Kallinn er sífellt öskrandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2014 06:30 Guðbjörg í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir gekk um áramótin til liðs við þýska stórliðið Turbine Potsdam. Guðbjörg vann sér strax sæti í byrjunarliðinu en liðið er á toppnum í þýsku deildinni og fram undan eru leikir í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég hef fengið að spila allar mínúturnar og það var markmiðið. Það er ekki verra að halda markinu hreinu en það er nú léttara þegar það er gott lið fyrir framan mann,“ segir Guðbjörg sem fékk á sig mark eftir átta mínútur í fyrsta leiknum en hefur nú haldið markinu hreinu í 352 mínútur.Æfum eins og geðsjúklingar „Þetta er örugglega erfiðara en ég bjóst við. Það er ástæða fyrir því að þær eru svona góðar í þýska landsliðinu. Við æfum eins og geðsjúklingar og þær hæfustu lifa af og fá að spila,“ segir Guðbjörg. „Karlinn er trylltur og öskrandi allan tímann. Það þorir enginn að slaka á í sekúndu. Þetta er einhver blanda af virðingu og hræðslu við hann. Tveggja metra maður sem öskrar á þig stanslaust,“ segir Guðbjörg um þjálfarann Bernd Schröder. Guðbjörg neitaði að fara út af í 4-0 sigri á Duisburg í fyrrakvöld þrátt fyrir að hafa fengið spark í höfuðið. „Ég fann ekki fyrir því að ég hefði fengið svona rosalega stóra kúlu. Ég fékk spark í hausinn en ég neitaði að fara út af,“ segir hún. „Eftir leikinn var ég komin með aukabolta á hausinn. Ef ég hefði verið útileikmaður þá hefði ég farið beint út af því ég hefði aldrei getað skallað boltann eftir þetta,“ segir Guðbjörg og með þessu vann hún sér inn stig hjá öllum í liðinu.Geðveikur víkingur „Þær kölluðu mig geðveikan víking og hlógu bara að mér. Ég held líka að þjálfarinn hafi áttað sig á því að ég er enginn „vælari“. Ég vildi alls ekki fara út af og eiga það á hættu að missa sætið mitt og spila ekki um helgina,“ segir Guðbjörg en Potsdam mætir þá Hallberu Gísladóttur og félögum hennar í ítalska liðinu Torres í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Það verður gaman að mæta henni. Það virðist enginn vera sérstaklega stressaður en það er pínu hættulegt að hugsa svoleiðis. Við erum klárlega stóra liðið í þessari viðureign,“ segir Guðbjörg sem gæti orðið fyrsta íslenska konan til þess að vinna Meistaradeildina. „Þetta er mjög spennandi keppni. Lyon, sem hefur unnið þetta síðustu árin, datt út fyrir Potsdam. Ef við komumst áfram verður það Potsdam – Wolfsburg í undanúrslitunum og ég held að liðið sem vinnur þar komi til með að vinna keppnina,“ segir Guðbjörg. Hún er nýkomin frá Algarve en Ísland náði 3. sætinu þar.Líta á að komast í landsliðið sem frí „Það var mjög fínt að komast í nýtt umhverfi. Það eru flestar í liðinu hér sem líta á það sem pínu frí að fara að hitta landsliðið,“ segir Guðbjörg. „Það var hlegið svolítið að mér eftir að við töpuðum 5-0 á móti Þýskalandi. Ég vissi samt alveg að ég myndi fá að heyra það,“ segir Guðbjörg en tveir liðsfélagar hennar hjá Potsdam léku með þýska liðinu. Fótbolti Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Sjá meira
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir gekk um áramótin til liðs við þýska stórliðið Turbine Potsdam. Guðbjörg vann sér strax sæti í byrjunarliðinu en liðið er á toppnum í þýsku deildinni og fram undan eru leikir í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég hef fengið að spila allar mínúturnar og það var markmiðið. Það er ekki verra að halda markinu hreinu en það er nú léttara þegar það er gott lið fyrir framan mann,“ segir Guðbjörg sem fékk á sig mark eftir átta mínútur í fyrsta leiknum en hefur nú haldið markinu hreinu í 352 mínútur.Æfum eins og geðsjúklingar „Þetta er örugglega erfiðara en ég bjóst við. Það er ástæða fyrir því að þær eru svona góðar í þýska landsliðinu. Við æfum eins og geðsjúklingar og þær hæfustu lifa af og fá að spila,“ segir Guðbjörg. „Karlinn er trylltur og öskrandi allan tímann. Það þorir enginn að slaka á í sekúndu. Þetta er einhver blanda af virðingu og hræðslu við hann. Tveggja metra maður sem öskrar á þig stanslaust,“ segir Guðbjörg um þjálfarann Bernd Schröder. Guðbjörg neitaði að fara út af í 4-0 sigri á Duisburg í fyrrakvöld þrátt fyrir að hafa fengið spark í höfuðið. „Ég fann ekki fyrir því að ég hefði fengið svona rosalega stóra kúlu. Ég fékk spark í hausinn en ég neitaði að fara út af,“ segir hún. „Eftir leikinn var ég komin með aukabolta á hausinn. Ef ég hefði verið útileikmaður þá hefði ég farið beint út af því ég hefði aldrei getað skallað boltann eftir þetta,“ segir Guðbjörg og með þessu vann hún sér inn stig hjá öllum í liðinu.Geðveikur víkingur „Þær kölluðu mig geðveikan víking og hlógu bara að mér. Ég held líka að þjálfarinn hafi áttað sig á því að ég er enginn „vælari“. Ég vildi alls ekki fara út af og eiga það á hættu að missa sætið mitt og spila ekki um helgina,“ segir Guðbjörg en Potsdam mætir þá Hallberu Gísladóttur og félögum hennar í ítalska liðinu Torres í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Það verður gaman að mæta henni. Það virðist enginn vera sérstaklega stressaður en það er pínu hættulegt að hugsa svoleiðis. Við erum klárlega stóra liðið í þessari viðureign,“ segir Guðbjörg sem gæti orðið fyrsta íslenska konan til þess að vinna Meistaradeildina. „Þetta er mjög spennandi keppni. Lyon, sem hefur unnið þetta síðustu árin, datt út fyrir Potsdam. Ef við komumst áfram verður það Potsdam – Wolfsburg í undanúrslitunum og ég held að liðið sem vinnur þar komi til með að vinna keppnina,“ segir Guðbjörg. Hún er nýkomin frá Algarve en Ísland náði 3. sætinu þar.Líta á að komast í landsliðið sem frí „Það var mjög fínt að komast í nýtt umhverfi. Það eru flestar í liðinu hér sem líta á það sem pínu frí að fara að hitta landsliðið,“ segir Guðbjörg. „Það var hlegið svolítið að mér eftir að við töpuðum 5-0 á móti Þýskalandi. Ég vissi samt alveg að ég myndi fá að heyra það,“ segir Guðbjörg en tveir liðsfélagar hennar hjá Potsdam léku með þýska liðinu.
Fótbolti Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Sjá meira