Guðmundur tekur við Breiðabliki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2014 08:43 Vísir/Getty Guðmundur Benediktsson mun stýra liði Breiðabliks í Pepsi-deild karla sumar þar sem Ólafur Kristjánsson er hættur störfum hjá félaginu. Willum Þór Þórsson verður aðstoðarþjálfari Guðmundar. Knattspyrnudeild Breiðabliks sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þetta var staðfest. Þar segir enn fremur að Ólafur muni taka við þjálfun danska úrvalsdeildarfélagsins Nordsjælland frá og með 1. júlí næstkomandi. Ólafur mun stýra Breiðabliki til 2. júní en þá tekur Guðmundur við. Ólafur verður því á hliðarlínunni í fyrstu sex leikjum Blika í Pepsi-deildinni. Guðmundur, sem þjálfaði áður lið Selfoss, varð aðstoðarþjálfari Ólafs hjá Blikum árið 2011. Hann var áður aðstoðarmaður Willums Þórs hjá Val og KR og á þar að auki langan feril að baki sem leikmaður.Yfirlýsing Breiðabliks: „Guðmundur Benediktsson mun taka við þjálfun karlaliðs Breiðabliks í Pepsi-deildinni í byrjun júní en frá og með 1. júlí mun Ólafur Kristjánsson taka við þjálfun FC Nordsjælland í dönsku A-deildinni. Guðmundur hefur verið aðstoðarþjálfari Ólafs frá 2011. Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Ólafi fyrir frábært samstarf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Ólafur mun stýra Breiðabliksliðinu til 2. júní. Fram að því mætir Breiðablik liðum FH, KR, Keflavíkur, Fjölnis, Fram og Stjörnunnar í Pepsi-deildinni. Á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta, mætir Breiðablik FH í úrslitaleik Lengjubikarsins. Guðmundur Benediktsson hóf þjálfun á Selfossi eftir farsælan knattspyrnuferil með nokkrum félögum á Íslandi og í útlöndum og með íslenska landsliðinu. Hann varð aðstoðarþjálfari hjá Breiðabliki 2011. Willum Þór Þórsson verður Guðmundi til aðstoðar. Willum er fyrrum leikmaður Breiðabliks og vann til tvennra Íslandsmeistaratitla sem þjálfari KR og bikar- og Íslandsmeistaratitils með Val. Ólafur tók við Breiðabliksliðinu um mitt sumar 2006. Undir hans stjórn hefur liðið unnið sína stærstu sigra; bikarameistaratitilinn árið 2009 og Íslandsmeistaratitilinn 2010. Liðið hefur verið á meðal nokkurra bestu liða landsins alla tíð síðan og er ríkjandi Lengjubikarmeistari. Knattspyrnudeild Breiðabliks horfir á eftir Ólafi með söknuði um leið og deildin fagnar með honum þessu frábæra tækifæri sem honum býðst. Hann hefur leitt karlaliðið til stærstu sigra þess og undir hans stjórn hafa sprottið úr grasi framúrskarandi knattspyrnumenn sem standa sig frábærlega með Breiðabliksliðinu en ekki síður haslað sér völl í útlöndum. Knattspyrnudeild Breiðabliks er stolt af því.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56 BT: Ólafur á leið til Nordsjælland Danska blaðið BT staðhæfir að danska úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland eigi í viðræðum við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks. 22. apríl 2014 06:52 Ólafur Kristjánsson hættir með Blika Óvænt tíðindi úr Kópavogi. 21. apríl 2014 22:15 Mest lesið Inter - Liverpool | Í auga Salahs-stormsins Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira
Guðmundur Benediktsson mun stýra liði Breiðabliks í Pepsi-deild karla sumar þar sem Ólafur Kristjánsson er hættur störfum hjá félaginu. Willum Þór Þórsson verður aðstoðarþjálfari Guðmundar. Knattspyrnudeild Breiðabliks sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þetta var staðfest. Þar segir enn fremur að Ólafur muni taka við þjálfun danska úrvalsdeildarfélagsins Nordsjælland frá og með 1. júlí næstkomandi. Ólafur mun stýra Breiðabliki til 2. júní en þá tekur Guðmundur við. Ólafur verður því á hliðarlínunni í fyrstu sex leikjum Blika í Pepsi-deildinni. Guðmundur, sem þjálfaði áður lið Selfoss, varð aðstoðarþjálfari Ólafs hjá Blikum árið 2011. Hann var áður aðstoðarmaður Willums Þórs hjá Val og KR og á þar að auki langan feril að baki sem leikmaður.Yfirlýsing Breiðabliks: „Guðmundur Benediktsson mun taka við þjálfun karlaliðs Breiðabliks í Pepsi-deildinni í byrjun júní en frá og með 1. júlí mun Ólafur Kristjánsson taka við þjálfun FC Nordsjælland í dönsku A-deildinni. Guðmundur hefur verið aðstoðarþjálfari Ólafs frá 2011. Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Ólafi fyrir frábært samstarf og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Ólafur mun stýra Breiðabliksliðinu til 2. júní. Fram að því mætir Breiðablik liðum FH, KR, Keflavíkur, Fjölnis, Fram og Stjörnunnar í Pepsi-deildinni. Á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta, mætir Breiðablik FH í úrslitaleik Lengjubikarsins. Guðmundur Benediktsson hóf þjálfun á Selfossi eftir farsælan knattspyrnuferil með nokkrum félögum á Íslandi og í útlöndum og með íslenska landsliðinu. Hann varð aðstoðarþjálfari hjá Breiðabliki 2011. Willum Þór Þórsson verður Guðmundi til aðstoðar. Willum er fyrrum leikmaður Breiðabliks og vann til tvennra Íslandsmeistaratitla sem þjálfari KR og bikar- og Íslandsmeistaratitils með Val. Ólafur tók við Breiðabliksliðinu um mitt sumar 2006. Undir hans stjórn hefur liðið unnið sína stærstu sigra; bikarameistaratitilinn árið 2009 og Íslandsmeistaratitilinn 2010. Liðið hefur verið á meðal nokkurra bestu liða landsins alla tíð síðan og er ríkjandi Lengjubikarmeistari. Knattspyrnudeild Breiðabliks horfir á eftir Ólafi með söknuði um leið og deildin fagnar með honum þessu frábæra tækifæri sem honum býðst. Hann hefur leitt karlaliðið til stærstu sigra þess og undir hans stjórn hafa sprottið úr grasi framúrskarandi knattspyrnumenn sem standa sig frábærlega með Breiðabliksliðinu en ekki síður haslað sér völl í útlöndum. Knattspyrnudeild Breiðabliks er stolt af því.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56 BT: Ólafur á leið til Nordsjælland Danska blaðið BT staðhæfir að danska úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland eigi í viðræðum við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks. 22. apríl 2014 06:52 Ólafur Kristjánsson hættir með Blika Óvænt tíðindi úr Kópavogi. 21. apríl 2014 22:15 Mest lesið Inter - Liverpool | Í auga Salahs-stormsins Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira
Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56
BT: Ólafur á leið til Nordsjælland Danska blaðið BT staðhæfir að danska úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland eigi í viðræðum við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks. 22. apríl 2014 06:52