Flóttafólk fær ólíkar móttökur Eva Bjarnadóttir skrifar 5. febrúar 2014 10:00 Bíður eftir hæli Fréttablaðið/Vilhelm Staða flóttafólks er ólík eftir því með hvaða leiðum það kemur til landsins. Flestir eru sammála um að vel sé staðið að móttöku kvótaflóttamanna. Það sé hins vegar ekki raunin þegar flóttafólk, sem kemur til landsins sem hælisleitendur, á í hlut. „Staða kvótaflóttafólks og hælisleitenda er ekki sú sama. Kvótaflóttamenn koma sem hópur og búið er til verkefni í kringum hópinn sem tryggir ákveðna þjónustu. Það á ekki við um hælisleitendur, en Rauði krossinn telur að jafna þurfi betur réttarstöðu þessara hópa,“ segir Atli Viðar Thorstensen, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.Atli Viðar ThorstensenKvótaflóttafólk hefur þegar fengið hæli fyrir atbeina Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, eða þess ríkis sem hann dvelur í, áður en hann kemur til Íslands. Ástæðan fyrir því að sótt er um flutning til Íslands er sú að Flóttamannastofnunin telur að flóttafólkið búi við ógn eða skort á möguleikum á að eignast eðlilegt líf þar sem það býr. Því er leitað til svokallaðra „öruggra ríkja“. Rauði krossinn hefur lagt á áherslu á að íslensk stjórnvöld fjölgi kvótaflóttamönnum. „Móttaka kvótaflóttamanna er valfrjáls og það eru ekki mörg ríki sem taka á móti þeim – í mesta lagi þrjátíu til fjörutíu,“ segir Atli Viðar. Hann segir fjölgun kvótaflóttamanna ekki geta komið í stað hefðbundinnar hælismeðferðar, sem lýtur alþjóðlegum reglum. Talið er að um sextíu til sjötíu prósent flóttamanna í heiminum séu konur og börn. Ísland hefur lagt áherslu á þann hóp í móttöku kvótaflóttamanna, enda á hann síður möguleika á að komast til Evrópu á eigin vegum. Mikill meirihluta hælisleitenda á Íslandi eru karlar. Árið 2012 sóttu 117 manns um hæli hér á landi og var hlutfall karla 65 prósent, kvenna 16 prósent og hlutfall barna 18 prósent. Hælisleitendur koma á eigin vegum til landsins og hefur löng málsmeðferð og aðbúnaður þeirra verið gagnrýndur. Teitur Atlason, formaður Samtaka áhugafólks um málefni hælisleitenda, segir stöðu hælisleitenda hafa lagast eftir að Reykjavíkurborg opnaði á móttöku þeirra. „Félagskerfið á Suðurnesjum réði ekki við allan þennan fjölda,“ segir hann en nú búa 50 hælisleitendur í Reykjavík.Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, bendir á að staða hælisleitenda eftir að þeir hafa fengið hæli á Íslandi sé mjög ólík stöðu kvótaflóttafólks. „Þegar fólk fær hæli er bara hálfur sigurinn unninn. Það þarf sjálft að finna húsnæði og vinnu, sem er erfitt þegar maður talar hvorki ensku né íslensku,“ segir Helga, en hún telur að upplýsingum og utanumhaldi um málefni fólks sem fær stöðu flóttamanns sé mjög ábótavant.Frá ofbeldi í Sýrlandi til óvissu á ÍslandiRakan El Mahmoud hefur verið á Íslandi í hálft ár og er í hælismeðferð. Hann spyr hvort blaðamaður tali ítölsku eða frönsku, en hann á að baki sjö ár á flótta frá Sýrlandi til Ítalíu, Frakklands og að lokum Íslands. Hann óskar þess helst að geta unnið svo hann geti stutt við fjölskyldu sína í Sýrlandi.„Ég má ekki vinna og hef raunar ekki rétt á neinu. Ég hef leitað mér aðstoðar vegna hnífsstungusára sem ég hlaut í Sýrlandi, en hef ekki fengið. Ég er líka illa haldinn andlega og þarf á aðstoð að halda,“ segir Rakan, sem býr nú í Reykjavík. Vinur Rakans fékk hæli á Íslandi á síðasta ári. Hann vill ekki koma fram undir nafni því hann óttast hefndaraðgerðir stjórnvalda í Sýrlandi. Hann talar hvorki ensku né íslensku, en bróðir hans túlkar. „Við biðum í fjóra mánuði eftir að fá hæli. Nú lifum við fjögurra manna fjölskylda á 240.000 krónum á mánuði,“ segir hann. Í boði var tveggja mánaða íslenskunámskeið, en hann þarf nú sjálfur að kosta frekara málanám. Hann segir algengt verð fyrir íslenskunámskeið vera um 35.000 krónur. „Ég fæ mikið af upplýsingum á íslensku, sem ég skil ekki, og þegar ég fæ túlkun eru túlkarnir frá öðrum löndum svo stundum skil ég þá ekki,“ segir hann. Bróðir hans bendir á að túlkarnir hafi sumir ekki nægan íslenskan orðaforða til þess að túlka flókin samtöl.Lína MazarGóðar móttökur á AkranesiLína Mazar kom til Íslands 2008 ásamt hópi kvenna og barna. Akranesbær tók á móti hópnum í samstarfi við Rauða kross Íslands. „Ég byrjaði strax á íslenskunámskeiði sem varaði í tíu mánuði og börnin okkar byrjuðu í skólanum viku eftir að við komum,“ segir Lína á reiprennandi íslensku. Hún segist hafa fengið góða aðstoð á Akranesi, og fékk hún strax stuðningsfjölskyldur, sem hafa aðstoðað hana. „Þau koma reglulega í heimsókn, við borðum saman og þau geta alltaf hjálpað mér.“ Við komuna til landsins fékk Lína húsnæði og framfærslu. „Akraneskaupstaður leigði íbúðir fyrir allar konurnar og keypti húsgögn,“ útskýrir hún. Lína segir bæjaryfirvöld vera mjög hjálpleg. Einu sinni í mánuði komi túlkur sem flóttakonurnar geti leitað til með mál sem brenna á þeim. Tengdar fréttir Umsóknum hælisleitenda fjölgaði um nærri 130 prósent á tveimur árum Umsóknum hælisleitenda hefur fjölgað um nær 130 prósent síðan árið 2011. Samþykktum hefur ekki fjölgað í samræmi. Innanríkisráðherra hefur lagt til breytingar á lögum sem hraða munu meðferð umsókna hælisleitenda og bæta réttaröryggi. 28. janúar 2014 07:15 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Staða flóttafólks er ólík eftir því með hvaða leiðum það kemur til landsins. Flestir eru sammála um að vel sé staðið að móttöku kvótaflóttamanna. Það sé hins vegar ekki raunin þegar flóttafólk, sem kemur til landsins sem hælisleitendur, á í hlut. „Staða kvótaflóttafólks og hælisleitenda er ekki sú sama. Kvótaflóttamenn koma sem hópur og búið er til verkefni í kringum hópinn sem tryggir ákveðna þjónustu. Það á ekki við um hælisleitendur, en Rauði krossinn telur að jafna þurfi betur réttarstöðu þessara hópa,“ segir Atli Viðar Thorstensen, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.Atli Viðar ThorstensenKvótaflóttafólk hefur þegar fengið hæli fyrir atbeina Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, eða þess ríkis sem hann dvelur í, áður en hann kemur til Íslands. Ástæðan fyrir því að sótt er um flutning til Íslands er sú að Flóttamannastofnunin telur að flóttafólkið búi við ógn eða skort á möguleikum á að eignast eðlilegt líf þar sem það býr. Því er leitað til svokallaðra „öruggra ríkja“. Rauði krossinn hefur lagt á áherslu á að íslensk stjórnvöld fjölgi kvótaflóttamönnum. „Móttaka kvótaflóttamanna er valfrjáls og það eru ekki mörg ríki sem taka á móti þeim – í mesta lagi þrjátíu til fjörutíu,“ segir Atli Viðar. Hann segir fjölgun kvótaflóttamanna ekki geta komið í stað hefðbundinnar hælismeðferðar, sem lýtur alþjóðlegum reglum. Talið er að um sextíu til sjötíu prósent flóttamanna í heiminum séu konur og börn. Ísland hefur lagt áherslu á þann hóp í móttöku kvótaflóttamanna, enda á hann síður möguleika á að komast til Evrópu á eigin vegum. Mikill meirihluta hælisleitenda á Íslandi eru karlar. Árið 2012 sóttu 117 manns um hæli hér á landi og var hlutfall karla 65 prósent, kvenna 16 prósent og hlutfall barna 18 prósent. Hælisleitendur koma á eigin vegum til landsins og hefur löng málsmeðferð og aðbúnaður þeirra verið gagnrýndur. Teitur Atlason, formaður Samtaka áhugafólks um málefni hælisleitenda, segir stöðu hælisleitenda hafa lagast eftir að Reykjavíkurborg opnaði á móttöku þeirra. „Félagskerfið á Suðurnesjum réði ekki við allan þennan fjölda,“ segir hann en nú búa 50 hælisleitendur í Reykjavík.Helga Vala Helgadóttir, lögmaður, bendir á að staða hælisleitenda eftir að þeir hafa fengið hæli á Íslandi sé mjög ólík stöðu kvótaflóttafólks. „Þegar fólk fær hæli er bara hálfur sigurinn unninn. Það þarf sjálft að finna húsnæði og vinnu, sem er erfitt þegar maður talar hvorki ensku né íslensku,“ segir Helga, en hún telur að upplýsingum og utanumhaldi um málefni fólks sem fær stöðu flóttamanns sé mjög ábótavant.Frá ofbeldi í Sýrlandi til óvissu á ÍslandiRakan El Mahmoud hefur verið á Íslandi í hálft ár og er í hælismeðferð. Hann spyr hvort blaðamaður tali ítölsku eða frönsku, en hann á að baki sjö ár á flótta frá Sýrlandi til Ítalíu, Frakklands og að lokum Íslands. Hann óskar þess helst að geta unnið svo hann geti stutt við fjölskyldu sína í Sýrlandi.„Ég má ekki vinna og hef raunar ekki rétt á neinu. Ég hef leitað mér aðstoðar vegna hnífsstungusára sem ég hlaut í Sýrlandi, en hef ekki fengið. Ég er líka illa haldinn andlega og þarf á aðstoð að halda,“ segir Rakan, sem býr nú í Reykjavík. Vinur Rakans fékk hæli á Íslandi á síðasta ári. Hann vill ekki koma fram undir nafni því hann óttast hefndaraðgerðir stjórnvalda í Sýrlandi. Hann talar hvorki ensku né íslensku, en bróðir hans túlkar. „Við biðum í fjóra mánuði eftir að fá hæli. Nú lifum við fjögurra manna fjölskylda á 240.000 krónum á mánuði,“ segir hann. Í boði var tveggja mánaða íslenskunámskeið, en hann þarf nú sjálfur að kosta frekara málanám. Hann segir algengt verð fyrir íslenskunámskeið vera um 35.000 krónur. „Ég fæ mikið af upplýsingum á íslensku, sem ég skil ekki, og þegar ég fæ túlkun eru túlkarnir frá öðrum löndum svo stundum skil ég þá ekki,“ segir hann. Bróðir hans bendir á að túlkarnir hafi sumir ekki nægan íslenskan orðaforða til þess að túlka flókin samtöl.Lína MazarGóðar móttökur á AkranesiLína Mazar kom til Íslands 2008 ásamt hópi kvenna og barna. Akranesbær tók á móti hópnum í samstarfi við Rauða kross Íslands. „Ég byrjaði strax á íslenskunámskeiði sem varaði í tíu mánuði og börnin okkar byrjuðu í skólanum viku eftir að við komum,“ segir Lína á reiprennandi íslensku. Hún segist hafa fengið góða aðstoð á Akranesi, og fékk hún strax stuðningsfjölskyldur, sem hafa aðstoðað hana. „Þau koma reglulega í heimsókn, við borðum saman og þau geta alltaf hjálpað mér.“ Við komuna til landsins fékk Lína húsnæði og framfærslu. „Akraneskaupstaður leigði íbúðir fyrir allar konurnar og keypti húsgögn,“ útskýrir hún. Lína segir bæjaryfirvöld vera mjög hjálpleg. Einu sinni í mánuði komi túlkur sem flóttakonurnar geti leitað til með mál sem brenna á þeim.
Tengdar fréttir Umsóknum hælisleitenda fjölgaði um nærri 130 prósent á tveimur árum Umsóknum hælisleitenda hefur fjölgað um nær 130 prósent síðan árið 2011. Samþykktum hefur ekki fjölgað í samræmi. Innanríkisráðherra hefur lagt til breytingar á lögum sem hraða munu meðferð umsókna hælisleitenda og bæta réttaröryggi. 28. janúar 2014 07:15 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Umsóknum hælisleitenda fjölgaði um nærri 130 prósent á tveimur árum Umsóknum hælisleitenda hefur fjölgað um nær 130 prósent síðan árið 2011. Samþykktum hefur ekki fjölgað í samræmi. Innanríkisráðherra hefur lagt til breytingar á lögum sem hraða munu meðferð umsókna hælisleitenda og bæta réttaröryggi. 28. janúar 2014 07:15