Ólafur: Tökum upp táraklútana síðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2014 09:58 Vísir/Vilhelm Ólafur Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Breiðabliks, segir að hann hafi vitað af áhuga Nordsjælland í nokkurn tíma. Ólafur segir að hann hafi fyrst heyrt af áhuga Nordsjælland í mars síðastliðnum. „Þeir vissu þá að þeir þyrftu að finna nýjan þjálfara og höfðu samband við mig,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi í morgun. „Þeir spurðu hvort ég hefði áhuga en ég sagði þeim að þeir þyrftu fyrst að fara í gegnum Breiðablik sem og félagið gerði. Þá fóru hjólin að snúast og síðustu 2-3 vikurnar hafa verið nokkuð annasamar.“ Ólafur tekur við starfinu 1. júlí en stýrir Breiðabliki í fyrstu sex leikjum liðsins í Pepsi-deild karla. Guðmundur Benediktsson, aðstoðarþjálfari Ólafs hjá Breiðabliki síðan 2011, tekur svo við liðinu þann 2. júní. Hann segist þó ekki vilja ræða um viðskilnaðinn við Breiðablik sérstaklega á þessum tímapunkti. „Það er bara ekki tímabært að ræða það því það er að byrja Íslandsmót. Þegar kemur að því svo að kveðja í byrjun júní þá getum við tekið upp táraklútinn,“ sagði Ólafur. Ólafur vill heldur ekki segja hversu langan samning hann gerir við Nordsjælland. „Mér skilst að þetta hafi byrjað að leka út í gærkvöldi og því vildi félagið greina frá þessu strax.“ Honum hugnaðist sú breyting að láta Guðmund taka við starfinu. „Ég held að þetta sé farsælasta lausnin og bara gott mál.“ Ólafi líst vel á Nordsjælland og hrósar því starfi sem hefur verið unnið þar síðustu árin. „Félagið er vel rekið, er með góðan grunn og skýra stefnu um hvernig það vill vinna að hlutunum. Liðið hefur verið í efri hlutanum síðustu árin og spilar góðan fótbolta. Þetta er spennandi starf.“ Nordsjælland varð bikarmeistari árin 2010 og 2011 og svo danskur meistari árið 2012. Liðið komst þá í Meistaradeild Evrópu og var í riðli með Juventus frá Ítalíu. Ólafur var þá fenginn til að leikgreina lið Juventus fyrir Nordsjælland. Hann tekur við starfinu af Kasper Hjulmand sem lætur af störfum í sumar. Þeir hafa þekkst lengi. „Okkar vinskapur hafði reyndar ekkert með þetta að gera. Félagið taldi sig bara vita hvað það gæti fengið með því að ráða mig og þá fór þetta af stað.“ Ólafur lék og starfaði í Danmörku í sjö ár og þekkir því vel til. „Ég hef fylgst með deildinni síðan ég kom heim árið 2004 og verður ekkert vandmál að setja mig inn í hlutina.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur tekur við Breiðabliki Guðmundur Benediktsson mun stýra liði Breiðabliks í Pepsi-deild karla sumar þar sem að Ólafur Kristjánsson er hættur störfum hjá félaginu. 22. apríl 2014 08:43 Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56 BT: Ólafur á leið til Nordsjælland Danska blaðið BT staðhæfir að danska úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland eigi í viðræðum við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks. 22. apríl 2014 06:52 Ólafur: Einbeiti mér nú að Blikum Ólafur Kristjánsson segir í viðtali sem birtist á heimasíðu Nordsjælland að hann hlakki til að takast á við nýjar áskoranir. 22. apríl 2014 09:15 Ólafur Kristjánsson hættir með Blika Óvænt tíðindi úr Kópavogi. 21. apríl 2014 22:15 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Breiðabliks, segir að hann hafi vitað af áhuga Nordsjælland í nokkurn tíma. Ólafur segir að hann hafi fyrst heyrt af áhuga Nordsjælland í mars síðastliðnum. „Þeir vissu þá að þeir þyrftu að finna nýjan þjálfara og höfðu samband við mig,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi í morgun. „Þeir spurðu hvort ég hefði áhuga en ég sagði þeim að þeir þyrftu fyrst að fara í gegnum Breiðablik sem og félagið gerði. Þá fóru hjólin að snúast og síðustu 2-3 vikurnar hafa verið nokkuð annasamar.“ Ólafur tekur við starfinu 1. júlí en stýrir Breiðabliki í fyrstu sex leikjum liðsins í Pepsi-deild karla. Guðmundur Benediktsson, aðstoðarþjálfari Ólafs hjá Breiðabliki síðan 2011, tekur svo við liðinu þann 2. júní. Hann segist þó ekki vilja ræða um viðskilnaðinn við Breiðablik sérstaklega á þessum tímapunkti. „Það er bara ekki tímabært að ræða það því það er að byrja Íslandsmót. Þegar kemur að því svo að kveðja í byrjun júní þá getum við tekið upp táraklútinn,“ sagði Ólafur. Ólafur vill heldur ekki segja hversu langan samning hann gerir við Nordsjælland. „Mér skilst að þetta hafi byrjað að leka út í gærkvöldi og því vildi félagið greina frá þessu strax.“ Honum hugnaðist sú breyting að láta Guðmund taka við starfinu. „Ég held að þetta sé farsælasta lausnin og bara gott mál.“ Ólafi líst vel á Nordsjælland og hrósar því starfi sem hefur verið unnið þar síðustu árin. „Félagið er vel rekið, er með góðan grunn og skýra stefnu um hvernig það vill vinna að hlutunum. Liðið hefur verið í efri hlutanum síðustu árin og spilar góðan fótbolta. Þetta er spennandi starf.“ Nordsjælland varð bikarmeistari árin 2010 og 2011 og svo danskur meistari árið 2012. Liðið komst þá í Meistaradeild Evrópu og var í riðli með Juventus frá Ítalíu. Ólafur var þá fenginn til að leikgreina lið Juventus fyrir Nordsjælland. Hann tekur við starfinu af Kasper Hjulmand sem lætur af störfum í sumar. Þeir hafa þekkst lengi. „Okkar vinskapur hafði reyndar ekkert með þetta að gera. Félagið taldi sig bara vita hvað það gæti fengið með því að ráða mig og þá fór þetta af stað.“ Ólafur lék og starfaði í Danmörku í sjö ár og þekkir því vel til. „Ég hef fylgst með deildinni síðan ég kom heim árið 2004 og verður ekkert vandmál að setja mig inn í hlutina.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur tekur við Breiðabliki Guðmundur Benediktsson mun stýra liði Breiðabliks í Pepsi-deild karla sumar þar sem að Ólafur Kristjánsson er hættur störfum hjá félaginu. 22. apríl 2014 08:43 Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56 BT: Ólafur á leið til Nordsjælland Danska blaðið BT staðhæfir að danska úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland eigi í viðræðum við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks. 22. apríl 2014 06:52 Ólafur: Einbeiti mér nú að Blikum Ólafur Kristjánsson segir í viðtali sem birtist á heimasíðu Nordsjælland að hann hlakki til að takast á við nýjar áskoranir. 22. apríl 2014 09:15 Ólafur Kristjánsson hættir með Blika Óvænt tíðindi úr Kópavogi. 21. apríl 2014 22:15 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu Sport Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Guðmundur tekur við Breiðabliki Guðmundur Benediktsson mun stýra liði Breiðabliks í Pepsi-deild karla sumar þar sem að Ólafur Kristjánsson er hættur störfum hjá félaginu. 22. apríl 2014 08:43
Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56
BT: Ólafur á leið til Nordsjælland Danska blaðið BT staðhæfir að danska úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland eigi í viðræðum við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks. 22. apríl 2014 06:52
Ólafur: Einbeiti mér nú að Blikum Ólafur Kristjánsson segir í viðtali sem birtist á heimasíðu Nordsjælland að hann hlakki til að takast á við nýjar áskoranir. 22. apríl 2014 09:15