Lífið

Hefur engan áhuga á börnum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty
Mad Men-leikkonan Christina Hendricks prýðir forsíðu tímaritsins Health og talar um fjölskyldulífið með eiginmanni sínum, Geoffrey Arend.

„Við fengum okkur hvolp og stofnuðum þannig fjölskyldu. Ég er aðeins að æfa mig til að eignast annan hvolp. Við erum búin að ákveða að við höfum ekki áhuga á að eignast börn,“ segir Christina. Hún segist harðákveðin í því að eignast ekki börn en útilokar þó ekkert.

„Það er örlítill möguleiki á því að ég skipti um skoðun,“ bætir Christina við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.