Innlent

Vesturland fær 15 milljónir

Freyr Bjarnason skrifar
Kútter Sigurfari fær fimm milljónir króna.
Kútter Sigurfari fær fimm milljónir króna. Mynd/Jón Allansson.
Minjastofnun Íslands hefur í samráði við forsætisráðuneytið ákveðið að ráðast í átaksverkefni sem felur í sér atvinnuskapandi friðunarverkefni um land allt.

Heildarumfang átaksins er 205 milljónir króna á þessu ári og verða fimmtán milljónir af upphæðinni notaðar til tveggja verkefna á Vesturlandi, að því er sagði á vefsíðu Skessuhorns.

Fimm milljónum króna verður varið í að gera við kútter Sigurfara sem er geymdur í Byggðasafninu í Görðum á Akranesi.

Þá verður tíu milljónum króna varið í flutning Landbúnaðarsafnsins á Hvanneyri í Halldórsfjós á Hvanneyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×