Ekki svigrúm til að ráða sérfræðinga Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 22. janúar 2014 00:00 Árið 2006 réðst Lyfjastofnun í það verkefni að meta umsóknir um markaðsleyfi fyrir samheitalyf að fullu, í stað þess að byggja matið á vinnu sérfræðinga annarrar lyfjastofnunar á Evrópska efnahagssvæðinu. Fjárheimildir fjárlaga heftu þróun verkefnisins, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. fréttablaðið/valli „Það er ekki svigrúm til að ráða fleiri sérfræðinga eins og fjármálaráðuneytið heldur fram,“ segir Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, spurð um fullyrðingar ráðuneytisins vegna ummæla hennar í Fréttablaðinu á mánudag. Þar sagði hún að heimildir í fjárlögum hindri stofnunina í að nýta að fullu til nýsköpunarverkefna tekjur sem hún aflar frá lyfjafyrirtækjunum. Í fréttatilkynningu frá fjármálaráðneytinu segir að fallist hafi verið á að veita Lyfjastofnun 42,9 milljóna króna aukið framlag á árinu 2014 til að vinna að nýjum verkefnum á móti samsvarandi hækkun á ríkistekjum. Ætla megi að það framlag dugi til að ráða þrjá til fjóra nýja sérfræðinga á þessu ári. Í tilkynningu fjármálaráðuneytisins segir jafnframt að árið 2010 hafi fjárheimildir Lyfjastofnunar verið auknar um 226,5 milljónir króna. Með því hafi fjárheimildir fjárlaga verið færðar að raunverulegri veltu stofnunarinnar.Rannveig Gunnarsdóttir„Hækkun fjárheimildar í fjárlögum felur í sér heimild fyrir stofnunina til að nota þær tekjur sem hún aflar. Hér er ekki um framlag úr ríkissjóði að ræða. Allar tekjur stofnunarinnar eru sjálfsaflafé,“ segir Rannveig. Hún bendir á að Lyfjastofnun geri rekstraráætlanir í samvinnu við velferðarráðuneytið og fjármálaráðuneytið. „Haustið 2013 samþykkti velferðarráðuneytið rekstraráætlun stofnunarinnar til næstu þriggja ára. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir 578,7 milljónum króna í rekstur árið 2014. Fjárheimild samkvæmt fjárlögum er lægri eða 561 milljón króna. Stofnunin gerði áætlun um að afla 80 milljóna króna sértekna í ár en í fjárlögum er gerð krafa á stofnunina um að hún afli 108 milljóna króna í sértekjur. Með hliðsjón af þessu er raunveruleg hækkun fjárheimildar í fjárlögum fyrir Lyfjastofnun nánast engin.“ Rannveig getur þess að nettóstaða Lyfjastofnunar við ríkissjóð hafi í ársbyrjun 2013 verið 409 milljóna króna inneign. „Í raun er um að ræða vaxtalaust lán til ríkissjóðs. Staðan er svipuð í ár.“ Hún segir Lyfjastofnun taka heilshugar undir orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í tilkynningunni frá ráðuneyti hans um að spennandi sé að kanna hvort Lyfjastofnun hafi möguleika á að veita fyrirtækjum í lyfjaiðnaði frekari þjónustu en að tryggja verði að til grundvallar auknum umsvifum liggi traustar rekstraráætlanir til næstu ára. „Vandamálið í hnotskurn er sú óvenjulega rekstrarstaða sem stofnunin býr við og Ríkisendurskoðun hefur bent á í skýrslu sinni. Í fjárlögum er ákveðið hversu mikið stofnunin má nota af sínum eigin tekjum. Sú upphæð er ekki í samræmi við rekstraráætlanir okkar. Þetta er vandamálið sem þarf að leysa,“ segir Rannveig. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
„Það er ekki svigrúm til að ráða fleiri sérfræðinga eins og fjármálaráðuneytið heldur fram,“ segir Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, spurð um fullyrðingar ráðuneytisins vegna ummæla hennar í Fréttablaðinu á mánudag. Þar sagði hún að heimildir í fjárlögum hindri stofnunina í að nýta að fullu til nýsköpunarverkefna tekjur sem hún aflar frá lyfjafyrirtækjunum. Í fréttatilkynningu frá fjármálaráðneytinu segir að fallist hafi verið á að veita Lyfjastofnun 42,9 milljóna króna aukið framlag á árinu 2014 til að vinna að nýjum verkefnum á móti samsvarandi hækkun á ríkistekjum. Ætla megi að það framlag dugi til að ráða þrjá til fjóra nýja sérfræðinga á þessu ári. Í tilkynningu fjármálaráðuneytisins segir jafnframt að árið 2010 hafi fjárheimildir Lyfjastofnunar verið auknar um 226,5 milljónir króna. Með því hafi fjárheimildir fjárlaga verið færðar að raunverulegri veltu stofnunarinnar.Rannveig Gunnarsdóttir„Hækkun fjárheimildar í fjárlögum felur í sér heimild fyrir stofnunina til að nota þær tekjur sem hún aflar. Hér er ekki um framlag úr ríkissjóði að ræða. Allar tekjur stofnunarinnar eru sjálfsaflafé,“ segir Rannveig. Hún bendir á að Lyfjastofnun geri rekstraráætlanir í samvinnu við velferðarráðuneytið og fjármálaráðuneytið. „Haustið 2013 samþykkti velferðarráðuneytið rekstraráætlun stofnunarinnar til næstu þriggja ára. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir 578,7 milljónum króna í rekstur árið 2014. Fjárheimild samkvæmt fjárlögum er lægri eða 561 milljón króna. Stofnunin gerði áætlun um að afla 80 milljóna króna sértekna í ár en í fjárlögum er gerð krafa á stofnunina um að hún afli 108 milljóna króna í sértekjur. Með hliðsjón af þessu er raunveruleg hækkun fjárheimildar í fjárlögum fyrir Lyfjastofnun nánast engin.“ Rannveig getur þess að nettóstaða Lyfjastofnunar við ríkissjóð hafi í ársbyrjun 2013 verið 409 milljóna króna inneign. „Í raun er um að ræða vaxtalaust lán til ríkissjóðs. Staðan er svipuð í ár.“ Hún segir Lyfjastofnun taka heilshugar undir orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í tilkynningunni frá ráðuneyti hans um að spennandi sé að kanna hvort Lyfjastofnun hafi möguleika á að veita fyrirtækjum í lyfjaiðnaði frekari þjónustu en að tryggja verði að til grundvallar auknum umsvifum liggi traustar rekstraráætlanir til næstu ára. „Vandamálið í hnotskurn er sú óvenjulega rekstrarstaða sem stofnunin býr við og Ríkisendurskoðun hefur bent á í skýrslu sinni. Í fjárlögum er ákveðið hversu mikið stofnunin má nota af sínum eigin tekjum. Sú upphæð er ekki í samræmi við rekstraráætlanir okkar. Þetta er vandamálið sem þarf að leysa,“ segir Rannveig.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira