Innlent

Fjöldi mála kemur ekki á óvart

Freyr Bjarnason skrifar
Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson.
Sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson. Fréttablaðið/GVA
Rannsóknarnefnd Alþingis um fall sparisjóðanna tilkynnti 21 mál sem varðað geta fangelsisrefsingu til ríkissaksóknara.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir fjöldann ekki koma á óvart. „Ekki miðað við það sem við vissum þegar.“

Sérstakur saksóknari hefur samanlagt verið með um tíu til tólf auðgunarbrotamál sem tengjast sparisjóðunum á sinni könnu.

„Eitthvað af þessu er tengt þessum málum sem þau hafa tilkynnt um, önnur eru ný,“ segir Ólafur Þór. „Tvö eru farin í gegnum allt kerfið en að minnsta kosti fjögur til sex eru í rannsóknarfasanum eða á leiðinni inn í hann.“

Fjármálaeftirlitið fékk upplýsingar um mál þar sem grunur lék á um brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki. Hrannar Hafberg, formaður rannsóknarnefndarinnar, sagði yfirvöld verða að meta hvort atriðin kölluðu á frekari rannsókn. „Hugsanlega kunna einhver þeirra mála sem tilkynnt voru til yfirvalda að vera fyrnd, kunna þegar að vera til rannsóknar eða rannsóknum kann að vera hætt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×