Segir að brotið hafi verið á friðhelgi öryrkja um árabil Þorgils Jónsson skrifar 11. febrúar 2014 10:40 Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar Framtíðar, var meðal fárra þingmanna sem hittu mótmælendur fyrir í gær. Hann mátti þó sætta sig við svívirðingar frá einum fundarmanni sem sést aftast á þessari mynd. Fréttablaðið/Valli Skýr skilaboð Þessi var meðal mótmælenda á Austurvelli í gær. Þar var frekar fámennt, en þess var krafist að frekara tillit yrði tekið til krafna öryrkja um friðhelgi einkalífsins. Fréttablaðið/Valli Deilan um breytingu á lögum um almannatryggingar sem nýverið tók gildi felst ekki aðeins í skiptum skoðunum á auknum heimildum til eftirlits til handa Tryggingastofnun ríkisins (TR) til að stemma stigu við bótasvikum, heldur um misrétti sem öryrkjar hafa þurft að þola í þessu sambandi um árabil. Þetta segir Helga Björk Grétudóttir, sem stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær. „Það er rætt um einhverjar smábreytingar á lögum,“ segir Helga, „en við erum búin að segja í mörg ár að í þessum lögum felst mismunun og mannréttindabrot varðandi öryrkja og friðhelgi einkalífs.“ Engir hópar þurfi að sætta sig við eins mikið eftirlit. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) sendi inn umsögn þegar málið var til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis. Þar segir meðal annars: „Það er mat ÖBÍ að með ákvæðum frumvarpsins um upplýsingaskyldu og eftirlitsheimildir opinberra aðila sé gengið of langt í skerðingu friðhelgi einkalífs.“ Þá segir ÖBÍ að ein grein frumvarpsins, sem laut að því að heimila, þegar rökstuddur grunur leikur á því að bótaréttur sé ekki fyrir hendi, að fresta greiðslum meðan mál er rannsakað, færi TR of mikið vald. „Hér telur ÖBÍ réttast að meðalhófs verði gætt, þannig að refsingu sé ekki beitt þar sem dómur hefur ekki verið felldur,“ segir í umsögninni. Öryrkjum finnst sem þeim tilmælum hafi ekki verið svarað í framhaldinu. „Það var í raun ekki tekið tillit til okkar umsagnar og við erum vitanlega ekki sátt við það,“ segir Ellen Calmon, formaður ÖBÍ, í samtali við Fréttablaðið. Helga segir að fólk vilji einfaldlega láta taka umrædda mismunun út, en það virðist ekki komast til skila. „Það er verið að agnúast út í einstakar greinar, en málið snýst um að árum saman hafi verið hér mismunun þar sem Tryggingastofnun getur farið inn í alla okkar reikninga, en ekki hjá öðrum hópum.“ Sárafáir þingmenn komu út á Austurvöll til fundar við mótmælendur, en Helga segir auðvelt að skýra það. „Þeir þora ekki að tala við okkur. Þeir vita upp á sig skömmina.“Píratar báðust afsökunar - Tveir þingmanna Pírata, þau Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir, sáu eftir því að hafa greitt frumvarpinu atkvæði sitt eftir að þau glöggvuðu sig á eftirlitsheimildunum sem í þeim fólust. Þau báðust afsökunar og Birgitta ætlaði að athuga hvort hún gæti fengið atkvæði sínu snúið við eftir á. - Fram kom í úttekt Ríkisendurskoðunar á síðasta ári, að leiða mætti líkur að því að hálfur fjórði milljarður króna færi í bótasvik á ári hverju. - Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði á bloggsíðu sinni um auknar eftirlitsheimildir að: „Þeir fjármunir sem greiddir eru úr sameiginlegum sjóðum okkar eiga að fara til þeirra sem eiga rétt á þeim. Bótasvik eru einfaldlega þjófnaður og skaða okkur öll. Því tel ég að þingmenn sem studdu lagabreytinguna geti verið bæði stoltir af sinni vönduðu vinnu og stuðningi sínum við málið.“ Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Skýr skilaboð Þessi var meðal mótmælenda á Austurvelli í gær. Þar var frekar fámennt, en þess var krafist að frekara tillit yrði tekið til krafna öryrkja um friðhelgi einkalífsins. Fréttablaðið/Valli Deilan um breytingu á lögum um almannatryggingar sem nýverið tók gildi felst ekki aðeins í skiptum skoðunum á auknum heimildum til eftirlits til handa Tryggingastofnun ríkisins (TR) til að stemma stigu við bótasvikum, heldur um misrétti sem öryrkjar hafa þurft að þola í þessu sambandi um árabil. Þetta segir Helga Björk Grétudóttir, sem stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær. „Það er rætt um einhverjar smábreytingar á lögum,“ segir Helga, „en við erum búin að segja í mörg ár að í þessum lögum felst mismunun og mannréttindabrot varðandi öryrkja og friðhelgi einkalífs.“ Engir hópar þurfi að sætta sig við eins mikið eftirlit. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) sendi inn umsögn þegar málið var til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis. Þar segir meðal annars: „Það er mat ÖBÍ að með ákvæðum frumvarpsins um upplýsingaskyldu og eftirlitsheimildir opinberra aðila sé gengið of langt í skerðingu friðhelgi einkalífs.“ Þá segir ÖBÍ að ein grein frumvarpsins, sem laut að því að heimila, þegar rökstuddur grunur leikur á því að bótaréttur sé ekki fyrir hendi, að fresta greiðslum meðan mál er rannsakað, færi TR of mikið vald. „Hér telur ÖBÍ réttast að meðalhófs verði gætt, þannig að refsingu sé ekki beitt þar sem dómur hefur ekki verið felldur,“ segir í umsögninni. Öryrkjum finnst sem þeim tilmælum hafi ekki verið svarað í framhaldinu. „Það var í raun ekki tekið tillit til okkar umsagnar og við erum vitanlega ekki sátt við það,“ segir Ellen Calmon, formaður ÖBÍ, í samtali við Fréttablaðið. Helga segir að fólk vilji einfaldlega láta taka umrædda mismunun út, en það virðist ekki komast til skila. „Það er verið að agnúast út í einstakar greinar, en málið snýst um að árum saman hafi verið hér mismunun þar sem Tryggingastofnun getur farið inn í alla okkar reikninga, en ekki hjá öðrum hópum.“ Sárafáir þingmenn komu út á Austurvöll til fundar við mótmælendur, en Helga segir auðvelt að skýra það. „Þeir þora ekki að tala við okkur. Þeir vita upp á sig skömmina.“Píratar báðust afsökunar - Tveir þingmanna Pírata, þau Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir, sáu eftir því að hafa greitt frumvarpinu atkvæði sitt eftir að þau glöggvuðu sig á eftirlitsheimildunum sem í þeim fólust. Þau báðust afsökunar og Birgitta ætlaði að athuga hvort hún gæti fengið atkvæði sínu snúið við eftir á. - Fram kom í úttekt Ríkisendurskoðunar á síðasta ári, að leiða mætti líkur að því að hálfur fjórði milljarður króna færi í bótasvik á ári hverju. - Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði á bloggsíðu sinni um auknar eftirlitsheimildir að: „Þeir fjármunir sem greiddir eru úr sameiginlegum sjóðum okkar eiga að fara til þeirra sem eiga rétt á þeim. Bótasvik eru einfaldlega þjófnaður og skaða okkur öll. Því tel ég að þingmenn sem studdu lagabreytinguna geti verið bæði stoltir af sinni vönduðu vinnu og stuðningi sínum við málið.“
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira