Nánasarlegur fornleifasjóður Freyr Bjarnason skrifar 8. febrúar 2014 07:00 Ármann Guðmundsson gagnrýnir hvernig staðið var að fjárúthlutun forsætisráðuneytisins. Fréttablaðið/GVA Félag fornleifafræðinga hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með fjárúthlutun forsætisráðuneytisins sem var gerð opinber á miðvikudag. Þar var úthlutað 205 milljónum króna til „atvinnuskapandi verkefna“ víða um land sem flest lúta að viðgerðum friðaðra húsa, stuðningi við safnastarf og viðhaldi fornminja. „Við erum ekki ósátt við að þessum peningum hafi verið veitt í þessi verkefni en við gagnrýnum hvernig að þessu var staðið,“ segir Ármann Guðmundsson, formaður Félags fornleifafræðinga. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að óljóst sé hvernig staðið var að faglegu mati við úthlutunina, sem skjóti skökku við þegar verkefnin hefðu flest getað fallið innan núverandi kerfis faglegra samkeppnissjóða, þ.e. húsafriðunarsjóðs, fornminjasjóðs eða safnasjóðs. „Við erum búin að vera í samskiptum við forsætisráðuneytið og fengum vilyrði fyrir því að hið faglega samstarf á milli okkar yrði aukið. Þá skýtur skökku við að það hafi verið úthlutað svona miklu án þess að tala við kóng eða prest,“ segir Ármann. Hann bætir við að fleiri hafi lýst yfir undrun sinni á vinnubrögðunum, þar á meðal Félag safnamanna. Þar hafi ekki verið haft samband við einn né neinn. Samtals voru fjárframlög ríkisins til húsafriðunarsjóðs, fornminjasjóðs og safnasjóðs árið 2014 197,7 milljónir. Úthlutunin upp á 205 milljónir er því nokkuð hærri en samkeppnissjóðirnir fá þar sem gerð er krafa um faglegan rökstuðning, vönduð vinnubrögð og skýrar fjárhags- og verkáætlanir. Í yfirlýsingunni skorar Félag fornleifafræðinga á forsætisráðherra að beita sér fyrir því að a.m.k. hluta af fjármunum verði veitt í samkeppnissjóði, þar sem fjárþörf og gæði verkefna á sviði þjóðmenningar séu metin á jafnræðisgrundvelli. „Félag fornleifafræðinga barðist mikið fyrir því að fá að hækka fornminjasjóð. Þessi sjóður er nánasarlegur. Hann er í dag 32 milljónir en við vildum að hann yrði jafn hár og hann var, 40 milljónir. Það var ekki hægt að verða við því en svo eru til peningar fyrir þetta. Ég veit að mörgum í þessum bransa finnst skrítið hvernig að þessu var staðið.“Dregist saman um sjötíu prósent Fjármagn til fornleifarannsókna hefur minnkað um í kringum 70 prósent á undanförnum árum segir Ármann Guðmundsson, formaður Félags fornleifafræðinga. Sótt hafi verið um í fornminjasjóð fyrir 168 milljónir en einungis 32 séu til skiptanna. „Mörgum góðum umsóknum verður væntanlega synjað,“ segir hann. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Félag fornleifafræðinga hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með fjárúthlutun forsætisráðuneytisins sem var gerð opinber á miðvikudag. Þar var úthlutað 205 milljónum króna til „atvinnuskapandi verkefna“ víða um land sem flest lúta að viðgerðum friðaðra húsa, stuðningi við safnastarf og viðhaldi fornminja. „Við erum ekki ósátt við að þessum peningum hafi verið veitt í þessi verkefni en við gagnrýnum hvernig að þessu var staðið,“ segir Ármann Guðmundsson, formaður Félags fornleifafræðinga. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að óljóst sé hvernig staðið var að faglegu mati við úthlutunina, sem skjóti skökku við þegar verkefnin hefðu flest getað fallið innan núverandi kerfis faglegra samkeppnissjóða, þ.e. húsafriðunarsjóðs, fornminjasjóðs eða safnasjóðs. „Við erum búin að vera í samskiptum við forsætisráðuneytið og fengum vilyrði fyrir því að hið faglega samstarf á milli okkar yrði aukið. Þá skýtur skökku við að það hafi verið úthlutað svona miklu án þess að tala við kóng eða prest,“ segir Ármann. Hann bætir við að fleiri hafi lýst yfir undrun sinni á vinnubrögðunum, þar á meðal Félag safnamanna. Þar hafi ekki verið haft samband við einn né neinn. Samtals voru fjárframlög ríkisins til húsafriðunarsjóðs, fornminjasjóðs og safnasjóðs árið 2014 197,7 milljónir. Úthlutunin upp á 205 milljónir er því nokkuð hærri en samkeppnissjóðirnir fá þar sem gerð er krafa um faglegan rökstuðning, vönduð vinnubrögð og skýrar fjárhags- og verkáætlanir. Í yfirlýsingunni skorar Félag fornleifafræðinga á forsætisráðherra að beita sér fyrir því að a.m.k. hluta af fjármunum verði veitt í samkeppnissjóði, þar sem fjárþörf og gæði verkefna á sviði þjóðmenningar séu metin á jafnræðisgrundvelli. „Félag fornleifafræðinga barðist mikið fyrir því að fá að hækka fornminjasjóð. Þessi sjóður er nánasarlegur. Hann er í dag 32 milljónir en við vildum að hann yrði jafn hár og hann var, 40 milljónir. Það var ekki hægt að verða við því en svo eru til peningar fyrir þetta. Ég veit að mörgum í þessum bransa finnst skrítið hvernig að þessu var staðið.“Dregist saman um sjötíu prósent Fjármagn til fornleifarannsókna hefur minnkað um í kringum 70 prósent á undanförnum árum segir Ármann Guðmundsson, formaður Félags fornleifafræðinga. Sótt hafi verið um í fornminjasjóð fyrir 168 milljónir en einungis 32 séu til skiptanna. „Mörgum góðum umsóknum verður væntanlega synjað,“ segir hann.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira