Innlent

Drangeyjarfélagið fær að nýta eyna

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Perlan í Skagafirði.
Perlan í Skagafirði. Fréttablaðið/Stefán
Byggðaráð Skagafjarðar hefur ákveðiðð að veita Drangeyjarfélaginuheimild til að nytja eyna næstu þrjú árin.

„Félagið mun kappkosta að viðhalda veiðiaðferðum, veiðistöðum og ganga um eyna í fullri sátt við náttúruna eins og gert hefur verið undanfarna áratugi. Félagsmenn hafa haldið við skála í Drangey og unnið betrumbætur við lendingu og uppgöngu í eyna á kostnað félagsins,“ segir um málið í fundargerð byggðaráðs.

Fram kemur að félagið stefni að kosta uppsetningu flotbryggju við eyna og að almennt og eðlilegt aðgengi í eyjuna verði tryggt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×