Innlent

Launamunur kynja minnstur í Kópavogsbæ

Bjarki Ármannsson skrifar
Kópavogur stefnir á að gera aðra launakönnun fyrir árslok 2015.
Kópavogur stefnir á að gera aðra launakönnun fyrir árslok 2015. Vísir/Stefán
Kynbundinn munur á heildarlaunum hjá Kópavogsbæ er sá minnsti í stærstu sveitarfélögum landsins og fer minnkandi. Munurinn er 3,25 prósent körlum í vil samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var fyrir bæinn.

Þetta kemur fram í frétt á vef Kópavogsbæjar. Síðasta rannsókn á kynbundnum launamun hjá bænum var gerð árið 2003 en þá reyndist hann 4,7 prósent. Enginn kynbundinn munur er á dagvinnulaunum.

Til samanburðar er munurinn 5,8 prósent í Reykjavík og 6,1 prósent í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×