Enginn hræddur við rússíbanann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2014 08:00 Elmar í baráttu við Danann Nicklas Bendner í landsleik í undankeppni Evrópumótsins árið 2008 á Parken í Kaupmannahöfn. Elmar er enn að bíða eftir sínu fyrsta marki með A-landsliði Íslands. Vísir/AFP Íslenska karlalandsliðið mætir kollegum sínum frá Svíþjóð í æfingaleik í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Þar sem ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða eru landsliðin án leikmanna sinna sem leika í sterkustu deildum Evrópu. Í raun má segja að um Norðurlandaúrval sé að ræða því allir leikmenn sænska liðsins fyrir utan einn leika í heimalandinu en íslensku strákarnir dreifa sér á Norðurlöndin Danmörku, Noreg og Svíþjóð auk Íslands.Theodór Elmar Bjarnason er aftur kominn í landsliðiðið eftir tveggja ára fjarveru. Kappinn hefur einmitt leikið knattspyrnu með félögum á öllum fyrrnefndum Norðurlöndum og fagnar langþráðu tækifæri með landsliðinu. „Ég hef beðið spenntur. Núna fær maður tækifærið og verður að nýta þær mínútur sem maður fær,“ segir miðjumaðurinn sóknarsinnaði. Elmar hefur spilað með Randers í dönsku úrvalsdeildinni undanfarin tvö ár en liðið situr í fimmta sæti deildarinnar þegar vetrarhlé stendur yfir. „Ég er alveg pottþéttur á því að ég hef verið að spila minn besta fótbolta í vetur,“ segir Elmar. Vesturbæingurinn uppaldi segist hafa bætt leik sinn mikið undanfarið ár. Þótt hann hafi verið valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum IFK Gautaborgar árið 2010 séu komin meiri gæði í leik hans í dag. Hann á fast sæti á miðjunni hjá danska liðinu þar sem hann er í hlutverki sóknarsinnaðs miðjumannsins. „Við spilum 4-4-2 eins og landsliðið gerir þannig að þetta smellpassar,“ segir Elmar. „Vonandi næ ég að sýna með landsliðinu það sem ég hef verið að gera með Randers.“Elmar í baráttunni gegn Portúgal á Laugardalsvelli.Vill komast í stærri deildir Elmar á að baki tíu A-landsleiki auk 27 landsleikja með yngri landsliðum Íslands. Hann þótti gríðarlegt efni á sínum tíma og hélt utan til Celtic í Glasgow þegar hann var sautján ára. Síðan hefur hann spilað með Lyn í Noregi, IFK Gautaborg í Svíþjóð og nú Randers í samnefndum bæ á Jótlandi. Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við danska félagið en honum líður vel í Danmörku. „Við erum með fínt hús og konan er ánægð hérna úti,“ segir Elmar og bætir við að gott gengi liðsins, sem hafnaði í þriðja sæti deildarinnar í fyrra auk þess að leika til úrslita í bikarnum, skemmi ekki fyrir. Hann stefnir þó hærra. „Ég er kominn á þann aldur að ef ég gerði nýjan samning gæti orðið erfitt að komast lengra,“ segir Elmar. Hann gæti vel hugsað sér að spila á Englandi eða meginlandi Evrópu. „Ef ég held áfram að standa mig er það raunhæft.“ Elmar og félagar í íslenska landsliðinu nýttu frítíma sinn í gær meðal annars til þess að skella sér í rússíbana að hætti arabanna. Sá ku vera sá hraðskreiðasti í heimi og segir Elmar alla leikmennina hafa skellt sér. „Enginn vildi viðurkenna að hann þyrði ekki í rússíbanann,“ segir Elmar léttur en viðurkennir að hafa fengið mikinn fiðring í magann. „Maður verður að prófa þetta fyrst maður er hérna. Þetta var þvílíkt stuð.“Elmar í baráttunni gegn Makedóníu á Laugardalsvelli.Landsliðið komið á hærra stig KR-ingurinn var síðast valinn í æfingahóp hjá landsliðinu í janúar árið 2012. Þá voru fram undan æfingaleikir við Japan og Svartfjallaland en meiðsli viku fyrir brottför komu í veg fyrir þátttöku Elmars í leikjunum. Síðan hefur hann beðið eftir kallinu og lýsti meðal annars yfir vonbrigðum í dönskum fjölmiðlum síðastliðið haust með að vera ekki valinn í hópinn í ljósi meiðsla landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Hann fagnar þeirri fagmennsku sem hann segir á hverju strái í starfshópi liðsins. „Mér finnst persónulega búið að færa þetta upp á hærra stig,“ segir Elmar sem lék áður undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar og Ólafs Jóhannessonar í landsliðinu. „Það er meira skipulag, myndbandsfundir og farið ofan í kjölinn á hinu og þessu. Á þeim stutta tíma sem maður er hérna kemst maður inn í hlutina og er fljótur að ná þessu.“ Elmar segir aðstæður í austri til fyrirmyndar, hitastig rúmar 20 gráður og hlakkar til leiksins.Flautað verður til leiks í Abu Dhabi í dag klukkan 16 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og textalýsingu á Vísi. Fótbolti Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið mætir kollegum sínum frá Svíþjóð í æfingaleik í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Þar sem ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða eru landsliðin án leikmanna sinna sem leika í sterkustu deildum Evrópu. Í raun má segja að um Norðurlandaúrval sé að ræða því allir leikmenn sænska liðsins fyrir utan einn leika í heimalandinu en íslensku strákarnir dreifa sér á Norðurlöndin Danmörku, Noreg og Svíþjóð auk Íslands.Theodór Elmar Bjarnason er aftur kominn í landsliðiðið eftir tveggja ára fjarveru. Kappinn hefur einmitt leikið knattspyrnu með félögum á öllum fyrrnefndum Norðurlöndum og fagnar langþráðu tækifæri með landsliðinu. „Ég hef beðið spenntur. Núna fær maður tækifærið og verður að nýta þær mínútur sem maður fær,“ segir miðjumaðurinn sóknarsinnaði. Elmar hefur spilað með Randers í dönsku úrvalsdeildinni undanfarin tvö ár en liðið situr í fimmta sæti deildarinnar þegar vetrarhlé stendur yfir. „Ég er alveg pottþéttur á því að ég hef verið að spila minn besta fótbolta í vetur,“ segir Elmar. Vesturbæingurinn uppaldi segist hafa bætt leik sinn mikið undanfarið ár. Þótt hann hafi verið valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum IFK Gautaborgar árið 2010 séu komin meiri gæði í leik hans í dag. Hann á fast sæti á miðjunni hjá danska liðinu þar sem hann er í hlutverki sóknarsinnaðs miðjumannsins. „Við spilum 4-4-2 eins og landsliðið gerir þannig að þetta smellpassar,“ segir Elmar. „Vonandi næ ég að sýna með landsliðinu það sem ég hef verið að gera með Randers.“Elmar í baráttunni gegn Portúgal á Laugardalsvelli.Vill komast í stærri deildir Elmar á að baki tíu A-landsleiki auk 27 landsleikja með yngri landsliðum Íslands. Hann þótti gríðarlegt efni á sínum tíma og hélt utan til Celtic í Glasgow þegar hann var sautján ára. Síðan hefur hann spilað með Lyn í Noregi, IFK Gautaborg í Svíþjóð og nú Randers í samnefndum bæ á Jótlandi. Hann á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við danska félagið en honum líður vel í Danmörku. „Við erum með fínt hús og konan er ánægð hérna úti,“ segir Elmar og bætir við að gott gengi liðsins, sem hafnaði í þriðja sæti deildarinnar í fyrra auk þess að leika til úrslita í bikarnum, skemmi ekki fyrir. Hann stefnir þó hærra. „Ég er kominn á þann aldur að ef ég gerði nýjan samning gæti orðið erfitt að komast lengra,“ segir Elmar. Hann gæti vel hugsað sér að spila á Englandi eða meginlandi Evrópu. „Ef ég held áfram að standa mig er það raunhæft.“ Elmar og félagar í íslenska landsliðinu nýttu frítíma sinn í gær meðal annars til þess að skella sér í rússíbana að hætti arabanna. Sá ku vera sá hraðskreiðasti í heimi og segir Elmar alla leikmennina hafa skellt sér. „Enginn vildi viðurkenna að hann þyrði ekki í rússíbanann,“ segir Elmar léttur en viðurkennir að hafa fengið mikinn fiðring í magann. „Maður verður að prófa þetta fyrst maður er hérna. Þetta var þvílíkt stuð.“Elmar í baráttunni gegn Makedóníu á Laugardalsvelli.Landsliðið komið á hærra stig KR-ingurinn var síðast valinn í æfingahóp hjá landsliðinu í janúar árið 2012. Þá voru fram undan æfingaleikir við Japan og Svartfjallaland en meiðsli viku fyrir brottför komu í veg fyrir þátttöku Elmars í leikjunum. Síðan hefur hann beðið eftir kallinu og lýsti meðal annars yfir vonbrigðum í dönskum fjölmiðlum síðastliðið haust með að vera ekki valinn í hópinn í ljósi meiðsla landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar. Hann fagnar þeirri fagmennsku sem hann segir á hverju strái í starfshópi liðsins. „Mér finnst persónulega búið að færa þetta upp á hærra stig,“ segir Elmar sem lék áður undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar og Ólafs Jóhannessonar í landsliðinu. „Það er meira skipulag, myndbandsfundir og farið ofan í kjölinn á hinu og þessu. Á þeim stutta tíma sem maður er hérna kemst maður inn í hlutina og er fljótur að ná þessu.“ Elmar segir aðstæður í austri til fyrirmyndar, hitastig rúmar 20 gráður og hlakkar til leiksins.Flautað verður til leiks í Abu Dhabi í dag klukkan 16 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og textalýsingu á Vísi.
Fótbolti Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Sjá meira