Ólafur: Tökum upp táraklútana síðar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. apríl 2014 09:58 Vísir/Vilhelm Ólafur Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Breiðabliks, segir að hann hafi vitað af áhuga Nordsjælland í nokkurn tíma. Ólafur segir að hann hafi fyrst heyrt af áhuga Nordsjælland í mars síðastliðnum. „Þeir vissu þá að þeir þyrftu að finna nýjan þjálfara og höfðu samband við mig,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi í morgun. „Þeir spurðu hvort ég hefði áhuga en ég sagði þeim að þeir þyrftu fyrst að fara í gegnum Breiðablik sem og félagið gerði. Þá fóru hjólin að snúast og síðustu 2-3 vikurnar hafa verið nokkuð annasamar.“ Ólafur tekur við starfinu 1. júlí en stýrir Breiðabliki í fyrstu sex leikjum liðsins í Pepsi-deild karla. Guðmundur Benediktsson, aðstoðarþjálfari Ólafs hjá Breiðabliki síðan 2011, tekur svo við liðinu þann 2. júní. Hann segist þó ekki vilja ræða um viðskilnaðinn við Breiðablik sérstaklega á þessum tímapunkti. „Það er bara ekki tímabært að ræða það því það er að byrja Íslandsmót. Þegar kemur að því svo að kveðja í byrjun júní þá getum við tekið upp táraklútinn,“ sagði Ólafur. Ólafur vill heldur ekki segja hversu langan samning hann gerir við Nordsjælland. „Mér skilst að þetta hafi byrjað að leka út í gærkvöldi og því vildi félagið greina frá þessu strax.“ Honum hugnaðist sú breyting að láta Guðmund taka við starfinu. „Ég held að þetta sé farsælasta lausnin og bara gott mál.“ Ólafi líst vel á Nordsjælland og hrósar því starfi sem hefur verið unnið þar síðustu árin. „Félagið er vel rekið, er með góðan grunn og skýra stefnu um hvernig það vill vinna að hlutunum. Liðið hefur verið í efri hlutanum síðustu árin og spilar góðan fótbolta. Þetta er spennandi starf.“ Nordsjælland varð bikarmeistari árin 2010 og 2011 og svo danskur meistari árið 2012. Liðið komst þá í Meistaradeild Evrópu og var í riðli með Juventus frá Ítalíu. Ólafur var þá fenginn til að leikgreina lið Juventus fyrir Nordsjælland. Hann tekur við starfinu af Kasper Hjulmand sem lætur af störfum í sumar. Þeir hafa þekkst lengi. „Okkar vinskapur hafði reyndar ekkert með þetta að gera. Félagið taldi sig bara vita hvað það gæti fengið með því að ráða mig og þá fór þetta af stað.“ Ólafur lék og starfaði í Danmörku í sjö ár og þekkir því vel til. „Ég hef fylgst með deildinni síðan ég kom heim árið 2004 og verður ekkert vandmál að setja mig inn í hlutina.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur tekur við Breiðabliki Guðmundur Benediktsson mun stýra liði Breiðabliks í Pepsi-deild karla sumar þar sem að Ólafur Kristjánsson er hættur störfum hjá félaginu. 22. apríl 2014 08:43 Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56 BT: Ólafur á leið til Nordsjælland Danska blaðið BT staðhæfir að danska úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland eigi í viðræðum við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks. 22. apríl 2014 06:52 Ólafur: Einbeiti mér nú að Blikum Ólafur Kristjánsson segir í viðtali sem birtist á heimasíðu Nordsjælland að hann hlakki til að takast á við nýjar áskoranir. 22. apríl 2014 09:15 Ólafur Kristjánsson hættir með Blika Óvænt tíðindi úr Kópavogi. 21. apríl 2014 22:15 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Enski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Breiðabliks, segir að hann hafi vitað af áhuga Nordsjælland í nokkurn tíma. Ólafur segir að hann hafi fyrst heyrt af áhuga Nordsjælland í mars síðastliðnum. „Þeir vissu þá að þeir þyrftu að finna nýjan þjálfara og höfðu samband við mig,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi í morgun. „Þeir spurðu hvort ég hefði áhuga en ég sagði þeim að þeir þyrftu fyrst að fara í gegnum Breiðablik sem og félagið gerði. Þá fóru hjólin að snúast og síðustu 2-3 vikurnar hafa verið nokkuð annasamar.“ Ólafur tekur við starfinu 1. júlí en stýrir Breiðabliki í fyrstu sex leikjum liðsins í Pepsi-deild karla. Guðmundur Benediktsson, aðstoðarþjálfari Ólafs hjá Breiðabliki síðan 2011, tekur svo við liðinu þann 2. júní. Hann segist þó ekki vilja ræða um viðskilnaðinn við Breiðablik sérstaklega á þessum tímapunkti. „Það er bara ekki tímabært að ræða það því það er að byrja Íslandsmót. Þegar kemur að því svo að kveðja í byrjun júní þá getum við tekið upp táraklútinn,“ sagði Ólafur. Ólafur vill heldur ekki segja hversu langan samning hann gerir við Nordsjælland. „Mér skilst að þetta hafi byrjað að leka út í gærkvöldi og því vildi félagið greina frá þessu strax.“ Honum hugnaðist sú breyting að láta Guðmund taka við starfinu. „Ég held að þetta sé farsælasta lausnin og bara gott mál.“ Ólafi líst vel á Nordsjælland og hrósar því starfi sem hefur verið unnið þar síðustu árin. „Félagið er vel rekið, er með góðan grunn og skýra stefnu um hvernig það vill vinna að hlutunum. Liðið hefur verið í efri hlutanum síðustu árin og spilar góðan fótbolta. Þetta er spennandi starf.“ Nordsjælland varð bikarmeistari árin 2010 og 2011 og svo danskur meistari árið 2012. Liðið komst þá í Meistaradeild Evrópu og var í riðli með Juventus frá Ítalíu. Ólafur var þá fenginn til að leikgreina lið Juventus fyrir Nordsjælland. Hann tekur við starfinu af Kasper Hjulmand sem lætur af störfum í sumar. Þeir hafa þekkst lengi. „Okkar vinskapur hafði reyndar ekkert með þetta að gera. Félagið taldi sig bara vita hvað það gæti fengið með því að ráða mig og þá fór þetta af stað.“ Ólafur lék og starfaði í Danmörku í sjö ár og þekkir því vel til. „Ég hef fylgst með deildinni síðan ég kom heim árið 2004 og verður ekkert vandmál að setja mig inn í hlutina.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Guðmundur tekur við Breiðabliki Guðmundur Benediktsson mun stýra liði Breiðabliks í Pepsi-deild karla sumar þar sem að Ólafur Kristjánsson er hættur störfum hjá félaginu. 22. apríl 2014 08:43 Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56 BT: Ólafur á leið til Nordsjælland Danska blaðið BT staðhæfir að danska úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland eigi í viðræðum við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks. 22. apríl 2014 06:52 Ólafur: Einbeiti mér nú að Blikum Ólafur Kristjánsson segir í viðtali sem birtist á heimasíðu Nordsjælland að hann hlakki til að takast á við nýjar áskoranir. 22. apríl 2014 09:15 Ólafur Kristjánsson hættir með Blika Óvænt tíðindi úr Kópavogi. 21. apríl 2014 22:15 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Í beinni: Arsenal - Leeds | Nýliðarnir á Emirates Enski boltinn Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Guðmundur tekur við Breiðabliki Guðmundur Benediktsson mun stýra liði Breiðabliks í Pepsi-deild karla sumar þar sem að Ólafur Kristjánsson er hættur störfum hjá félaginu. 22. apríl 2014 08:43
Ólafur maðurinn á bak við sjö af þrettán bestu tímabilum Blika Ólafur Helgi Kristjánsson, fráfarandi þjálfari Blika í Pepsi-deild karla, náði frábærum árangri með Kópavogsliðið á sjö og hálfu tímabili sínu sem þjálfari Breiðabliksliðsins. 21. apríl 2014 22:56
BT: Ólafur á leið til Nordsjælland Danska blaðið BT staðhæfir að danska úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland eigi í viðræðum við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks. 22. apríl 2014 06:52
Ólafur: Einbeiti mér nú að Blikum Ólafur Kristjánsson segir í viðtali sem birtist á heimasíðu Nordsjælland að hann hlakki til að takast á við nýjar áskoranir. 22. apríl 2014 09:15