Menntamálaráðherra og rektor Háskólans á Bifröst hafa undirritað samning um framhald tilraunaverkefnis um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi.
Meginmarkmið samningsins er að efla ráðgjöf til fyrirtækja um nám á vinnustað, auka samstarf atvinnulífs og fræðsluaðila í kjördæminu um starfstengt nám, fjölga einstaklingum sem ljúka iðnnámi og efla íslenskukunnáttu innflytjenda.
Verkefnið er liður í átaki til þess að hækka menntunarstig í íslensku atvinnulífi og eitt af nokkrum verkefnum sem sett voru af stað í framhaldi af kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins í maí 2011.

