Innlent

Loforð við slökkviliðið ekki efnd

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Slökkiliðið á Dalvík skuldar 1,8 milljón króna fyrir klippubúnað. Myndin er frá Dalvíkurbyggð.
Slökkiliðið á Dalvík skuldar 1,8 milljón króna fyrir klippubúnað. Myndin er frá Dalvíkurbyggð. Fréttablaðið/Pjetur
Slökkvilið Dalvíkurbyggðar hefur fengið heimild bæjarráðs til að nýta fé af launareikningi til að borga upp í skuld vegna kaupa á klippibúnaði árið 2011.

Enn eru ógreiddar 1,8 milljón króna af klippunum og óskaði slökkviliðsstjórinn eftir að nota 465 þúsund krónur sem eftir eru á launalið upp í klippurnar.

„Andvirði búnaðarins átti að greiðast með styrkjum og framlögum fyrirtækja og félagasamtaka en minna hefur orðið um efndir af ýmsum ástæðum,“ segir í fundargerð um ástæður skuldarinnar. Þá hafi verið gert ráð fyrir aðkomu Mannvirkjastofnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×