Hreint glapræði að afnema verðtrygginguna strax Höskuldur Kári Schram skrifar 8. febrúar 2014 11:00 Brynjar Níelsson Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson var kjörinn á þing í síðustu kosningum en áður hafði hann starfað sem lögfræðingur í nærri þrjá áratugi. Brynjar segir að umræðan í kjölfar bankahrunsins hafi orðið til þess að hann fór að hugsa meira um þjóðmálin. „Eftir hrunið fór ég að tjá mig um þjóðmálin og hafði áhyggjur af því hvert þetta væri að stefna og hvernig viðbrögð voru við hruninu. Ég hafði skoðun á því og taldi rétt að viðra hana. Svo vatt þetta upp á sig og menn fóru að spyrja hvort ég vildi ekki fara alla leið,“ segir Brynjar. Brynjar hefur ekki verið þekktur fyrir það að liggja á sínum skoðunum en hann hefur meðal annars skrifað um þá hættu sem gæti skapast ef dómarar láta undan þrýstingi almennings í dómsmálum sem tengjast hruninu. Mikil reiði hafi ríkt í samfélaginu og dómarar finni fyrir þessari reiði. „Það er undirliggjandi þrýstingur og við erum bara mannleg. Það er ekkert grín að eiga við þetta en ég geri þá kröfu að menn standi í lappirnar.“ Erfitt að afnema verðtrygginguna Starfshópur ríkisstjórnarinnar um afnám verðtryggingar á neytendalánum skilaði tillögum í síðasta mánuði. Skiptar skoðanir eru um tillögur hópsins en Brynjar vill stíga varlega til jarðar í málinu. „Við erum með lífeyrissjóðskerfi sem byggir á þessu. Hefði verðtryggingunni ekki verið komið á á sínum tíma þá værum við ekki með svona sterkt lífeyrissjóðskerfi. Menn verða að horfa á þetta í samhengi. Það eru gallar við verðtrygginguna. Það er spurning hvort hægt sé að laga hana með einhverjum hætti. Er það til að mynda sjálfsagt að hver einasta olíuverðshækkun komi af fullum krafti inn í neysluvísitöluna? [...] Ef verð á olíu hækkar þá dregur að sama skapi úr notkun. Þetta er ekki alltaf eðlilegur mælikvarði. Spurningin er að skoða hvort ný lán verði með öðrum hætti og öðrum viðmiðunum. En taka [verðtrygginguna] úr gildi núna með lífeyrissjóðskerfið sem við erum með, með Íbúðalánasjóð, það væri glapræði. Hreint glapræði,“ segir Brynjar.Tillögur stjórnlagaráðs gengu of langt Sérstök stjórnarskrárnefnd undir forystu Sigurðar Líndal lagaprófessors vinnur að tillögum að breytingum á stjórnarskránni í samræmi við samkomulag þingflokka frá því í fyrra. Brynjar vill skilgreina betur hlutverk forseta Íslands og valdsvið embættisins. „Þó að Ólafur Ragnar Grímsson hafi að mörgu leyti staðið sig mjög vel þá vil ég hafa einhverja festu í þessu þannig að menn viti hvar valdmörkin eru. En ekki að forseti móti þetta eftir sínu höfði og ríkisstjórnin viti ekki sitt rjúkandi ráð,“ segir Brynjar. Hann vill líka setja inn sérstakt ákvæði í stjórnarskrána þannig að ákveðinn hluti þjóðarinnar geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ég held að það sé almenn samstaða um það milli allra flokka. Þetta er spurning hvernig á að framkvæma þetta,“ segir Brynjar. Hann segir hins vegar að tillögur stjórnlagaráðs hafi gengið of langt. „Tillögurnar báru þess merki að menn vildu bylta íslensku samfélagi. Þetta var gjörbreyting sem var samin við erfiðar og skrítnar aðstæður. Ég held að það hafi verið rétt að klára það mál ekki. Margt af þessu er mjög nytsamlegt og verður hluti af þessari vinnu sem við þurfum að fara í. Mér finnst mikilvægt að stjórnarskrá, sem er okkar sáttmáli, sé að minnsta kosti gerð í sæmilegri sátt. Við getum náð sátt um mjög margt þegar kemur að stóru málunum.“ Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Brynjar Níelsson var kjörinn á þing í síðustu kosningum en áður hafði hann starfað sem lögfræðingur í nærri þrjá áratugi. Brynjar segir að umræðan í kjölfar bankahrunsins hafi orðið til þess að hann fór að hugsa meira um þjóðmálin. „Eftir hrunið fór ég að tjá mig um þjóðmálin og hafði áhyggjur af því hvert þetta væri að stefna og hvernig viðbrögð voru við hruninu. Ég hafði skoðun á því og taldi rétt að viðra hana. Svo vatt þetta upp á sig og menn fóru að spyrja hvort ég vildi ekki fara alla leið,“ segir Brynjar. Brynjar hefur ekki verið þekktur fyrir það að liggja á sínum skoðunum en hann hefur meðal annars skrifað um þá hættu sem gæti skapast ef dómarar láta undan þrýstingi almennings í dómsmálum sem tengjast hruninu. Mikil reiði hafi ríkt í samfélaginu og dómarar finni fyrir þessari reiði. „Það er undirliggjandi þrýstingur og við erum bara mannleg. Það er ekkert grín að eiga við þetta en ég geri þá kröfu að menn standi í lappirnar.“ Erfitt að afnema verðtrygginguna Starfshópur ríkisstjórnarinnar um afnám verðtryggingar á neytendalánum skilaði tillögum í síðasta mánuði. Skiptar skoðanir eru um tillögur hópsins en Brynjar vill stíga varlega til jarðar í málinu. „Við erum með lífeyrissjóðskerfi sem byggir á þessu. Hefði verðtryggingunni ekki verið komið á á sínum tíma þá værum við ekki með svona sterkt lífeyrissjóðskerfi. Menn verða að horfa á þetta í samhengi. Það eru gallar við verðtrygginguna. Það er spurning hvort hægt sé að laga hana með einhverjum hætti. Er það til að mynda sjálfsagt að hver einasta olíuverðshækkun komi af fullum krafti inn í neysluvísitöluna? [...] Ef verð á olíu hækkar þá dregur að sama skapi úr notkun. Þetta er ekki alltaf eðlilegur mælikvarði. Spurningin er að skoða hvort ný lán verði með öðrum hætti og öðrum viðmiðunum. En taka [verðtrygginguna] úr gildi núna með lífeyrissjóðskerfið sem við erum með, með Íbúðalánasjóð, það væri glapræði. Hreint glapræði,“ segir Brynjar.Tillögur stjórnlagaráðs gengu of langt Sérstök stjórnarskrárnefnd undir forystu Sigurðar Líndal lagaprófessors vinnur að tillögum að breytingum á stjórnarskránni í samræmi við samkomulag þingflokka frá því í fyrra. Brynjar vill skilgreina betur hlutverk forseta Íslands og valdsvið embættisins. „Þó að Ólafur Ragnar Grímsson hafi að mörgu leyti staðið sig mjög vel þá vil ég hafa einhverja festu í þessu þannig að menn viti hvar valdmörkin eru. En ekki að forseti móti þetta eftir sínu höfði og ríkisstjórnin viti ekki sitt rjúkandi ráð,“ segir Brynjar. Hann vill líka setja inn sérstakt ákvæði í stjórnarskrána þannig að ákveðinn hluti þjóðarinnar geti kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ég held að það sé almenn samstaða um það milli allra flokka. Þetta er spurning hvernig á að framkvæma þetta,“ segir Brynjar. Hann segir hins vegar að tillögur stjórnlagaráðs hafi gengið of langt. „Tillögurnar báru þess merki að menn vildu bylta íslensku samfélagi. Þetta var gjörbreyting sem var samin við erfiðar og skrítnar aðstæður. Ég held að það hafi verið rétt að klára það mál ekki. Margt af þessu er mjög nytsamlegt og verður hluti af þessari vinnu sem við þurfum að fara í. Mér finnst mikilvægt að stjórnarskrá, sem er okkar sáttmáli, sé að minnsta kosti gerð í sæmilegri sátt. Við getum náð sátt um mjög margt þegar kemur að stóru málunum.“
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira