Innlent

Orkuveitan skýri aðgerðir gegn loftmengun

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Loftmengun stafar frá Hellisheiðarvirkjun.
Loftmengun stafar frá Hellisheiðarvirkjun. Fréttablaðið/Vilhelm
Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs hefur tekið undir samþykkt Heilbrigðiseftirlitsins um loftmengun í Lækjarbotnum. Nefndin vill að Orkuveitan geri grein fyrir aðgerðaáætlun á svæðinu.



„Heilbrigðisnefnd telur í ljósi mælinga sem fram hafa farið á styrk brennisteinsvetnis í Lækjarbotnum í Kópavogi fyllstu ástæðu til að rekstraraðili orkuversins á og við Hellisheiði láti framkvæma á sinn kostnað ítarlega kortlagningu á mengun á svæðinu, svo gengið verði úr skugga um að rekstri skóla og íbúðabyggð sé óhætt að vera á svæðinu við óbreyttar aðstæður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×