Tökum ekki séns eins og með reykingarnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. mars 2014 07:00 Reiknað er með að nýr tilraunabúnaður sem dælir brennisteini djúpt í jörð verði tekinn í notkun í næstu viku. Fréttablaðið/Vilhelm „Við viljum ekkert taka sénsinn á því að sjá hvort hér verði einhverjar varanlegar skemmdir á heilsufari fólks – það er ekki séns sem við getum tekið,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, um mengun sem kemur frá Hellisheiðarvirkjun. Brennisteinsvetni mælist yfir leyfilegum mörkum við Waldorfskólann í Lækjarbotnum í landi Kópavops. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, varð við ósk og mætti á fundi bæjarráðsins á fimmtudag. „Ég hef fullan skilning á að mönnum finnst slæmt að það sé ekki búið að leysa þetta en það skilja allir og sjá að við erum af mikilli alvöru að leysa vandann,“ segir Bjarni. „Á næstu dögum hefjum við tilraunarekstur á hreinsistöð sem hreinsar frá einni vél af sex á Hellisheiði. Ef það gengur vel munum við halda áfram á sama spori.“ Að sögn Bjarna felst tilraunin í að hreinsa brennisteininn úr útblæstrinum, blanda hann vatni og dæla niður á eitt til tvö þúsund metra dýpi þar sem hann binst berginu. „Við ætlum að vísa brennisteininum til föðurhúsanna,“ segir forstjórinn, sem kveður árangur af þessu í fyrsta lagi verða metinn eftir um hálft ár. Samhliða séu fleiri aðferðir prófaðar. Rannveig Ásgeirsdóttir segir málið vera tæknilegs eðlis. „En við erum náttúrulega ekki ánægð með að það sé starfsemi fyrir börn þar sem við getum ekki almennilega vitað hvaða afleiðingar þetta hefur inn í framtíðina,“ segir Rannveig og bendir á að Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þurfi að ákvarða í samræmi við lög og reglur hvort aftur verði gefið út leyfi fyrir starfsemi skólans á þessum stað og færa þá rök fyrir því. „Það er svo algerlega á valdi Waldorfskólans til hvaða ráða hann grípur. Ef skólinn þarf að flytja þá er það hann sem hefur upp á Orkuveituna að klaga,“ segir Rannveig. Að sögn Rannveigar eru engar rannsóknir eða reynsla sem geta sagt til um langtímaáhrif jarðgasmengunarinnar frá Hellisheiði. Alltaf verði mengun á svæðinu, annað hvort koltvísýringsmengun eða af brennisteinsvetni. „Við viljum vita í hvaða farveg þessar tvær gastegundir verða settar svo þær verði ekki mengandi fyrir menn og umhverfi. Við viljum ekkert endilega taka sénsinn eins og fólk gerði hér í áratugi með reykingar,“ segir formaður bæjarráðs. Forstjóri OR bendir á að þegar Hellisheiðarvirkjun var byggð hafi ekki verið reglur um hámarksstyrk í útblæstrinum. „Ég held að menn hafi ekki áttað sig á hversu áhrifin yrðu mikil.“ Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
„Við viljum ekkert taka sénsinn á því að sjá hvort hér verði einhverjar varanlegar skemmdir á heilsufari fólks – það er ekki séns sem við getum tekið,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, um mengun sem kemur frá Hellisheiðarvirkjun. Brennisteinsvetni mælist yfir leyfilegum mörkum við Waldorfskólann í Lækjarbotnum í landi Kópavops. Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, varð við ósk og mætti á fundi bæjarráðsins á fimmtudag. „Ég hef fullan skilning á að mönnum finnst slæmt að það sé ekki búið að leysa þetta en það skilja allir og sjá að við erum af mikilli alvöru að leysa vandann,“ segir Bjarni. „Á næstu dögum hefjum við tilraunarekstur á hreinsistöð sem hreinsar frá einni vél af sex á Hellisheiði. Ef það gengur vel munum við halda áfram á sama spori.“ Að sögn Bjarna felst tilraunin í að hreinsa brennisteininn úr útblæstrinum, blanda hann vatni og dæla niður á eitt til tvö þúsund metra dýpi þar sem hann binst berginu. „Við ætlum að vísa brennisteininum til föðurhúsanna,“ segir forstjórinn, sem kveður árangur af þessu í fyrsta lagi verða metinn eftir um hálft ár. Samhliða séu fleiri aðferðir prófaðar. Rannveig Ásgeirsdóttir segir málið vera tæknilegs eðlis. „En við erum náttúrulega ekki ánægð með að það sé starfsemi fyrir börn þar sem við getum ekki almennilega vitað hvaða afleiðingar þetta hefur inn í framtíðina,“ segir Rannveig og bendir á að Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þurfi að ákvarða í samræmi við lög og reglur hvort aftur verði gefið út leyfi fyrir starfsemi skólans á þessum stað og færa þá rök fyrir því. „Það er svo algerlega á valdi Waldorfskólans til hvaða ráða hann grípur. Ef skólinn þarf að flytja þá er það hann sem hefur upp á Orkuveituna að klaga,“ segir Rannveig. Að sögn Rannveigar eru engar rannsóknir eða reynsla sem geta sagt til um langtímaáhrif jarðgasmengunarinnar frá Hellisheiði. Alltaf verði mengun á svæðinu, annað hvort koltvísýringsmengun eða af brennisteinsvetni. „Við viljum vita í hvaða farveg þessar tvær gastegundir verða settar svo þær verði ekki mengandi fyrir menn og umhverfi. Við viljum ekkert endilega taka sénsinn eins og fólk gerði hér í áratugi með reykingar,“ segir formaður bæjarráðs. Forstjóri OR bendir á að þegar Hellisheiðarvirkjun var byggð hafi ekki verið reglur um hámarksstyrk í útblæstrinum. „Ég held að menn hafi ekki áttað sig á hversu áhrifin yrðu mikil.“
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira