Alfreð sá eini með tvö tuttugu marka tímabil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Alfreð Finnbogason fagnar hér marki sínu um helgina en hann náði með því sögulegu afreki. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason varð um helgina fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem nær að skora tuttugu mörk á tveimur tímabilum í efstu deild erlendis. Alfreð skoraði sitt tuttugasta deildarmark á leiktíðinni fyrir Heerenveen í 3-0 sigri á ADO Den Haag. Alfreð skoraði 24 deildarmörk fyrir Heerenveen á síðustu leiktíð og setti þar markamet hjá Íslendingi í efstu deild en hann varð þá aðeins þriðji íslenski atvinnumaðurinn sem nær því að brjóta tuttugu marka múrinn.Pétur Pétursson var stofnmeðlimur tuttugu marka klúbbsins þegar hann skoraði 23 mörk í 33 leikjum fyrir hollenska liðið Feyenoord tímabilið 1979-80.Atli Eðvaldsson bættist í tuttugu marka klúbbinn rúmum þremur árum síðar þegar hann skoraði 21 mark í 34 leikjum með Fortuna Düsseldorf í vestur-þýsku úrvalsdeildinni 1982-83. Bæði Pétur og Atli urðu í öðru sæti á listanum yfir markahæstu leikmenn en Alfreð varð þriðji markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni í fyrra. Alfreð stoppaði ekki lengi í 19 mörkunum en tveir atvinnumenn voru einu marki frá því að komast í tuttugu marka klúbbinn en það voru þeir Teitur Þórðarson og Arnór Guðjohnsen. Teitur skoraði 19 mörk fyrir Lens tímabilið 1981-82 og varð fjórði markahæsti maður deildarinnar. Arnór Guðjohnsen varð markahæsti leikmaður belgísku deildarinnar 1986-87 þegar hann skoraði 19 mörk í 34 leikjum. Alfreð hefur nú skorað í fimm deildarleikjum í röð og aðeins mistekist að skora í 4 af 18 deildarleikjum sínum á þessu tímabili. Mark hans á laugardaginn kom úr víti en 7 af þessum 20 mörkum hans í vetur hafa komið af vítapunktinum. Alfreð er markahæstur í hollensku deildinni eins og hann hefur verið nær allt tímabilið. Hann er nú með fjögurra marka forskot á Graziano Pellè hjá Feyenoord. Hér fyrir neðan má sjá bestu markatímabil íslenskra leikmanna í efstu deild í Evrópu en Aron Jóhannsson, sem hefur þegar skorað 12 mörk fyrir AZ Alkmaar á tímabilinu, á góða möguleika á því að komast á listann.Flest mörk hjá íslenskum leikmanni í evrópskri deild: 24 mörk Alfreð Finnbogason Heerenveen, Hollandi 2012-1323 mörk Pétur Pétursson Feyenoord, Hollandi 1979-8021 mark Atli Eðvaldsson ortuna Düsseldorf, Vestur-Þýskalandi 1982-8320 mörk Alfreð Finnbogason Heerenveen, Hollandi 2013-1419 mörk Arnór Guðjohnsen, Anderlecht, Belgíu 1986-87 Teitur Þórðarson, Lens, Frakklandi 1981-8218 mörk Arnar Grétarsson, Lokeren, Belgíu 2002-03 Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk, Noregi 200617 mörk Ríkharður Daðason, Viking, Noregi 1999 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Norrköping, Svíþjóð 201216 mörk Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Halmstad, Svíþjóð 2005 Heiðar Helguson, Lilleström, Noregi 199915 mörk Tryggvi Guðmundsson Tromsö, Noregi 2000 Tryggvi Guðmundsson Stabæk, Noregi 2002 Ríkharður Daðason, Viking, Noregi 1998 Ríkharður Daðason, Viking, Noregi 2000 Sigurður Grétarsson, Luzern, Sviss 1985-86 Kolbeinn Sigþórsson, AZ Alkmaar, Holland 2010-11 Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk, Noregi 2007 Fótbolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Alfreð Finnbogason varð um helgina fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem nær að skora tuttugu mörk á tveimur tímabilum í efstu deild erlendis. Alfreð skoraði sitt tuttugasta deildarmark á leiktíðinni fyrir Heerenveen í 3-0 sigri á ADO Den Haag. Alfreð skoraði 24 deildarmörk fyrir Heerenveen á síðustu leiktíð og setti þar markamet hjá Íslendingi í efstu deild en hann varð þá aðeins þriðji íslenski atvinnumaðurinn sem nær því að brjóta tuttugu marka múrinn.Pétur Pétursson var stofnmeðlimur tuttugu marka klúbbsins þegar hann skoraði 23 mörk í 33 leikjum fyrir hollenska liðið Feyenoord tímabilið 1979-80.Atli Eðvaldsson bættist í tuttugu marka klúbbinn rúmum þremur árum síðar þegar hann skoraði 21 mark í 34 leikjum með Fortuna Düsseldorf í vestur-þýsku úrvalsdeildinni 1982-83. Bæði Pétur og Atli urðu í öðru sæti á listanum yfir markahæstu leikmenn en Alfreð varð þriðji markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni í fyrra. Alfreð stoppaði ekki lengi í 19 mörkunum en tveir atvinnumenn voru einu marki frá því að komast í tuttugu marka klúbbinn en það voru þeir Teitur Þórðarson og Arnór Guðjohnsen. Teitur skoraði 19 mörk fyrir Lens tímabilið 1981-82 og varð fjórði markahæsti maður deildarinnar. Arnór Guðjohnsen varð markahæsti leikmaður belgísku deildarinnar 1986-87 þegar hann skoraði 19 mörk í 34 leikjum. Alfreð hefur nú skorað í fimm deildarleikjum í röð og aðeins mistekist að skora í 4 af 18 deildarleikjum sínum á þessu tímabili. Mark hans á laugardaginn kom úr víti en 7 af þessum 20 mörkum hans í vetur hafa komið af vítapunktinum. Alfreð er markahæstur í hollensku deildinni eins og hann hefur verið nær allt tímabilið. Hann er nú með fjögurra marka forskot á Graziano Pellè hjá Feyenoord. Hér fyrir neðan má sjá bestu markatímabil íslenskra leikmanna í efstu deild í Evrópu en Aron Jóhannsson, sem hefur þegar skorað 12 mörk fyrir AZ Alkmaar á tímabilinu, á góða möguleika á því að komast á listann.Flest mörk hjá íslenskum leikmanni í evrópskri deild: 24 mörk Alfreð Finnbogason Heerenveen, Hollandi 2012-1323 mörk Pétur Pétursson Feyenoord, Hollandi 1979-8021 mark Atli Eðvaldsson ortuna Düsseldorf, Vestur-Þýskalandi 1982-8320 mörk Alfreð Finnbogason Heerenveen, Hollandi 2013-1419 mörk Arnór Guðjohnsen, Anderlecht, Belgíu 1986-87 Teitur Þórðarson, Lens, Frakklandi 1981-8218 mörk Arnar Grétarsson, Lokeren, Belgíu 2002-03 Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk, Noregi 200617 mörk Ríkharður Daðason, Viking, Noregi 1999 Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Norrköping, Svíþjóð 201216 mörk Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Halmstad, Svíþjóð 2005 Heiðar Helguson, Lilleström, Noregi 199915 mörk Tryggvi Guðmundsson Tromsö, Noregi 2000 Tryggvi Guðmundsson Stabæk, Noregi 2002 Ríkharður Daðason, Viking, Noregi 1998 Ríkharður Daðason, Viking, Noregi 2000 Sigurður Grétarsson, Luzern, Sviss 1985-86 Kolbeinn Sigþórsson, AZ Alkmaar, Holland 2010-11 Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk, Noregi 2007
Fótbolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira