Innlent

Fornritin í sal borgarstjórnar

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Borgarstjórnarsalurinn er öruggur og upplýstur salur fyrir fornritin segja sjálfstæðismenn.
Borgarstjórnarsalurinn er öruggur og upplýstur salur fyrir fornritin segja sjálfstæðismenn. Fréttablaðið/Anton
Fornrit Íslendinga gætu orðið til sýnis í fundarsal borgarstjórnar Reykjavíkur í sumar nái tillaga sjálfstæðismanna fram að ganga.



„Fyrirsjáanlega er enn langt í að varanleg sýningaraðstaða verði byggð yfir fornritin. Fjölmargir, bæði erlendir ferðamenn og Íslendingar, hafa bent á að merkasti fjársjóður í eigu þjóðarinnar er hvergi sýnilegur,“ segir í tillögu sjálfstæðismanna sem minna á að Reykjavík er bókmenntaborg UNESCO og vilja að borgin bjóði borgarstjórnarsalinn endurgjaldslaust fyrir sumarsýningu á handritunum í þeim mánuðum sumarsins sem borgarstjórnarfundir falla niður.-gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×