Innlent

Botn verður að fást í launadeilu

Snærós Sindradóttir skrifar
Illugi Gunnarsson
Mennta- og menningarmálaráðherra
Illugi Gunnarsson Mennta- og menningarmálaráðherra Fréttablaðið/Stefán
Forystu kennara og menntamálaráðherra greinir á um hvort heppilegt sé að ræða kerfisbreytingar á borð við styttingu framhaldsskólans í kjarasamningum.

Illugi Gunnarsson ráðherra sagði á Kennaraþingi í gær að stytting framhaldsskólans sé til umræðu í kjaraviðræðum nú. „Það eru ýmis atriði í kjarasamningum kennara sem hafa áhrif á það hvernig við getum breytt skólakerfinu og þróað það. Meðal annars með styttingu framhaldsskóla.“

Formaður KÍ, Þórður Hjaltested, og formaður Bandalags háskólamanna, Guðlaug Kristjánsdóttir, sögðu bæði í erindum sínum á Kennaraþingi í gær að kjaraviðræður væru ekki réttur vettvangur til að ræða styttingu framhaldsskólans. „Við þurfum að fá botn í launamálin áður en við ræðum aðrar breytingar,“ sagði Þórður.

Undir þetta tekur Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara. „Þú ræðir ekki kerfisbreytingar í menntakerfinu við einhverja eina tiltekna fagstétt. Launamálin eru forgangsatriði og ráðherra er ekki að byrja á réttum enda.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×