Ekki svigrúm til að ráða sérfræðinga Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 22. janúar 2014 00:00 Árið 2006 réðst Lyfjastofnun í það verkefni að meta umsóknir um markaðsleyfi fyrir samheitalyf að fullu, í stað þess að byggja matið á vinnu sérfræðinga annarrar lyfjastofnunar á Evrópska efnahagssvæðinu. Fjárheimildir fjárlaga heftu þróun verkefnisins, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. fréttablaðið/valli „Það er ekki svigrúm til að ráða fleiri sérfræðinga eins og fjármálaráðuneytið heldur fram,“ segir Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, spurð um fullyrðingar ráðuneytisins vegna ummæla hennar í Fréttablaðinu á mánudag. Þar sagði hún að heimildir í fjárlögum hindri stofnunina í að nýta að fullu til nýsköpunarverkefna tekjur sem hún aflar frá lyfjafyrirtækjunum. Í fréttatilkynningu frá fjármálaráðneytinu segir að fallist hafi verið á að veita Lyfjastofnun 42,9 milljóna króna aukið framlag á árinu 2014 til að vinna að nýjum verkefnum á móti samsvarandi hækkun á ríkistekjum. Ætla megi að það framlag dugi til að ráða þrjá til fjóra nýja sérfræðinga á þessu ári. Í tilkynningu fjármálaráðuneytisins segir jafnframt að árið 2010 hafi fjárheimildir Lyfjastofnunar verið auknar um 226,5 milljónir króna. Með því hafi fjárheimildir fjárlaga verið færðar að raunverulegri veltu stofnunarinnar.Rannveig Gunnarsdóttir„Hækkun fjárheimildar í fjárlögum felur í sér heimild fyrir stofnunina til að nota þær tekjur sem hún aflar. Hér er ekki um framlag úr ríkissjóði að ræða. Allar tekjur stofnunarinnar eru sjálfsaflafé,“ segir Rannveig. Hún bendir á að Lyfjastofnun geri rekstraráætlanir í samvinnu við velferðarráðuneytið og fjármálaráðuneytið. „Haustið 2013 samþykkti velferðarráðuneytið rekstraráætlun stofnunarinnar til næstu þriggja ára. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir 578,7 milljónum króna í rekstur árið 2014. Fjárheimild samkvæmt fjárlögum er lægri eða 561 milljón króna. Stofnunin gerði áætlun um að afla 80 milljóna króna sértekna í ár en í fjárlögum er gerð krafa á stofnunina um að hún afli 108 milljóna króna í sértekjur. Með hliðsjón af þessu er raunveruleg hækkun fjárheimildar í fjárlögum fyrir Lyfjastofnun nánast engin.“ Rannveig getur þess að nettóstaða Lyfjastofnunar við ríkissjóð hafi í ársbyrjun 2013 verið 409 milljóna króna inneign. „Í raun er um að ræða vaxtalaust lán til ríkissjóðs. Staðan er svipuð í ár.“ Hún segir Lyfjastofnun taka heilshugar undir orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í tilkynningunni frá ráðuneyti hans um að spennandi sé að kanna hvort Lyfjastofnun hafi möguleika á að veita fyrirtækjum í lyfjaiðnaði frekari þjónustu en að tryggja verði að til grundvallar auknum umsvifum liggi traustar rekstraráætlanir til næstu ára. „Vandamálið í hnotskurn er sú óvenjulega rekstrarstaða sem stofnunin býr við og Ríkisendurskoðun hefur bent á í skýrslu sinni. Í fjárlögum er ákveðið hversu mikið stofnunin má nota af sínum eigin tekjum. Sú upphæð er ekki í samræmi við rekstraráætlanir okkar. Þetta er vandamálið sem þarf að leysa,“ segir Rannveig. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
„Það er ekki svigrúm til að ráða fleiri sérfræðinga eins og fjármálaráðuneytið heldur fram,“ segir Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, spurð um fullyrðingar ráðuneytisins vegna ummæla hennar í Fréttablaðinu á mánudag. Þar sagði hún að heimildir í fjárlögum hindri stofnunina í að nýta að fullu til nýsköpunarverkefna tekjur sem hún aflar frá lyfjafyrirtækjunum. Í fréttatilkynningu frá fjármálaráðneytinu segir að fallist hafi verið á að veita Lyfjastofnun 42,9 milljóna króna aukið framlag á árinu 2014 til að vinna að nýjum verkefnum á móti samsvarandi hækkun á ríkistekjum. Ætla megi að það framlag dugi til að ráða þrjá til fjóra nýja sérfræðinga á þessu ári. Í tilkynningu fjármálaráðuneytisins segir jafnframt að árið 2010 hafi fjárheimildir Lyfjastofnunar verið auknar um 226,5 milljónir króna. Með því hafi fjárheimildir fjárlaga verið færðar að raunverulegri veltu stofnunarinnar.Rannveig Gunnarsdóttir„Hækkun fjárheimildar í fjárlögum felur í sér heimild fyrir stofnunina til að nota þær tekjur sem hún aflar. Hér er ekki um framlag úr ríkissjóði að ræða. Allar tekjur stofnunarinnar eru sjálfsaflafé,“ segir Rannveig. Hún bendir á að Lyfjastofnun geri rekstraráætlanir í samvinnu við velferðarráðuneytið og fjármálaráðuneytið. „Haustið 2013 samþykkti velferðarráðuneytið rekstraráætlun stofnunarinnar til næstu þriggja ára. Samkvæmt henni var gert ráð fyrir 578,7 milljónum króna í rekstur árið 2014. Fjárheimild samkvæmt fjárlögum er lægri eða 561 milljón króna. Stofnunin gerði áætlun um að afla 80 milljóna króna sértekna í ár en í fjárlögum er gerð krafa á stofnunina um að hún afli 108 milljóna króna í sértekjur. Með hliðsjón af þessu er raunveruleg hækkun fjárheimildar í fjárlögum fyrir Lyfjastofnun nánast engin.“ Rannveig getur þess að nettóstaða Lyfjastofnunar við ríkissjóð hafi í ársbyrjun 2013 verið 409 milljóna króna inneign. „Í raun er um að ræða vaxtalaust lán til ríkissjóðs. Staðan er svipuð í ár.“ Hún segir Lyfjastofnun taka heilshugar undir orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í tilkynningunni frá ráðuneyti hans um að spennandi sé að kanna hvort Lyfjastofnun hafi möguleika á að veita fyrirtækjum í lyfjaiðnaði frekari þjónustu en að tryggja verði að til grundvallar auknum umsvifum liggi traustar rekstraráætlanir til næstu ára. „Vandamálið í hnotskurn er sú óvenjulega rekstrarstaða sem stofnunin býr við og Ríkisendurskoðun hefur bent á í skýrslu sinni. Í fjárlögum er ákveðið hversu mikið stofnunin má nota af sínum eigin tekjum. Sú upphæð er ekki í samræmi við rekstraráætlanir okkar. Þetta er vandamálið sem þarf að leysa,“ segir Rannveig.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira