur en hann ætlar þó ekki að fara allt of langt fram úr sér. „Framtíðin skapast af því sem maður gerir í núinu. Hvort ég verð í 2-3 ár eða 10-15 ár mun ráðast af því hvernig ég starfa og hvernig liðinu gengur. Ætli það sé ekki einna erfiðast að gera sér langar framtíðaráætlanir fyrir knattspyrnuþjálfara og því mun ég láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Ég ætla að vinna eins vel og reyna að láta gott af mér leiða, eins og ég hef reynt hingað til,“ segir Ólafur.Vildi komast í sterkari deild Ísland hefur eignast fjölda atvinnumanna í knattspyrnu undanfarin misseri og þá hafa íslenskir handboltaþjálfarar einnig gert það gott í bestu deildum Evrópu. Ólafur segir að hann hafi ávallt haft metnað til að koma sér að í sterkari deild en þeirri íslensku. „Það var eitt af þeim draumamarkmiðum sem maður hafði alla tíð,“ sagði Ólafur sem fær nú það verkefni að koma liðinu aftur í hæstu hæðir. Nordsjælland varð bikarmeistari árið 2010 og 2011 og tryggði sér svo danska meistaratitilinn árið 2012. Liðið siglir nú nokkuð lygnan sjó um miðja deild í Danmörku en liðið situr í sjöunda sæti þegar fimm umferðum er ólokið á tímabilinu.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur tekur við Breiðabliki Guðmundur Benediktsson mun stýra liði Breiðabliks í Pepsi-deild karla sumar þar sem að Ólafur Kristjánsson er hættur störfum hjá félaginu. 22. apríl 2014 08:43 Ólafur: Einbeiti mér nú að Blikum Ólafur Kristjánsson segir í viðtali sem birtist á heimasíðu Nordsjælland að hann hlakki til að takast á við nýjar áskoranir. 22. apríl 2014 09:15 Guðmundur: Vont fyrir Blika að missa Ólaf Guðmundur Benediktsson segist hafa lært heilmikið af því að starfa með Ólafi Kristjánssyni síðustu ár. 22. apríl 2014 13:15 Ólafur: Tökum upp táraklútana síðar Ólafur Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Breiðabliks, segir að hann hafi vitað af áhuga Nordsjælland í nokkurn tíma. 22. apríl 2014 09:58 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Sjá meira
Guðmundur tekur við Breiðabliki Guðmundur Benediktsson mun stýra liði Breiðabliks í Pepsi-deild karla sumar þar sem að Ólafur Kristjánsson er hættur störfum hjá félaginu. 22. apríl 2014 08:43
Ólafur: Einbeiti mér nú að Blikum Ólafur Kristjánsson segir í viðtali sem birtist á heimasíðu Nordsjælland að hann hlakki til að takast á við nýjar áskoranir. 22. apríl 2014 09:15
Guðmundur: Vont fyrir Blika að missa Ólaf Guðmundur Benediktsson segist hafa lært heilmikið af því að starfa með Ólafi Kristjánssyni síðustu ár. 22. apríl 2014 13:15
Ólafur: Tökum upp táraklútana síðar Ólafur Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Breiðabliks, segir að hann hafi vitað af áhuga Nordsjælland í nokkurn tíma. 22. apríl 2014 09:58