Lífið

Sölvi rær á ný mið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Valli
Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur starfað við þáttagerð á Skjá einum síðustu ár og langar nú til að breyta til og róa á önnur mið.

„Ég er að hætta í þessari tegund af þáttagerð en þetta eru engin endalok. Ég hef náttúrulega varið tíu af ellefu ára starfsferli eftir háskólanám við fjölmiðla, þó að ég hafi unnið fjölmörg smærri verkefni samhliða. Þannig að hjartað mun alltaf slá í fjölmiðlun,“ segir Sölvi.

„Ég hef verið svo heppinn að ná að endurnýja mig innan þeirra með reglulegu millibili og nú var kominn tími á það aftur. Ég er svo heppinn að hafa ánægju af og áhuga á mörgu, þannig að mér leggst eitthvað til. En í augnablikinu hef ég ekki hugmynd um hvað það verður,“ bætir hann við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.