Innlent

Snjóbrettafólk notar sjaldnar hjálm

Bjarki Ármannsson skrifar
Snjóbrettaiðkendur nota einungis hjálm í um 63% tilvika.
Snjóbrettaiðkendur nota einungis hjálm í um 63% tilvika. Vísir/Úr einkasafni
Hjálmanotkun er að jafnaði algengari hjá íslenskum skíðamönnum en snjóbrettaiðkendum samkvæmt talningu Vátryggingafélags Íslands, VÍS. Þrír af hverjum fjórum skíðamönnum nota hjálm og liðlega sex af hverjum tíu á snjóbrettum.

Talningin fór fram í Hlíðarfjalli, Oddsskarði og Bláfjöllum núna í janúar og var ekki mikill munur á niðurstöðum milli svæða. Flestir skíðamenn notuðu hjálm í Hlíðarfjalli, eða 87%, og flestir snjóbrettaiðkendur í Oddsskarði, 67%. Alls voru 605 manns í úrtakinu.

Í grein á vefsíðu VÍS um talninguna segir að það sé miður að brettafólk noti síður hjálm, þar sem það taki yfirleitt meiri áhættu við æfingar sínar en skíðafólk. VÍS segir rannsóknir einnig sýna að brettafólk sé tvisvar sinnum líklegra til að meiðast á höfði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×