Komin með nóg af "kvenfyrirlitningu“ Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 5. febrúar 2014 10:45 Nanna Atladóttir segir að flestar konur sem komnar eru yfir fimmtugt séu mótaðar af því að þetta sé karlaheimur þar sem karlar hafa völdin og megi tala en konur eigi að þegja. „Ég hugsaði með mér hingað og ekki lengra, ég ætla ekki að láta bjóða mér þetta,“ segir Nanna Atladóttir, félagsráðgjafi á heilsugæslustöðinni Laugarási í Biskupstungum. Nanna hóf í gær, á tíu ára afmæli Facebook, að blogga um konur og kvenréttindi. Fyrsta bloggið var um kvenfyrirlitningu læknis á heilsugæslunni í Laugarási. Nanna lýsir því í blogginu hvað lækninum, Pétri Skarphéðinssyni, finnist sniðugt að hæðast að konum. Hún segir að hann hafi gengið inn á kaffistofuna í gærmorgun og niðurlægt eina konuna sem þar sat. Afleysingahjúkrunarforstjórinn, sem er kona, hafi spurt lækninn hvort það væri mikilvægt að hún sæti yfirmannafund. Svar læknisins var að það væru aldrei merkilegir fundir sem konur sitja. Hún skyldi því bara sleppa því. „Þetta var svona í hundraðasta sinn sem ég hlusta þegjandi á athugasemdir viðkomandi læknis og mér var fyrirmunað að þegja lengur. Ég sagði að mér fyndust svona brandarar ekki sniðugir lengur og að ég sætti mig ekki lengur við að sitja þegjandi undir slíku,“ bloggar Nanna. Hún segir að læknirinn hafi hlegið að athugasemdum hennar og sagt að sér þætti gaman að æsa upp kvenfólkið í kringum sig. Á heilsugæslustöðinni eru tveir karlkyns læknar auk þess sem þar starfa tólf konur. Nanna segir að það sé litið á læknana sem guði og enginn mótmæli því sem þeir segja. Hún segir að það hafi tekið á að setjast niður og skrifa bloggið. „Ég var skíthrædd við að setjast niður og tjá mig um þetta þó ég sé orðin 64 ára gömul. Það er ótrúlegt hvað maður er mótaður af uppeldi sínu,“ segir Nanna og vísar til þess að flestar konur sem komnar eru yfir fimmtugt séu mótaðar af því að þetta sé karlaheimur þar sem karlar hafi völdin og megi tala en konur eigi að þegja. „Ég held að yngri konur myndu ekki láta slíkt yfir sig ganga. Ég sé það á tengdadætrum mínum og systradætrum mínum að þær hafa ekki fengið þannig uppeldi að karlmenn séu æðri en konur,“ segir Nanna. Fréttablaðið reyndi að ná tali af Pétri Skarphéðinssyni heilsugæslulækni við vinnslu fréttarinnar en var sagt að hann tæki ekki síma. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
„Ég hugsaði með mér hingað og ekki lengra, ég ætla ekki að láta bjóða mér þetta,“ segir Nanna Atladóttir, félagsráðgjafi á heilsugæslustöðinni Laugarási í Biskupstungum. Nanna hóf í gær, á tíu ára afmæli Facebook, að blogga um konur og kvenréttindi. Fyrsta bloggið var um kvenfyrirlitningu læknis á heilsugæslunni í Laugarási. Nanna lýsir því í blogginu hvað lækninum, Pétri Skarphéðinssyni, finnist sniðugt að hæðast að konum. Hún segir að hann hafi gengið inn á kaffistofuna í gærmorgun og niðurlægt eina konuna sem þar sat. Afleysingahjúkrunarforstjórinn, sem er kona, hafi spurt lækninn hvort það væri mikilvægt að hún sæti yfirmannafund. Svar læknisins var að það væru aldrei merkilegir fundir sem konur sitja. Hún skyldi því bara sleppa því. „Þetta var svona í hundraðasta sinn sem ég hlusta þegjandi á athugasemdir viðkomandi læknis og mér var fyrirmunað að þegja lengur. Ég sagði að mér fyndust svona brandarar ekki sniðugir lengur og að ég sætti mig ekki lengur við að sitja þegjandi undir slíku,“ bloggar Nanna. Hún segir að læknirinn hafi hlegið að athugasemdum hennar og sagt að sér þætti gaman að æsa upp kvenfólkið í kringum sig. Á heilsugæslustöðinni eru tveir karlkyns læknar auk þess sem þar starfa tólf konur. Nanna segir að það sé litið á læknana sem guði og enginn mótmæli því sem þeir segja. Hún segir að það hafi tekið á að setjast niður og skrifa bloggið. „Ég var skíthrædd við að setjast niður og tjá mig um þetta þó ég sé orðin 64 ára gömul. Það er ótrúlegt hvað maður er mótaður af uppeldi sínu,“ segir Nanna og vísar til þess að flestar konur sem komnar eru yfir fimmtugt séu mótaðar af því að þetta sé karlaheimur þar sem karlar hafi völdin og megi tala en konur eigi að þegja. „Ég held að yngri konur myndu ekki láta slíkt yfir sig ganga. Ég sé það á tengdadætrum mínum og systradætrum mínum að þær hafa ekki fengið þannig uppeldi að karlmenn séu æðri en konur,“ segir Nanna. Fréttablaðið reyndi að ná tali af Pétri Skarphéðinssyni heilsugæslulækni við vinnslu fréttarinnar en var sagt að hann tæki ekki síma.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira