Tökum ekki séns eins og með reykingarnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. mars 2014 07:00 Reiknað er með að nýr tilraunabúnaður sem dælir brennisteini djúpt í jörð verði tekinn í notkun í næstu viku. Fréttablaðið/Vilhelm „Við viljum ekkert taka sénsinn á því að sjá hvort hér verði einhverjar varanlegar skemmdir á heilsufari fólks – það er ekki séns sem við getum tekið,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, um mengun sem kemur frá Hellisheiðarvirkjun. Brennisteinsvetni mælist yfir leyfilegum mörkum við Waldorfskólann í Lækjarbotnum í landi Kópavops. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, varð við ósk og mætti á fundi bæjarráðsins á fimmtudag. „Ég hef fullan skilning á að mönnum finnst slæmt að það sé ekki búið að leysa þetta en það skilja allir og sjá að við erum af mikilli alvöru að leysa vandann,“ segir Bjarni. „Á næstu dögum hefjum við tilraunarekstur á hreinsistöð sem hreinsar frá einni vél af sex á Hellisheiði. Ef það gengur vel munum við halda áfram á sama spori.“ Að sögn Bjarna felst tilraunin í að hreinsa brennisteininn úr útblæstrinum, blanda hann vatni og dæla niður á eitt til tvö þúsund metra dýpi þar sem hann binst berginu. „Við ætlum að vísa brennisteininum til föðurhúsanna,“ segir forstjórinn, sem kveður árangur af þessu í fyrsta lagi verða metinn eftir um hálft ár. Samhliða séu fleiri aðferðir prófaðar. Rannveig Ásgeirsdóttir segir málið vera tæknilegs eðlis. „En við erum náttúrulega ekki ánægð með að það sé starfsemi fyrir börn þar sem við getum ekki almennilega vitað hvaða afleiðingar þetta hefur inn í framtíðina,“ segir Rannveig og bendir á að Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þurfi að ákvarða í samræmi við lög og reglur hvort aftur verði gefið út leyfi fyrir starfsemi skólans á þessum stað og færa þá rök fyrir því. „Það er svo algerlega á valdi Waldorfskólans til hvaða ráða hann grípur. Ef skólinn þarf að flytja þá er það hann sem hefur upp á Orkuveituna að klaga,“ segir Rannveig. Að sögn Rannveigar eru engar rannsóknir eða reynsla sem geta sagt til um langtímaáhrif jarðgasmengunarinnar frá Hellisheiði. Alltaf verði mengun á svæðinu, annað hvort koltvísýringsmengun eða af brennisteinsvetni. „Við viljum vita í hvaða farveg þessar tvær gastegundir verða settar svo þær verði ekki mengandi fyrir menn og umhverfi. Við viljum ekkert endilega taka sénsinn eins og fólk gerði hér í áratugi með reykingar,“ segir formaður bæjarráðs. Forstjóri OR bendir á að þegar Hellisheiðarvirkjun var byggð hafi ekki verið reglur um hámarksstyrk í útblæstrinum. „Ég held að menn hafi ekki áttað sig á hversu áhrifin yrðu mikil.“ Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Við viljum ekkert taka sénsinn á því að sjá hvort hér verði einhverjar varanlegar skemmdir á heilsufari fólks – það er ekki séns sem við getum tekið,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, um mengun sem kemur frá Hellisheiðarvirkjun. Brennisteinsvetni mælist yfir leyfilegum mörkum við Waldorfskólann í Lækjarbotnum í landi Kópavops. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, varð við ósk og mætti á fundi bæjarráðsins á fimmtudag. „Ég hef fullan skilning á að mönnum finnst slæmt að það sé ekki búið að leysa þetta en það skilja allir og sjá að við erum af mikilli alvöru að leysa vandann,“ segir Bjarni. „Á næstu dögum hefjum við tilraunarekstur á hreinsistöð sem hreinsar frá einni vél af sex á Hellisheiði. Ef það gengur vel munum við halda áfram á sama spori.“ Að sögn Bjarna felst tilraunin í að hreinsa brennisteininn úr útblæstrinum, blanda hann vatni og dæla niður á eitt til tvö þúsund metra dýpi þar sem hann binst berginu. „Við ætlum að vísa brennisteininum til föðurhúsanna,“ segir forstjórinn, sem kveður árangur af þessu í fyrsta lagi verða metinn eftir um hálft ár. Samhliða séu fleiri aðferðir prófaðar. Rannveig Ásgeirsdóttir segir málið vera tæknilegs eðlis. „En við erum náttúrulega ekki ánægð með að það sé starfsemi fyrir börn þar sem við getum ekki almennilega vitað hvaða afleiðingar þetta hefur inn í framtíðina,“ segir Rannveig og bendir á að Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þurfi að ákvarða í samræmi við lög og reglur hvort aftur verði gefið út leyfi fyrir starfsemi skólans á þessum stað og færa þá rök fyrir því. „Það er svo algerlega á valdi Waldorfskólans til hvaða ráða hann grípur. Ef skólinn þarf að flytja þá er það hann sem hefur upp á Orkuveituna að klaga,“ segir Rannveig. Að sögn Rannveigar eru engar rannsóknir eða reynsla sem geta sagt til um langtímaáhrif jarðgasmengunarinnar frá Hellisheiði. Alltaf verði mengun á svæðinu, annað hvort koltvísýringsmengun eða af brennisteinsvetni. „Við viljum vita í hvaða farveg þessar tvær gastegundir verða settar svo þær verði ekki mengandi fyrir menn og umhverfi. Við viljum ekkert endilega taka sénsinn eins og fólk gerði hér í áratugi með reykingar,“ segir formaður bæjarráðs. Forstjóri OR bendir á að þegar Hellisheiðarvirkjun var byggð hafi ekki verið reglur um hámarksstyrk í útblæstrinum. „Ég held að menn hafi ekki áttað sig á hversu áhrifin yrðu mikil.“
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent