Innlent

Nær 1.200 ríkisstarfsmenn æviráðnir

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Flestir æviráðinna ríkisstarfsmanna eru í Háskóla Íslands.
Flestir æviráðinna ríkisstarfsmanna eru í Háskóla Íslands.
Af 21.102 starfsmönnum ríkisins eru 1.186 æviráðnir. Flestir starfa við Háskóla Íslands, alls 181, og hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, alls 108. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni um ríkisstarfsmenn.

„Mér finnst mikilvægt að þessar upplýsingar komi fram. Ég ligg ekki á þeirri skoðun minni að æviráðningar séu óeðlilegar. Það er áhugavert að vita hvar þeir starfa sem eru æviráðnir og hversu mörg störfin eru. Stór hluti af ríkisrekstrinum er starfsmannastefna,“ segir Guðlaugur Þór.

Í upplýsingunum um æviráðna starfsmenn, sem fengnar eru úr launavinnslukerfi ríkisins, kemur fram að 1.149 hafi verið skipaðir fyrir 1. júlí 1996. Þar segir jafnframt: „Eftir þann tíma er enginn lengur skipaður ótímabundið heldur aðeins til fimm ára, að undanskildum hæstaréttar- og héraðsdómurum, og 37 ráðnir til starfa ótímabundið án gagnkvæms uppsagnarfrests.

Af þeim 1.149 sem eru skipaðir eru 53 í 49 prósenta starfshlutfalli og af þeim 37 sem eru ráðnir ótímabundið án gagnkvæms uppsagnarfrests er enginn í 49% starfshlutfalli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×