„Saga Belforts er víti til varnaðar“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 16. apríl 2014 07:15 Jón Gunnar lofar að fólk fái mikið út úr komu Jordans þann 6. maí. Vísir/Stefán „Útskýring á dýrara miðaverði á söluráðstefnu Jordans Belfort í Háskólabíói er einföld – þessi viðburður í Danmörku er bara fyrirlestur, ekkert annað, engin kennsla á sölutækni og enginn aðgangur að Jordan Belfort með spurningum,“ segir Jón Gunnar Geirdal. Hann stendur fyrir komu Jordans Belfort til Íslands þann 6. maí. Fréttablaðið skrifaði um það fyrir stuttu að talsvert dýrara væri á viðburðinn í Háskólabíó en fyrirlestur Jordans í Danmörku í september. Jón Gunnar segir ráðstefnuna á Íslandi vera íburðarmeiri en fyrirlesturinn í Danmörku. „Ráðstefnan hér heima samanstendur af klukkutíma fyrirlestri, þriggja tíma Straight Line Persuasion-sölunámskeiði með spurt og svarað sem er einfaldlega dýrari útfærsla af því sem hann hefur upp á að bjóða. En þetta þýðir um leið að í Háskólabíói þennan dag fær fólk miklu meira út úr viðburðinum.“ Jón Gunnar hefur þurft að sæta talsverðri gagnrýni fyrir að flytja Jordan Belfort hingað til lands. Jordan er í daglegu tali kallaður Úlfurinn af Wall Street og fjallar verðlaunamyndin The Wolf of Wall Street um líf hans. Í myndinni sést hvernig Úlfurinn náði frægð með því að svíkja fé út úr saklausu fólki. „Saga Belforts er víti til varnaðar um svikastarfsemi sem er látin óáreitt, en það er málefni sem hefur verið áberandi í umræðunni eftir hrunið 2008. Þrátt fyrir skuggalega fortíð Belforts er óumdeilanlegt að þeir sem starfa við áhættustýringu og sölumennsku, sama hver varan eða þjónustan er, geta mikið lært af viðskiptaviti, samskiptafærni, sölugetu og forystuhæfileikum hans, um leið og þeir forðast að falla í sömu gryfjur á framabrautinni,“ segir Jón Gunnar. Tengdar fréttir „Ræna fólk í björtu á kaldrifjaðan og ákveðinn hátt“ „Mynd Martin Scorsese sýndi vel siðleysi og svindilhætti prangarans,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, í bloggfærslu sinni og gagnrýnir komu Jordans Belford til Íslands. 10. apríl 2014 12:00 Miðar á úlfinn kosta 50 þúsund krónur Jordan Belfort, einnig þekktur sem úlfurinn á Wall Street, mun halda sölufyrirlestur á Íslandi í maí. Miðarnir munu kosta á milli 39.900 og 49.900 krónur. 11. mars 2014 21:35 Belfort miklu ódýrari í Danmörku Fyrirlestur með úlfinum kostar aðeins sjö þúsund krónur í Danmörku. 8. apríl 2014 11:00 Búið að selja hundruð miða á Jordan Belfort "Það eru fyrirtæki að kaupa miða, stórar söludeildir, háskólafólk og hinir og þessir úr hinum ýmsu geirum,“ segir Jón Gunnar Geirdal sem stendur fyrir komu Jordan Belfort til Íslands í maí. 24. mars 2014 12:06 "Hann er í grunninn frábær sölumaður“ Jón Gunnar Geirdal, sem flytur inn Úlfinn á Wall street, Jordan Belfort, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 13. mars 2014 11:41 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
„Útskýring á dýrara miðaverði á söluráðstefnu Jordans Belfort í Háskólabíói er einföld – þessi viðburður í Danmörku er bara fyrirlestur, ekkert annað, engin kennsla á sölutækni og enginn aðgangur að Jordan Belfort með spurningum,“ segir Jón Gunnar Geirdal. Hann stendur fyrir komu Jordans Belfort til Íslands þann 6. maí. Fréttablaðið skrifaði um það fyrir stuttu að talsvert dýrara væri á viðburðinn í Háskólabíó en fyrirlestur Jordans í Danmörku í september. Jón Gunnar segir ráðstefnuna á Íslandi vera íburðarmeiri en fyrirlesturinn í Danmörku. „Ráðstefnan hér heima samanstendur af klukkutíma fyrirlestri, þriggja tíma Straight Line Persuasion-sölunámskeiði með spurt og svarað sem er einfaldlega dýrari útfærsla af því sem hann hefur upp á að bjóða. En þetta þýðir um leið að í Háskólabíói þennan dag fær fólk miklu meira út úr viðburðinum.“ Jón Gunnar hefur þurft að sæta talsverðri gagnrýni fyrir að flytja Jordan Belfort hingað til lands. Jordan er í daglegu tali kallaður Úlfurinn af Wall Street og fjallar verðlaunamyndin The Wolf of Wall Street um líf hans. Í myndinni sést hvernig Úlfurinn náði frægð með því að svíkja fé út úr saklausu fólki. „Saga Belforts er víti til varnaðar um svikastarfsemi sem er látin óáreitt, en það er málefni sem hefur verið áberandi í umræðunni eftir hrunið 2008. Þrátt fyrir skuggalega fortíð Belforts er óumdeilanlegt að þeir sem starfa við áhættustýringu og sölumennsku, sama hver varan eða þjónustan er, geta mikið lært af viðskiptaviti, samskiptafærni, sölugetu og forystuhæfileikum hans, um leið og þeir forðast að falla í sömu gryfjur á framabrautinni,“ segir Jón Gunnar.
Tengdar fréttir „Ræna fólk í björtu á kaldrifjaðan og ákveðinn hátt“ „Mynd Martin Scorsese sýndi vel siðleysi og svindilhætti prangarans,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, í bloggfærslu sinni og gagnrýnir komu Jordans Belford til Íslands. 10. apríl 2014 12:00 Miðar á úlfinn kosta 50 þúsund krónur Jordan Belfort, einnig þekktur sem úlfurinn á Wall Street, mun halda sölufyrirlestur á Íslandi í maí. Miðarnir munu kosta á milli 39.900 og 49.900 krónur. 11. mars 2014 21:35 Belfort miklu ódýrari í Danmörku Fyrirlestur með úlfinum kostar aðeins sjö þúsund krónur í Danmörku. 8. apríl 2014 11:00 Búið að selja hundruð miða á Jordan Belfort "Það eru fyrirtæki að kaupa miða, stórar söludeildir, háskólafólk og hinir og þessir úr hinum ýmsu geirum,“ segir Jón Gunnar Geirdal sem stendur fyrir komu Jordan Belfort til Íslands í maí. 24. mars 2014 12:06 "Hann er í grunninn frábær sölumaður“ Jón Gunnar Geirdal, sem flytur inn Úlfinn á Wall street, Jordan Belfort, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 13. mars 2014 11:41 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
„Ræna fólk í björtu á kaldrifjaðan og ákveðinn hátt“ „Mynd Martin Scorsese sýndi vel siðleysi og svindilhætti prangarans,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, í bloggfærslu sinni og gagnrýnir komu Jordans Belford til Íslands. 10. apríl 2014 12:00
Miðar á úlfinn kosta 50 þúsund krónur Jordan Belfort, einnig þekktur sem úlfurinn á Wall Street, mun halda sölufyrirlestur á Íslandi í maí. Miðarnir munu kosta á milli 39.900 og 49.900 krónur. 11. mars 2014 21:35
Belfort miklu ódýrari í Danmörku Fyrirlestur með úlfinum kostar aðeins sjö þúsund krónur í Danmörku. 8. apríl 2014 11:00
Búið að selja hundruð miða á Jordan Belfort "Það eru fyrirtæki að kaupa miða, stórar söludeildir, háskólafólk og hinir og þessir úr hinum ýmsu geirum,“ segir Jón Gunnar Geirdal sem stendur fyrir komu Jordan Belfort til Íslands í maí. 24. mars 2014 12:06
"Hann er í grunninn frábær sölumaður“ Jón Gunnar Geirdal, sem flytur inn Úlfinn á Wall street, Jordan Belfort, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 13. mars 2014 11:41